Upp komast afbrot um síðir
2.10.2007 | 19:44
Bjarndýrsdruslan mín er nú alveg metfé. Hann er farinn að reykja...hrmpf......ekki smart múv.....Jæja það þýðir ekki um það að fást. Pabbi hans vissi um þetta hehe og sagði víst við Björn að honum væri óhætt að segja móður sinni þetta...mamman væri ekki þannig að hún yrði alveg biluð yfir þessu. Mér þótti nú nokkuð vænt um að hann myndi segja þetta :) takk Gísli.
Svo langar mig að biðja ykkur um að senda hlýjar hugsanir til hennar Gillíar og kveikja ljós fyrir hana. Þið eruð orðin alveg sérfræðingar í svona ljósum Kertasíðan hennar er hérna. Ennfremur vil ég sýna ykkur slóðina á síðuna hennar (www.gislina.blog.is ) .
Athugasemdir
Þetta minnir mig á þegar frumburðurinn var að reykja á bak við mig. Þarf að blogga um það. Hehe, takk fyrir pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 20:02
Jæja ertu búin að fá að vita þetta það kom okkur samt mikið á óvart að þú vissir þetta ekki,en ef við reykjum sjálf þá er ekki eins víst að við finnum liktina af þeim hehehe en knús á ykkur frá okkur hér...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.10.2007 kl. 20:12
en svona til viðbótar...sagði hann þér hvernig hann sagði pabba sínum þetta ?...hann gerði það í gegnum tölvuna og sagði okkur seinna að hann hafi svitnað MIKIÐ....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.10.2007 kl. 20:15
Hæ Ragga mín, nei maður getur ekkert sagt.
Ég man þegar mín elsta sagði mér frá því að hún væri byrjuð að reykja, hélt að ég yrði öskureið nei nei ég gaf henni bara pakka
og hún fór út með það, kom eiginlega strax aftur og beint að sofa.
Algjört spennufall.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.10.2007 kl. 20:17
Ég fann einmitt einhverja lykt af honum meðan ég var hætt að reykja. Vildi bara ekki trúa þessu á hann kappann...
Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 20:19
Takk Ragnheiður fyrir hlýjuna.
Anna Einarsdóttir, 2.10.2007 kl. 20:38
Já, þau reyna alltaf að fela þetta skottin. Þegar minn 88 módel byrjaði var hann 16 ára og ég fann sko strax lyktina. Hann hélt bindindið í skólanum en byrjaði strax í fyrstu vinnunni. Gott að vera komin í samband aftur, hef saknað þín, var að skoða myndirnar af leiðinu hans Himma, þú hugsar vel um það. Þegar ég las skriftina á kortinu frá vinum Himma þá fann ég svo vel hvernig þeim leið, elsku strákarni, það eru margir sem sakna mikið. Kær kveðja til þín vina mín og takk fyrir alla hlýjuna.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 20:42
Minn eldri reykir og það er tiltölulega stutt síðan hann fór að reykja fyrir framan foreldrana. Ég bannaði honum það
Hins vegar þekki ég eina sem er komin yfir 30 árin og hún reykir ekki á æskuslóðum, þ.e. hjá foreldrum. Ekki einu sinni þó hún sé þar í nokkrar vikur
Mér finnst það hins vegar algjör óþarfi hjá börnum manns að apa þetta eftir manni :(
kidda, 2.10.2007 kl. 20:53
Það er einmitt óþarfi að apa þetta eftir manni hehe. Eins og maður sé sjálfur ekki nógu aulalegur reykjandi ?!
Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 20:55
Hæ Ragga. Minn elsti byrjaði að reykja, en er nú hættur aftur. Honum fannst þetta aldrei gott. Honum fannst þetta bara töff. Svona er nú ungdómurinn grunlaus um hættur heimsins.
Annars er ég búin að sitja sveitt að lesa. Síðustu daga hef ég ekkert verið við tölvuna, þannig að ég hef nóg að gera við að fara yfir allt.
Knus á þig yndislega kona. Mér þykir vænt um þig.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:47
Úff ég man vel hvað mér kveið fyrir að foreldrar mínir kæmust að þvi að ég var að reykja, ég fór alltaf í göngutúr eftir alla máltíðir...þau skyldu ekkert í því hvað dóttir þeirra var allt í einu dugleg að hreyfa sig hehe..
Knús á þig
Benna, 3.10.2007 kl. 00:06
Mikið er þetta sæt mynd af okkur kertavinum þínum
knús inn í nóttina :)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 00:09
ehemm já held ég hafi nú óvart haft vitneskju um þetta í mjög langann tíma... eða nei .. eða jú eða *flaut* Sumu heldur maður bara fyrir sig
Hjördís Edda (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 00:54
hehe það vissu þetta allir nema ég...og ég vissi það ekki vegna þess að ég vildi ekki vita það. Þú hefðir átt að sjá fárið sem greip mig þegar hann náði sér fyrst í kærustu hehehe
Sko hann er yngstur og mamman alveg með hann í vasanum (að eigin áliti) hehehhe
Ragnheiður , 3.10.2007 kl. 01:00
Minn elsti er byrjaður að reykja, en er ekkert að fela það, því miður segi ég, því þá væri kannski von að hann myndi hætta bara. En hann reykir eins og strompur líka hér heima. Ég vona bara að mér takist að hætta sjálfri og hamra svo á honum með þetta. Er að taka inn Champix lyfið og vona að það virki fyrir rest. Knús og góða nótt
Bjarndís Helena Mitchell, 3.10.2007 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.