Varðstu reið ?
14.1.2025 | 10:43
Ertu reið við hann var ég stundum spurð eftir að Himmi minn lést þarna um árið á Litla Hrauni.
Ég hugleiddi þetta oft en komst ávalt að sömu niðurstöðu.
Nei ég var ekki reið við hann. Þegar þyngslin í sálinni eru orðin svona þung þá er ekki margt eftir til bjargar.
Ég reyndi að rækta með mér trú á Guð eða eitthvað eftir andlát hans í þeirri von að þá myndi ég þó geta "hitt" hann aftur en svo fjaraði það út og ég gat ekki lifað við þá blekkingu. Núna sé eg fyrir mér að hitta hann aftur þegar ég verð jörðuð við hlið hans í Gufunesi.
Þetta verða átján ár á þessu ári, ættir þú ekki að vera komin yfir þetta kona ? en nei, ég held að þó maður lifi með missinum alla daga þá kemst maður aldrei yfir hann. Hann er sífellt þarna og minnir á sig. Ákveðin lykt eða lög og sviðinn í brjóstinu hefst af alefli.
Kær frændi minn lést 4rða þessa mánaðar.
Mikið rosalega reif það í - hann fór af eigin hvötum. Ég vil nú alltaf trúa því að manni sé markaður timi. Ekki verði feigum forðað né ófeigum í hel komið - eins og þar stendur.
En mikið vildi maður oft geta breytt og lagað og gert bara eitthvað til hjálpar !!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning