að ala nöðru sér við brjóst
20.6.2013 | 17:32
er ekkert spennandi upplifun en það hefur áreiðanlega komið fyrir okkur flest. Ég var að finna eitt svoleiðis dýr.
Þegar maður spreðar væntumþykju sinni á fólk sem reynist ekki þess virði - þá setur mann ögn hljóðan.
Líklega er maður eftir allt svona lélegur mannþekkjari
En það gerir þá bara ekkert til..vont karma mun elta þá uppi sem hafa unnið sér það inn.
Fyndnast er þó að viðkomandi telur sig hafa áorkað einhverju og jú - batt í raun fyrir sín eigin augu. Þetta er áreiðanlega station útgáfan af strútsheilkenninu.
Ég er hinsvegar löngu hætt að afhenda þriðja aðila stjórnina yfir minni líðan. Þar ræð ég og bara ég
Ef þið skiljið ekki rass í bala þá bara hnippið í mig á FB
Annars er allt gott. Allir ágætlega hressir og margt skemmtilegt að gerast :) Ég komst meira að segja upp úr borði 38 í Candy crush saga lol :)
Athugasemdir
Skil þig, sumt fólk getur sko komið manni á óvart, það er svo miklu auðveldara að benda á MÍNA galla en skoða sína eigin, ég er að verða hrikalega vandlát á fólk og mér finnst það æði
Margrét Birna Auðunsdóttir, 21.6.2013 kl. 17:59
Nákvæmlega Bidda. Stundum varar maður sig bara ekki á úlfinum á kafi í sauðargærunni en ég veit það núna.
Ragnheiður , 22.6.2013 kl. 00:07
Elsku stelpan mín, þetta er bara eins og það er. Og það er einhvernveginn sárast að uppgötva að fólk sem maður treystir og þykir vænt um bregst, við látum okkur hafa allskonar skít frá ókunnugu fólki, en hitt er bara sárt. Risa knús
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2013 kl. 00:10
Já Ásthildur mín, ókunnugt fólk skiptir mann ekki máli þegar upp er staðið. Manni er meira sama hvað það veður um. Hitt er verra þegar maður hefur alltaf viljað viðkomandi vel en er svo launað með rýtingi í bakið. Það er verra. Ég er nú samt búin að koma öllu á auðan sjó hvað varðar þennan aðila og nú hugsa ég ekki um þetta meira :)
Ragnheiður , 22.6.2013 kl. 09:21
Gott mál, mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2013 kl. 11:05
Elsku Ragga. Þú ert örugglega ekki vondur mannþekkjari, en svoa er það maður getur alltaf misreiknað fólk og kannski er maður of einlægur. Knús og kossar. <3
Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.6.2013 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.