Aukahundur -vinna og tölvuaðstoð
5.10.2007 | 17:20
Við verðum með aukahund um helgina. Hún Líf ömmustelpa ætlar að vera hérna meðan pabbinn hennar skreppur frá um helgina. Hún er ekki óvön að koma hér þannig að þetta verður ekkert mál. Hérna eru strákarnir kúlulausir þannig að ekkert svoleiðis verður í boði. No doggy porn hehe
Hérna er hún að spá í afhverju hún er lokuð úti !
Helgin mun annars fara í vinnu, heilmikla vinnu með mislöngum hléum. Ég veit ekki alveg hvort mér tekst að vera eitthvað á netinu um helgina en það kemur í ljós. Ég er sem betur fer eldfljót að pikka inn en talsvert lengi að hugsa... kannski aldurinn eða stjörnumerkið .
Ég held að hérna séu einhverjir vina Himma að lesa. Endilega sendið mér tölvupóst ef þið viljið deila skemmtilegum minningum um hann, ég birti ekki nema það megi.
Ein bloggvinkona mín er aðeins í fári með kerfið. Sjá komment við næstu færslu. Ef einhver hér treystir sér til að leiðbeina henni þá yrði ég þakklát. Ég er alls ekki svo tölvuklár sjálf...því miður. Það tók mig marga mánuði að ná að því að setja inn link og það var ekki fyrr en Keli kenndi mér það...takk Keli minn
Hafið það gott elskurnar um helgina og munið að vera dugleg við ljósasíðurnar mínar sem ég held svo uppá.
Ef ég er á msn og svara ekki þá er ég líklega upptekin, það er bannað að móðgast yfir svoleiðis
Athugasemdir
Gangi þér vel um helgina. Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 5.10.2007 kl. 17:25
Awww hvað hún er sæt þarna á glugganum. Gangi þér vel um helgina dúllan mín og ofkeyrðu þig nú ekki. Þú þarft að passa upp á svefninn og svona.. passa að fá nægan svefn. Það skiptir svo miklu máli.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.10.2007 kl. 18:04
Krúttið í glugganum Góða helgi
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 19:28
Allt í hund og kött semsagt, vantar þig ekki bara kött til að fullkomna dýradæmið. Gott hjá þér að hvetja vini Himma til að deila sögum með þér og vonandi okkur, gaman fyrir ykkur að heyra fleiri hliðar á lífi hans. Helgarknús
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 19:41
Engin móðgast við þig Ragga mín, Æ hvað hún er mikil dúlla hún líf.
Já eru þeir kúlulausir litlu strákarnir, illa farið með þá, en minn er líka kúlulaus, ekki mín ákvörðun, mér fannst þetta hræðilegt, en þetta er víst það besta fyrir þessa heimahunda. ég er ekki með msn. því tölvan mín er svo gömul það er eins með kertasíðuna, tölvan mín höndlar þær ekki ásamt mörgum öðrum síðum.
Ætlaði nú að bæta úr því með haustinu, en keypti hjónarúmið og bara
búin að framkvæma of mikið í bili svo það verður að bíða smá.
Eigið þið góða helgi með öllum hundunum og hvort öðru.
sendi þér orkukveðjur svona upp á vinnuna snúllan mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2007 kl. 20:42
Njóttu helgarinnar þrátt fyrir mikla vinnu. Knús og klemm
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 21:03
Ásdís mín, þeir elska kisur mínir strákar. Hjalli kemur stundum með kisu sína með sér og þá er gaman hjá þeim.
Ragnheiður , 5.10.2007 kl. 21:12
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 01:21
Takk fyrir bónorðið Ragnheiður mín. ég hef ekki rennt í gegnum bloggvinalistann í óratíma heldur klikkað inn á fólk í gegnum komment hér og þar. Hélt við værum tengdar nú þegar
Jóna Á. Gísladóttir, 6.10.2007 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.