Að gera kröfur
4.10.2007 | 17:08
sem eru þess eðlis að kannski er ekki hægt að standa undir þeim er ekki mjög gáfulegt. Að þykjast svo vera í góðu sambandi við sitt fólk og sitja í miðri blekkingunni er jafnvitlaust. Ég hef oftar en ekki lagt kröfur og skyldur á herðar Bjössa sem eru meiri en á önnur börn mín. Ég hef haft hann sem minn trúnaðarvin og ætlast til þess bláköld af honum að hann geri ekkert sem brýtur í bága við mína ofurtrú á honum. Hann er að verða tvítugur og kelling móðir hans hefur bara ætlast til þess að hann reyki ekki, drekki ekki og noti ekki nein efni sem skekkt geta skynsemi hans. Án nokkurs tillits til hans aldurs og því sem aðrir ungir menn aðhafast þá hefur kelling haft hann í fílabeinsturni og neitað að sjá hvað hann er, hann er ungur maður sem á að lifa lífinu sínu án þess að mamma sé sífellt ofan í öllu.
Hann hefur horft á vegferð bræðra sinna. Hilmar endalaust í klandri vegna afbrota sinna. Hjalti í öðruvísi klandri vegna fíknar sinnar. Og hann tók þá einu ákvörðun sem hann gat. Hann fer sínu fram á bakvið mig til að forðast að særa móður sína sem hefur troðið honum gegn hans vilja upp á þennan voðalega stall.
Fyrirgefðu Bangsi minn, mamma skal reyna að leyfa þér að eiga lífið þitt í friði. Mundu bara að sama hvað gerist þá elska ég þig og það er enginn OFF takki til á því.
Lenti svo annars í óskemmtilegri reynslu en upplýsingar um það fást í gegnum msn. Birti ekkert nema mér finnist það eðlilegt.
Athugasemdir
Sæl Ragga mín. Vel hugsað og skrifað hjá þér. Skil svo vel ferlið, ofvernda þá sem yngri eru vegna hinna eldri og gleyma að hver og einn er hann sjálfur ekki neinn annar. Viltu senda mér í pósti það sem ekki má birta.? knús til þín elskan.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 17:29
Flott og einlæg færsla. Auðvitað vil maður vernda börnin sín. En þú ert auðvitað algjör dúlla Ragga mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2007 kl. 17:37
Góður pistill hjá þér
Þetta með off takkann er ansi vel orðað hjá þér. Væri stundum gott að vera með svona on/off takka stundum
kidda, 4.10.2007 kl. 17:42
:) elska þig líka mamma mín fyrir mér að lifa lífinu er að sitja heima að slappa af með múttu þannig ég tel þetta ekki vera neitt slæmt bara þægilegt nuna fyrst eg þarf ekki að fela þennann hlut og líða eins og eg sé að ljúga að þér i hvert sinn sem eg kveigti mér i sígó
Björn (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 18:07
Eðlilegasta tilfinning í heimi er að vilja vernda börnin sín.
Það er ekkert sem maður myndi ekki gera fyrir þau. Knús á þig Ragga mín, þu ert bestust.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 19:48
Þetta er alveg dagsatt og ef við erum með kröfur þá fara þau bara á bak við okkur, og allir vita allt nema við,Æ.Æ.
Þau þroskast ekki nema við sleppum.
Ég var engu betri en þú Ragga mín og á það til ennþá að stjórnast.
Æ hvað þetta eru góð skrif frá þér til múttu þinnar Björn,
gangi þér allt í haginn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2007 kl. 19:54
Góð færsla hjá þér.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 21:07
Ég skil þetta sem þú segir en börn bregðast oft þannig við gangnvart systkinum sínum þegar út af ber að þau forðist það sem út af ber. Þetta þekki ég. Leitt að heyra að þú lentir í leiðinlegri reynslu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.10.2007 kl. 21:19
Meðalvegurinn er ekki svo auðrataður, en það er alveg víst að móðurástin liggur að baki. Guð blessi þig Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 21:20
Móðureðlið er sterkt og það fyrsta sem maður vill er að vernda þessi kríli manns alveg sama hversu gömul þau verða. Frábær færsla.
Bergdís Rósantsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:59
Tek undir það, Karmelklaustur er kaþólskara en páfinn, kveðja Einar
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2007 kl. 13:33
Æi hvað þetta var krúttlegt færsla og ekki skemmdi kommentið frá Birninum þínum fyrir. Við lærum svo lengi sem við lifum. Og hvers virði væri þetta allt ef við kæmum fullkominn í þennan heim. Lærum af mistökunum og verðum betri manneskjur fyrir vikið, betri foreldrar. Knús til ykkar Ragnheiður mín.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.10.2007 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.