sunnudagar

eru ekki uppáhaldsdagar hjá mér. Mér finnst þeir dálítið glataðir og myndi helst vilja sleppa þeim. Ekki þar fyrir, ég myndi vilja sleppa öllum dögum, enginn þeirra er merkilegur eða hefur neinn tilgang.

Fór að spá í með mömmuna sem gekk með barnabörnin. Jú ég hefði líklega gert þetta fyrir dæturnar mínar ef þær hefðu engan veginn getað gengið með sjálfar. Ég er ekki eins gömul og þessi kona þarna sem um ræðir. Ég er þó enn bara 44 ára.

Ég hef sjálf ekki persónulega reynslu af því að missa fóstur eða ganga illa á meðgöngu. Ég á eina systur og hún fékk sko sinn skerf af slíkum erfiðleikum. Hún er hetja og kraftajötunn. Það var ofsalega erfitt þegar hún gekk með börnin sín, skelfingin ætlaði að kæfa mann en ekkert þorði maður að segja við hana. Þegar loksins gekk að eignast strákgorminn hann Hauk uppáhaldsfrænda þá var mikil og sönn gleði. Þegar Pétur var á leiðinni þá var ég mun rólegri. Þá var búið að finna örugglega vandamálið og hægt að koma í veg fyrir fósturlátið.

Hún kannski skammar mig fyrir að vera að blaðra þetta

Góða nótt og Himmaljósin...Klúsi klús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: lady

þú ert algjör hetja til lukku með viðtalið sem var í mannlífinu alveg aðdáuvert ,þú ert búin að gefa mér mikið, takk fyrir mig

lady, 30.9.2007 kl. 23:28

2 identicon

Sæl.

Ég vil votta þér mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls sonar þíns. Sjálf missti ég son minn 5 mánaða gamlann eftir illvíga baráttu við erfið veikindi. Ég þekki það ekki að fylgja barninu mínu útí lífið og svo þurfa að kveðja það...nógu erfitt er að eiga það og kveðja án þess að barnið vaxi úr grasi. En móðurástina þekki ég vel og því sendi ég þér kærleiksstrauma frá öðru syrgjandi móðurhjarta.

Svala Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Þórdís tinna

Elsku Ragnheiður- vildi bara að þú vissir að ég kíkji á þig daglega og vildi bara kasta á þig kveðju- Guð veri með þér

Þórdís tinna, 30.9.2007 kl. 23:41

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekkert skrítið þótt sunnudagar séu erfiðir, þú upplifðir ansi slæman sunnudag fyrir nokkrum vikum. Vona bara, gullið mitt, að þér takist að breyta komandi sunnudögum í pönnsudaga eða eitthvað slíkt. Sofðu RÉTT, elskan mín, með hallamál og hvaðeina. Hugsa mikið til þín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 23:45

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góða nótt, annar dagur á morgun. Klúsi klús

Bjarndís Helena Mitchell, 1.10.2007 kl. 00:14

6 identicon

Góða nótt, sofðu bæði rétt og rótt

kidda (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 00:27

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég ætlaði að vera búin að kommentera á Mannlífsviðtalið.  Flott hjá þér.  Góða nótt og sofðu rótt elsku Ragnheiður mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2007 kl. 00:34

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góða nótt

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.10.2007 kl. 01:03

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sunnudagar eru öngvir dagar sagði amma mín í denn.  Ég vil hafa tvo laugardaga í staðinn.  Villtu setja það í nefnd krúttið mitt?  Góða nótt

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2007 kl. 02:09

10 Smámynd: María Lilja Moritz Viðarsdóttir

Þú talar um systur þína sem hetju og kraftajötun, með því að lesa það sem hér er skrifað þá langar mig að segja það sama um þig. ( þrátt fyrir að við séum ókunnar ) :)

takk fyrir kommentið á síðuna mín, hér getur maður ekki annað en skilið eftir spor.

Samúðarkveðjur vegna Hilmars, hann á góða móður!

María Lilja Moritz Viðarsdóttir, 1.10.2007 kl. 08:33

11 Smámynd: Benna

Þú ert frábær kona Ragga það sannast alltaf betur og betur

Benna, 1.10.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband