Ákvörðun komin

ég nenni ekki að vera í dramatískri fýlu. Enda yfir hverju ? Þeirri tilfinningu að standa ein eftir eins og asni yfir að vita ekki það sem ég mátti vita ef ég væri að fylgjast með ? Mér líður náttlega eins og sauði en það er nú eitthvað sem ég er vön. Ég er algjör sauður oftast nær.

Búin að eyða deginum í fundahöld í vinnunni minni, margt spennandi framundan í vetur.

Skottálfarnir mínir voru fegnir þegar ég kom heim. Þeir eru eins og mannabörn, urðu að sjá í töskuna mína og spyrja hvar ég hefði verið. Þegar við komum með innkaupapoka þá skoða þeir ofan í alla poka til að gá hvað við keyptum.

Það eru skemmtilegar hvolpamyndir hjá henni Huld (www.ringarinn.blog.is )

Munið svo öll ljós fyrir alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ljós til þin og þinna og elsku Himmans þíns.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 18:58

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kisurnar mínar eru líka voða forvitnar þegar ég kem heim með vörur en oft leynist kattamatur handa þeim og það er alltaf jafnspennandi. Æ, hvað ég hlakka til að sjá krúttin þín þegar ég kem í heimsókn. 

Knús til þín fyrir kvöldið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.10.2007 kl. 19:01

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knúsaðu vóffana.  Hvað vissurðu ekki, ég ein spurning?

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 19:11

4 Smámynd: Ragnheiður

Lu Bear ala smoking...Jenný mín

Ragnheiður , 3.10.2007 kl. 19:18

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Perla mín fer líka alltaf á kaf ofan í innkaupapokana, vonandi endar það ekki í 5 hausum í viðbót!

Huld S. Ringsted, 3.10.2007 kl. 19:29

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Mín gera þetta líka, svo er tekið til við að fagna manni heim. Keppst um að fá klapp og knús og mikil læti, Chiquita klagar og röflar mest líka. Knús og gott að þú nennir ekki þessari fýlu, hún lagar ekki neitt.

Bjarndís Helena Mitchell, 3.10.2007 kl. 19:49

7 identicon

Hæhæ, alveg dáist af þér og þínum skrifum. Sit alveg límd yfir þessu á hverjum degi ;)

 Eitt sem ég var að spá, ég er alltaf að kveikja á kerti fyrir Himmann þinn en veit ekki alveg hvort ég er að gera rétt... er alltaf að reyna að sjá hvort að þeim hafi fjölgað en sé það ekki....

Ekki væriru til í að segja svona tölvuimbum eins og mér hvernig maður kveikir á kertunum :)

Kv. Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:05

8 Smámynd: Ragnheiður

Sæl Kristín...

Maður velur kerti sem ekki logar á. Svo smellir maður á það. Þá kemur gluggi upp þar sem hægt er að skrifa kveðju og minni gluggi þar sem maður getur sett stafina sína í. Næsti gluggi bíður upp á leiðréttingu ef þess þarf og þá smellir maður á kertið. Svo kemur upp hvort maður vilji senda kveðjuna í email, ég sleppi því venjulega. Aðalmálið er að lesa sig áfram....og bara prufa. Okkur Himma er alveg sama þó það komi einhver aukakerti á meðan einhver æfir sig.

Ragnheiður , 3.10.2007 kl. 20:13

9 identicon

ó.... ég sem smellti alltaf á EXIT og hélt aldeilis að ég væri að kveikja á kerti.... humm jæja fer bara í átak að ná upp þeim kertum sem ég hef "kveikt á" en bara í huganum ;)

Kristín (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband