Mér líst að þetta
1.10.2007 | 18:32
en skildi ekkert í þessu fyrst þegar ég sá bleika toppmerkið. Ég hef einmitt oft hugsað með mér að leigubílar á ferð um allt eru ágæt auglýsing en með ákveðnum annmörkum. Þeir keyra ekkert endilega allir eins og þeir eiga að gera og sumir bílanna eru ekki nógu vel þrifnir. Ég sjálf reyni að aka þannig að ég verði ekki mínum vinnustað til skammar en lendi stundum í að fólk lætur bitna á mér pirring sem hefur skapast af öðrum leigubílstjórum. Ég nota helst aldrei flautuna í bílnum mínum, man oftast ekkert hvar hún er. Ég sendi fólki heldur ekkert puttann þó það keyri í veg fyrir mig. Ég hugsa hinsvegar viðkomandi þegjandi þörfina enda á ég mínar hugsanir skuldlaust. Hehehe.
Minn karl er í skoðun eins og er. Það er samt ekkert alvarlegt að hrjá hann,ég sat hjá honum áðan og það var kominn á hann mikill prakkarasvipur sem sagði mér einfaldlega það að hann væri í góðu lagi bara. Honum leiðist hinsvegar að hanga þarna og var kominn á fremsta hlunn með að aftengja allt sem við hann hékk og stinga af með mér heim. Hann veit að ég er að elda kjöt í karrý hérna heima. Hann langar í það.
Leigubílar skipta út gula litnum fyrir bleikan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.