Jæja

komin heim ...búin að taka Björn af stallinum og sé hann eins og hann er, ungur maður. Hann á eftir að gera vitleysur í lífinu en það breytir engu. Málið er hvernig maður leysir vitleysurnar sem maður gerir, það sýnir manns innri mann.

Þau eru öll yndisleg, krakkarnir mínir. Ég er glöð þegar vel gengur enda keppast systur nú við að segja mömmu einkunnirnar sínar úr skólaprófum...það er snilld.

Heyrði ekki í Hjalla í gær og var aðeins óróleg. Svo hringdi hann þessi ljúfi strákur og sagði: mér datt í hug að þú hefðir áhyggjur en hér er allt í besta lagi. Hann var nebblega að fá sér bíórásina og situr nú heillaður og horfir á sjónvarpið sitt.

Ég hef svolítið látið þau spjara sig sjálf. Stend í þeirri meiningu að mamman eigi ekki að vera að ryðjast ofan í allt en eigi samt að reyna að vera til staðar ef þess þarf með.

Oftast hefur mér fundist ég bregðast -gera vitlaust og bara ekki vera nærri eins gott foreldri og ég hefði viljað. En svo sé ég líka að ég get náttlega ekki brugðist við nema eins og ég geri, þetta er þó ég.

Krökkunum hef ég alltaf viljað það besta en stundum hafa aðstæður sett alvarlegt strik í góðar áætlanir.

Nú er ég að verða óskiljanlegur bullari en viti menn, þessi dagur er farinn og kemur ekki aftur. Næstu minnismerki verða sunnudagar fram að 19 október. Þá verða liðnir 2 mánuðir -óhugnanlega lengi að líða þessi tími en litið til baka þá er þetta eilífð.

Hundar fóru til dýró í dag. Ormalyf og Parvó, svo fékk Keli klóaklippingu við engar vinsældir. Það er glataðasta verk ever segir hann og ætlar að bilast úr hræðslu. Hann lifði þetta þó af með herkjum en er búinn að vera hundlasinn í allt kvöld. Gubbaði út um allt þannig að Bjössi var að gerast hreingerninga og hjúkrunarkona. Nú sefur Keli greyið hérna hjá mömmu sinni, alveg búinn á því. Lappa hinsvegar brá ekki við.

Nú býð ég góða nótt og minni á ljósin hjá okkar fólki. -------------------------------------> linkar þarna

Já svo er ég með link á nunnurnar hér í Hafnarfirði. Það er margt fallegt til sölu í klausturversluninni. Endilega skoðið vefinn, sérstaklega þið kertakonurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að allar mömmur (og pabbar) efist einhvern tíman um hvernig þeir standi sig í uppeldinu, það er svo margt, sem glepur unglingana, við gerum bara okkar besta og vonum það besta líka. Meira er ekki hægt að fara fram á. bestu kveðjur.

þþ 

þþ (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, við gerum okkar besta, ekki er hægt að ætlast til meiru af okkur, þó að stundum kunnum við ekki öll svörin. Ekki hægt að ætlast til þess. Til hamingju með stallsviptinguna og einkunnirnar. Knús til þín

Bjarndís Helena Mitchell, 5.10.2007 kl. 01:16

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Ragga mín, ég er löngu vöknuð og engar fréttir
af barnsfæðingu, þetta hlýtur að vera stelpa, láta þær ekki alltaf standa á sér,Ha.Ha.
auðvitað gerir maður sitt besta í öllum málum sem koma upp á í lífinu, og sér í lagi fyrir börnin sín, ég hef alltaf sagt,
maður gefur þeim kærleikann, virðinguna, traustið og agan,
og getur lítið annað gert, nema að sjálfsögðu að vera vinur þeirra.
                        Eigðu góðan dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2007 kl. 06:23

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleymdi að tala um Kela og Lappa, greyin æ þetta eru nú bara eins og lítil börn, svo þykjast þeir vera svo stórir svona á stundum,
en gerum við ekki allt fyrir þá alveg eins og börnin okkar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2007 kl. 06:29

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég held að við gerum alltaf það besta sem við getum fyrir börnin okkar stelpurnar þínar eru svo duglegar báðar í skóla, ég er nú svo lánsöm að hafa þekkt Hjalta, Bjössa og Himma síðan þeir voru litlir strákar og þeir voru mjög duglegir og heilbrigðir strákar allir með sín sér einkenni og ég hef svo mikla trú á Hjalla og Anítu að þau komist út úr þessu veseni sem þau er að takast á við núna og Bjössi er bara svo ljúfur og góður og það er þannig hér að þegar hann kemur heyrist BBBjjjjjöööösssiii hjá litlu systkinum hans og svo þegar hann fer þá er afhverju er Bjössi bróðir farin.... eigðu góðan dag Ragga og byð að heils öllum.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 5.10.2007 kl. 08:19

6 Smámynd: lady

hvað geri maður til að setja nýja mynd  á forsíðuni hjá mér þar sem sest í mig eina ,en mé rlangar að setja aðra mynd ef þið vita hvernig það er gert,þá væri ég þakklát að láta mig vita hvernig það er gert kveðja Ólöf

lady, 5.10.2007 kl. 10:56

7 Smámynd: kidda

Knús og klús fyrir daginn

kidda, 5.10.2007 kl. 12:43

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er eðlilegt að efast og þannig þroskumst við, ekki gleypa hrátt. Þú ert góð móðir það er ekki spurning. Maður má ekki alltaf vera með nefnið oní öllu hjá þeim, en alltaf að vera til staðar hefur verið mitt mottó.  Ég sagði þeim öllum að þau væru aldrei lengra en einu símtali frá mér og það hafa þau öll notað sér þó svo um miðja nótt sé. Ég vil frekar láta vekja mig heldur en að barninu mínu líði illa og það sé einmana, ég sofna bara aftur þegar ég get.  Eigðu ljúa helgi og ég vona að ræfils hundurinn sé að jafna sig.

 You’re The Best 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband