Komin heim

um miðja nótt og hangi í tölvunni. Fann sniðugt á síðunni hennar Kötlu (www.katlaa.blog.is ) Þar er hún með japanska stafrófið og nafnið mitt sem er langt á íslensku lengist helling við að færast í japönsku.

Annars var gaman hér áðan. Bumbulínan mín kom með nýtt barnabarn, hvolp sem þau fengu sér. Hann er agnarlítill en eldklár. Það var gaman að sjá Kela (stórabarn) leika sér af innlifun við þennan litla hvolp. Ég náði nokkrum myndum af Hektor og set þær inn í dýraalbúmið seinna. Hann er voða sæt smárófa.

Nú þarf ég að fara að sofa og minni á ljósasíðurnar sem eru hérna hægra megin á síðunni. Það verður stuð á mínum bæ við að fara að sofa, með 3 hunda. Það er ég viss um að einhver laumast uppí enda pabbinn(afinn) á heimilinu að vinna.

Fyndið sem kom áðan í vinnunni.

VIðskiptavinur ; Gott kvöld, eruð þið með bleiku ljósin ?

Ég ; Nei en við hefðum sko viljað vera með í því !

V; já ok en veistu er þetta bara auglýsing eða eru þeir að styrkja ?

Ég ; þeir styrkja Krabbameinsfélagið

V; (smá vandræðaleg þögn)

Ég ; síminn hjá þeim er 588 55 22

V ; Já takk fyrir og lagði á allshugar fegin.

Nú verð ég kannski rekin úr vinnunni ?! Mér fannst bara sjálfsagt að aðstoða þessa stúlku við að styðja Krabbameinsfélagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, þetta samtal lýsir þér ágætlega Ragga mín.  Blátt áfram og ekkert vesen. Sofðu rótt dúllan mín með öllum vóffunum. Guð geymi

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 07:08

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað erum við að tala um? Bleik ljós hvað?

Jóna Á. Gísladóttir, 6.10.2007 kl. 09:37

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ahhh... fattaði þetta þegar ég einbeitti mér að símanúmerinu. Bleiku ljósin á leigubílunum. Ég vissi ekki að þú ynnir á leigubílastöð dúllan mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.10.2007 kl. 09:39

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

haha. Nei það má nú ekki reka þig fyrir gómennskuna. Þú ert nú líklega búin að sofa núna svo ég segi góðan daginn og ég heyri að það var fjör hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.10.2007 kl. 12:21

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomin á fætur, vona að nóttin hafi verið hundróleg.  Eigðu góðan dag ljúfust.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 13:09

6 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar..

Keli ég veit ekki afhverju það er.

Hundróleg er rétt orðið...það var heilt hundastóð búið að lauma sér upp í hjá gamla settinu.

Ragnheiður , 6.10.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband