Óttast uppsögn segir hann
11.2.2012 | 18:46
Hann hefur kennt í 30 ár og telur sig hafa verið innan þess ramma sem hann má vera alla þá tíð. Það getur vel verið, ég veit ekki um það. Hef heldur ekkert fylgst með Snorra.
Það sem hefur breyst er þetta. Fólk bloggar. Fólk telur sig hafa leyfi til að viðra sínar skoðanir og talar um málfrelsi. Í þessari frétt kvartar hann yfir að vera álitinn asni vegna orða sinna.
Fólk hefur að sjálfsögðu málfrelsi en...það er ekkert sama hvernig fólk gerir það. Það er næsta verkefni þeirra sem blogga. Að hætta gífuryrðunum og fækka upphrópunarmerkjunum.
Við þurfum ekkert að viðra skoðanir okkar á öllum málum.
Verum góð - það er betra.
Óttast uppsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér Ragnheiður mín, orð hafa ábyrgð, sérstaklega ef þú ert að uppfræða unglingar þessa lands.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 23:03
Ég er ekki viss um að ef synir minir væru nemendur þessa manns að ég kærði mig nokkuð um að hann kenndi þeim. Hann hefur verið þekktur fyrir sínar skoðanir og hefur ekkert verið að liggja á þeim. Orð og skoðanir hafa ábyrgð sérstaklega í svona viðkvæmum málum.
Kidda, 12.2.2012 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.