Lyfið margumtalaða
3.10.2007 | 21:08
Eins og nauðgun er skelfilegur glæpur þá má forðast að hengja bakara fyrir smið. Hér gekk um átak um að koma þessu lyfi af markaði vegna þess að talið var að nauðgarar nýttu það við ofbeldisverk sín. Ég hélt að þetta lyf skildist út úr líkamanum mun hraðar en kemur fram í grein landlæknis.
"Í erlendum vísindagreinum um þessi efni kemur fram að tiltölulega sjaldgæft sé að læknislyf séu notuð í þessum tilgangi. Flunitrazepam sker sig þar ekki úr, jafnvel í þeim tilvikum þar sem fórnarlömbin telja að svo kunni að hafa verið og sérstaklega er eftir því leitað í sýnum innan þess tíma sem það á að greinast, en eftir inntöku 1 mg af flunitrazepami má finna það í þvagi í 2 4 sólarhringa. Oftar en ekki reynist áfengisprósentan sjálf nægileg til þess að skýra minnisleysið, en kannabis er næstalgengast í þessum sýnum"
Leturbreyting mín.
Þarna hefur það verið rekið ofan í mig.
Svo var annað sem ég var að pæla í...ef minnið um atburðinn er ekkert, verða þá afleiðingar eins slæmar og við "hefðbundnar" nauðganir ?
Hvað haldið þið um það ? Það má vera að einhverjum finnist þetta asnalegar pælingar en þá það...
Hérna er slóð á grein landlæknis um málið.
Athugasemdir
Nauðgun er skelfilegur glæpur og ég get ekki ímyndað mér að hann verði neitt skárri fyrir það að konan muni ekki atburðin í smáatriðum. Það hefur verið ráðist inn í líkama konunnar, við hvaða aðstæður sem það annars er gert.
Ég er ekki sammála að eitthvað hafi verið rekið ofan í einn eða neitt. Við vitum t.d. ekki hvort það er tekið lyfjapróf af þeim fáu sem kæra nauðganir eða fara á neyðarmóttöku. Þannig að þetta þarf nú að úskýrast aðeins nánar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 22:59
Ég er ekki viss um að afleiðingar fyrir fórnarlambið sé eitthvað léttvægara einungis vegna þess að minnið er ekkert. Það eitt og sér að muna ekki, en vita að hræðilegur atburður gerðist, er tilefni til hræðslu og martraða fyrir fórnarlambið. Kannski jafnvel í víðara samhengi en í þeim tilfellum þar sem minnið er til staðar. Ég held að seint verði hægt að meta hversu þungbær afleiðingin er á nauðgunum byggt á þessum rökum. Við erum jú öll einstaklingar með mismunandi þröskulda og mismunandi upplifanir. Nauðgun er alltaf nauðgun, sama hvernig staðið er að henni.
Bjarndís Helena Mitchell, 3.10.2007 kl. 23:39
Það hefur komið upp mál ekki fyrir löngu síðan þar sem stúlka kærði mann fyrir nauðgun en mundi lítið sem ekkert eftir atburðinum sökum ölvunar. Maðurinn neitaði alltaf. Hann var dæmdur þrátt fyrir það. Seinna bar stúlkan kæruna til baka, vegna þess að hún var farin að muna þetta eitthvað betur eða komin með samviskubit og sagði þá að maðurinn hefði ekki nauðgað henni. Maðurinn var hins vegar kominn í fangelsi. Þetta mál er því miður ekki einsdæmi, en þau fara alltaf hljótt í fjölmiðlum. Stúlkan fékk skilorðsbundinn dóm.
Það er dæmt stundum í svona málum á orðum gegn orði og dómum í nauðgunarmálum hefur fjölgað mjög mikið. Mín skoðun er sú að strákar og menn eru afar varnarlausir í þessum málum, þótt ljótt sé frá að segja. Ég er alfarið á móti öllu ofbeldi og hef megnustu óbeit á nauðgunum. Mér finnst það líka alvarlegt að kæra menn fyrir nauðgun og það skyldi aldrei líta á það sem léttvægt.
"Ég kæri þig fyrir nauðgun helvítið þitt!", heyra víst strákar oft ef stelpum líkar ekki við þá.
Þetta er skelfilegt finnst mér. Ég held að ég sé ein af fáum sem þori að skrifa um þessa hlið málanna og fengið ákúrur fyrir. Mér er þó alveg sama. Mér finnst stelpur og konur líka eiga að vera ábyrgar í sinni drykkju ekkert síður en karlmenn.
Annað.............. Bestu kveðjur til þín min kæra. Þú ert frábær! Kærleiksknús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.