Það er svo

ferlega fallegur dagur. Ég er loksins búin að vinna, byrjaði klukkan 15.30 í gær og vann til klukkan 5 í morgun. Það sem bjargar manni á þessari löngu vakt er að þá vinn ég með Nínu, það er gott að vinna með Nínu. Það er alveg sama hvað fólk hreytir í hana, hún er alltaf jafn róleg...hehe.

Ég ætla að fara upp í garð á eftir og líta til hans Himma míns.

Við erum enn að passa tíkina hans Sigga, það fer ekkert fyrir henni greyinu. Hún er voða góð og þæg. Hún verður örugglega samt fegin að hitta pabba sinn í dag.

Steinar verður þessa viku í annarri vinnu en vant er og við fengum mann til að passa bílinn hans á meðan. Minn er náttlega enn í klessuverki. Það næst kannski að fá hann í gagnið fyrir næstu helgi, annars kemur það bara í ljós. Nenni ekki að hafa áhyggjur af því eins og er.

Ég náði næstum að lesa alla bloggvinina í gær í vinnunni áður en lætin byrjuðu...var aaaaaaalveg að verða búin að því en þá varð truflun og ég sá að það röðuðust inn nýjar færslur. Ég er nú í fríi næstu daga og næ kannski að skrifa hér og lesa. Annars þarf ég að fara að klára flísalögnina sem ég var í þarna áður en Himminn minn fór. Man einhver eftir iðnaðarmanninum litla hérna ?

Njótið dagsins elskurnar og ég lofa ekki að skrifa ekki meira í dag muhahhahaha.

Munið svo ljósin þeirra allra, ég bætti Þórdísi Tinnu við í gær. Ég vil meina að góðar hugsanir sem fylgja þessum kertum séu til góðs. Fyrir mig virkar það amk þannig að mér finnst ég finna áþreifanlega hlýhug og góðar óskir. Það róar og sefar sorgina sem ég er að reyna að læra að bera. Hún er misþung en ég er að læra.  Eins og ég sagði í gær þá mun ég líklega aldrei sætta mig við hana en verð að læra að bera hana. Að mestu hefur mér ,síðustu daga, tekist að vilja vera hér áfram. Það var eitthvað sem ég vildi ekki fyrr, ég vildi bara fá að fara til Himma. Það er samt dálítil uppgjafarhugsun og það hef ég ekki verið þekktust fyrir. Það er betra núna enda margt sem ég hef að lifa fyrir. Ég þarf að horfa svolítið á það, vera jákvæð og reyna að fóta mig í þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragga mín !

Lífið verður bjartara og er þegar orðið bjartara að sjá hjá þér.... þú átt svo mörg börn og ástvini sem þarf að hugsa um og engin er betur til þess fallin en einmitt þú...

 Knús og MÖRG knús :)

Drífa 

Drífa (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú svo sterk að maður trúir því varla.  Ég tel að skrifin hafi og munu hjálpa þér inn í framtíðina. Eigðu ljúfastan dag.   Breast Cancer Awareness Ribbon 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 14:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert flottust og hugrökkust og....

Njóttu þessa fallega dags ljósið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 15:25

4 Smámynd: kidda

Það er óhætt að segja að þetta er bjartur og fallegur dagur

Það er orðið fastur liður að fara inn á kertasíðuna hans Himma og ég er að bæta hinum við líka. Það fylgir því einhvers konar vellíðan að fara inn á þessar síður. Get ekki skýrt hvernig en trúi því að það geri gagn.

Knús og klús fyrir daginn

kidda, 7.10.2007 kl. 15:37

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gott að líðanin þín er að verða aðeins betri og lífið bjartara. Það eru engin svik við elsku Himmann þinn þótt ástvinir hans læri að lifa upp á nýtt án hans. Ég er fastagestur á kertasíðunni hans og finnst eins og það að kveikja á kerti sýni einhvern veginn í verki að manni sé ekki sama. Knús inn í daginn, elsku stelpa!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.10.2007 kl. 15:52

6 identicon

Æi, hvað ég verð pínu glöð að lesa þennan pistil frá þér Búin að kveikja á kertunum þannig að nú hlýt ég að fá kraftinn sem ég er vön að fá til að byrja að læra ... er alveg að FARAST úr leti  

 Knús úr Firðinum C",) 

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 16:12

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er eins gott fyrir þig að skrifa ekki meira í dag Þú er á góðri leið og viljinn fleytir þér langt.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 16:33

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín þú ert á uppleið, enda ekki annað í boði fyrir stelpu sem er eins sterk og dugleg og þú.
Flísaleggja það væri nú gott að klára það, en í raun og veru ekkert sem skiptir máli sko að mínu mati.
Þetta með kertasíðurnar, eins og ég hef sagt áður þá kemst ég ekki inn á þær, en ég hef alltaf lagt það í vana minn að biðja fyrir þeim sem eiga um sárt að binda, og þegar ég kveiki á kertum og býð
fyrir þeim sem ég hef mynd af í hjarta mínu þá veit ég að það hefur áhrif. Það er allt í lagi með hann Himma þinn, elsku stelpan mín,
hann er afar glaður ef þú ert glöð.
Hann kemur til með að vinna að því sem honum er ætlað á sínu tilverustigi, horfðu bara á andlitið hans þá sér þú að honum er ætlað að vinna góðverk.
En á því stigi sem þú ert eru óteljandi verkefni  að leisa 
og þú munt fá styrk til þess.
Fyrirgefðu Ragga mín enn ég varð að segja þetta við þig
þér þykir það kannski frekt, en ég meina bara vel.
Ljós og orkukveðjur þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2007 kl. 17:34

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Notalegt að lesa pistilinn í dag Ragnheiður mín.  Greinilegt að brimið er aðeins að gefa eftir hjá þér og öldurnar verða smám saman mýkri.  Hlýjustu kveðjur vinkona. 

Anna Einarsdóttir, 7.10.2007 kl. 17:39

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Eigðu gott kvöld Ragnheiður mín

Huld S. Ringsted, 7.10.2007 kl. 18:17

11 identicon

Knús til þín. Við vorum líka í garðinum í dag

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 18:54

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til þín elskuleg.  Hefði viljað hitta á þig.  En það verður bara seinna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:25

13 identicon

Eigðu gott kvöld elsku Ragga mín.  Það er gott að sjá að þér er að byrja að líða betur.

Knús á þig ljúfust.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:53

14 identicon

Guð gefi þér góða nótt og góðan dag að morgni, hrossið mitt duglega.....

Halla J. (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:17

15 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er gott að þú vilt vera hér. Það er nefnilega ögugglega svo margt gott sem þú kemur til leiða, held ég. Hafðu það gott Ragga mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.10.2007 kl. 23:23

16 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Farðu vel með þig dúlla.
Knús til þín

Magnús Paul Korntop, 7.10.2007 kl. 23:38

17 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég sendi styrk til þín, og vill hrósa þér fyrir þann kjark sem fylgir því að halda áfram.

Ásta María H Jensen, 8.10.2007 kl. 01:36

18 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Knús og vonandi nýtur þú þess að vera í fríi næstu daga. Það er gott að sjá að líðanin er upp á við.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.10.2007 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband