Hver er að þýða þessar fréttir ?
16.11.2011 | 00:39
Gúgglaði þann sem drap syni sína og hann skaut þá en í frétt moggans er talað um að hann hafi gefið þeim eitur.
"Aftakan í Ohio var sú fyrsta þar í sex mánuði. Reginald Brooks, 66 ára, var dæmdur til dauðarefsingar fyrir að hafa drepið þrjá unga syni sína árið 1982, er þeir voru í fastasvefni. Gaf hann þeim banvænt lyf. Brooks var 40. fanginn í Bandaríkjunum sem tekinn er af lífi "
Ok gott og vel. Hérna kemur tengill á frétt um málið frá Reuters
Hinsvegar er ég að öllu leyti á móti dauðarefsingum og auga fyrir auga aðferðinni. Hún skilar ekki neinum ávinningi til lengri tíma og mistök eru óbætanleg.
Tveir fangar teknir af lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl vertu það eru flestir á móti dauðarefsingum en þessar eiga réttá sér, hugsaðu þér ílskuna í þeim og hvað hafa þeir gert áður öðru fólki.
Sjáðu norska fjöldamorðingjann hvernig heldurðu að það sé fyrir aðstendur og þá sem lifðu af,
Við getum litið okkur nær fréttirnar um mennina á skipinu sem níddust á 13.ára dreng
hvað á að gera við svona rusl, hugsaðu þér dómana, virðist ekki fá bætur, skipstjórinn slapp, faðirinn dópista gúnga og hinir ganga brosandi fyrir framan næsta barnaheimili eða grunnskóla að leita sér að bráð.
Bernharð Hjaltalín, 16.11.2011 kl. 04:27
Mér er nú sama þó þeir hafi verið teknir af lífi þessir menn, en er ekki alltaf sammála dauðarefsingum.
Þessi upptalning hjá Bernharð fær hárin til að rísa á hausnum á mér, þetta er svo satt hjá honum.
Guð hjálpi ungviðinu okkar.
Þetta með þýðinguna Ragga mín virðist vera daglegt mál að sagt er vitlaust frá og afar algengt er það í fréttum hér heima
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2011 kl. 09:48
Sammála þér Ragnhildur með dauðarefsingar. Þó eru til menn sem eiga sé ekki tilverurétt, eins og til dæmis Breivík sem Benni nefnir hér og fleiri sem eru gangandi tímasprengjur fyrir illvirki. En ef til vill ætti að gera þetta mannúðlegar. Veit ekki. En ég er sammála í flestum tilfellum er dauðadómur bara enn eitt morðið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2011 kl. 10:47
Alveg furðulega slæm íslenskuþýðing á þessari erlendu frétt. Skyldi inntökuskilyrði í blaðamennsku vera fall í öllum helstu námsgreinunum í skóla?
Fjölmiðlar, eða fjórða valdið eins og þeir eru stundum kallaðir ættu í það minnsta að reyna að reynast okkur betur en þessir lýðræðislega kjörnu klúðrarar sem við kusum yfir okkur sjálf. Frjálsir fjölmiðlar á samkeppnismarkaði fara nefnilega að selja fréttir í stað þess að segja þær geta því stundum verið verri en ritstýrðir ríkisfjölmiðlar.
Jóhannes (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 13:39
Ég tel siðaða menn ekki betri með því að skríða niður á plan morðingja og misyndismanna.
Ég styð aldrei dauðarefsingu, aldrei. Ekki einu sinni Brevik.
Takk fyrir góð innlegg..
Ásthildur mín, RagnHEIÐUR....en alls ekki RagnHILDUR
Ragnheiður , 17.11.2011 kl. 03:06
Èg er algjørlega à mòti daudarefsingum (aftøkunni) en tad ad vera à daudadeild ì 20-40 àr ,ì nànast einangrun er mikil refsing .Daudinn er ekki refsing fyrir tetta fòlk heldur lausn. Èg var vegna vinnu/skòlans ì heimsòkn ì hà gæslu-fangelsi ,tvì næst øruggasta ì Noergi (Breivik er ì tvì med hæstu gæsluna ).Tad var krìpì ad hitta tessa menn og hugsa um glæpinn sem vidkomandi hafdi framid,en tà horfir madur framhjà gjørningnum og sèr brotna sàl (oftast margbrotna ).Tad rèttlætir ekki glæpinn sem framinn var og tad tydir ekki minni dòm sem er algjørlega rèttlàtt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 20:36
Fyrirgefðu elsku Ragnheiður mín Þetta var alveg óvart.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2011 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.