margt bilað
1.10.2007 | 21:12
í samfélaginu. Maggi er með fantagóða færslu í dag og óskar eftir skoðunum okkar hinna á henni. Færslan hans er hérna . Magnús er í hópi þeirra sem fylla hóp þeirra fötluðu, þeirra sem við hin teljum okkur eiga að sortéra frá vegna þess að þau eru kannski ekki alveg eins og skilgreining okkar um venjulega manneskju. Margt sem Maggi skrifar er bráðgott og hann hefur mörg skemmtileg áhugamál. Magnús minn Korntop, haltu áfram að skrifa og vera þú sjálfur. Ég er hreykin af að vera bloggvinur þinn.
Ég hef oft fjallað um það að lestur á bloggi fólks getur verið afskaplega fræðandi. Ég hef ekki velt neitt sérlega fyrir mér aðstæðum fólks með langveik börn. Einhverfa er til dæmis eitthvað sem ég hef ekki skilið né almennilega fattað hvað er. Þær stöllur www.jonaa.blog.is og www.hallarut.blog.is hafa opnað augu mín svo um munar. Sérstaklega sló pistill Höllu mig í gær, hún fjallar um "ráðagóðu" ættingjana sem sífellt benda foreldrinu á að gera svona eða hinsegin...þá sá ég samsvörunina í mitt líf. Það komu einmitt svona endalausar þreytandi ábendingar í kringum Himmann og ofvirknina hans. Það var jafnvel frá fólki sem þekkti hann ekki af neinu viti en það taldi sig samt vita betur en við, bæði foreldrapörin hans, sem vorum að reyna að aðstoða hann við sitt líf.
Ég vil líka minnast á bloggið hennar Jennýar, www.jenfo.blog.is . Hún er afar skemmtileg og góður penni. Íslenskan leikur á fingrum hennar svo unun er á að horfa.
Munið Himmaljósin fallegu
Athugasemdir
Mikil og harðvítug umræða fer nú fram um Einhverfu og Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun. Þar fer fremstur í flokki sálfræðingurinn Pétur Tyrfingsson. Hann hefur farið langt yfir strikið í gífuryrðum um þá sem leggja stund á þessa heilunarmeðferð. Ég tel persónulega að það hljóti að vera val hvers og eins að fara í slíka meðferð. Orðin lækning og læknir eru svo heilög í hugum heilbrigðisstétta að það nálgast trúarofstæki. Það sem fer mest fyrir brjóstið á Pétri sálfræðingi er að mínu viti að það skuli vera kollegi hans í faginu sem mælir með þessari meðgerð fyrir einhverfa. Ég ætla ekki að leggja dóm á áhrif þessarar meðhöndlunar á hvern og einn´og varast að nota orðið lækning, en ef það tekst að bæta líðan og færni þessara einstakling með heilun hvað sem hún heitir, þá er það vel.
Dæmum ekki aðferðir við heilun, ef þær bæta líðan og hjálpa fólki að ná bata, þa´er vel. Guð blessi þigFríða
Fríða (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:43
Varðandi bótaskóginn fyrir þá sem verða óvinnufærir, þá setti ég þessar upplýsingar inn á bloggið hjá Gíslínu og læt það hér til upplýsinga.
Það er verið að vinna að endurbótum á þessu gatslitna kerfi. Annarsvegar er verið að endurskoða bótafrumskóginn hjá Tryggingastofnun og ég veit ekki nægilega mikið um þá vinnu til að geta sagt neitt bitastætt um hana. Það kemur væntanlega fram frumvarp um málið í heild á næstu mánuðum. Varðandi tekjutengingar þá er ég að vona að á því tekið sem allra allra fyrst. Þar sem ég er að vinna hjá verkalýðsfélagi, þá er vinna í gangi við tillögur að gagngerum breytingum að veikindarétti og greiðslum til fólks sem verður óvinnufært. Í stuttu máli eru tillögurnar þannig að veikindaréttur verði 2 mánuðir eftir 2 ár á vinnumarkaði. Þau réttindi flytjist milli vinnustaða svo fólk þurfi ekki að vinna sér inn veikindarétt aftur og aftur. Þegar veikindarétti líkur leitar fólk til síns stéttarfélags og fer þar beint á bætur hjá sjóði sem hefur fengið nafnið Áfallatryggingasjóður. Endurhæfing hefst á sama tíma og er hún greidd af sjóðnum. Endurhæfing verður sniðin að þörfum hvers og eins og þar er verið að tala líkamlega, andlega og félagslega uppbyggingu. Nám og starfsþjálfun verður líka í boði. Fólk á að fá bætur úr þessum sjóði í tiltekinn tíma og ef viðkomandi er enn óvinnufær að þeim tíma liðnum, taka örorkubætur við.
Þetta er mjög lausleg lýsing á þeim hugmyndum sem verið er að móta. Það eru Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands sem settu þessa vinnu í gang, en fleiri aðilar, svo sem Lífeyrissjóðir o fl eru með í ráðum. Kerfið eins og það er í dag er handónýtt og brot á rétti einstaklinga.
Vænti þess að góð réttarbót komi út úr þeirri vinnu sem nú er í gangi varðandi þessi mál. Guð blessi þigFríða
Fríða (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:48
Takk fyrir að sýna mér þessar síður hef fylgst með þeim sumum en þessi pistill hjá Höllu Rut er snild og ég er svo ánægð að öll börnin mín hafa einmitt fengið að kinnast einhverfu á leikskólanum og svo seinna í skólanum og ég tel að þau sér ríkari fyrir vikið Takk aftur og góða nótt.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.10.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.