Myndir af ökutækinu mínu
1.10.2007 | 13:54
Jæja hérna eru þær komnar myndirnar af Bonzó mínum. Hann hangir inni hjá þeim í krók og verður tekinn inn á verkstæði á miðvikudag,fimmtudag. Þá byrja þeir á að rífa hann til að sjá hversu víðtækar skemmdirnar eru. Það er allaveganna farinn vatnskassinn sem er þarna fyrir innan og kannski eitthvað meira. Þegar honum var ekið upp á pallinn á króksbílnum þá kvartaði hann og sýndi öll möguleg aðvörunarljós. Honum var sem sagt illt í hinu og þessu sagði hann.
Athugasemdir
Burtséð frá veikindum Bonzo þá er þetta eðalvagn hinn mesti. Vááá
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 14:32
Já hann er það. Ég hef lent í veseni með að ná honum út af verkstæðum, menn vilja ólmir kaupa gripinn enda afar fallegur og heill bíll þó að nebbinn sé núna í hálfgerðu fári.
Ragnheiður , 1.10.2007 kl. 14:41
Gott að hann komist til bíladoktors í vikunni. Vona að doktorinn nái að koma honum til fullrar heilsu á ný
kidda, 1.10.2007 kl. 15:14
Æ, dúllukarlinn hann Bonzo, vonandi verður hann jafngóður aftur. Flottur bíll, fyrir utan nebbann. Knús til þín, elskan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.10.2007 kl. 17:26
ég ætla að leifa sverri að sjá myndinrar hann hefur svipaðan áhuga á bílum og Himmi bróðir hans....hann spáir mikið í bílana á planinu hjá þér þegar við erum að koma við.
Kveðja til allra frá okkur
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.10.2007 kl. 17:31
Heiður ; já endilega. Nú verður Sverrir hneykslaður á þessu öllu hehe
Ólafía og Gurrí ; Bonzó þakkar hrósið og stefnir á að verða jafngóður og sætur bíll
Ragnheiður , 1.10.2007 kl. 17:49
Skilaboð til Röggu frá sverri æj hvað kom fyrir og meiddi Ragga sig þegar hann vissi að þú varst ekki á bílnum vildi hann fá að vita um bílstjóran hvort hann meiddi sig svo sagði hann greyjið bíllinn hennar Röggu
Kveðja Sverrir
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.10.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.