Mikið er gott að vera ekki í framboði !
14.11.2011 | 00:32
eins og hann þarna bandaríkjamaður sem ætlaði að leggja niður 3 alríkisstofnanir þegar hann kæmist til valda og mundi bara tvær
ég ætlaði að tuða um tvennt en man bara annað
Í vikunni var jarðaður merkilegur maður, fyrrum seðlabankastjóri, vandaður maður. Eftir að ég sá fjallað um það annarsstaðar þá ákvað ég að lesa minningargreinarnar og þá sérstaklega eftir Davíð, Birgir Ísleif og Hannes Hólmstein.
Það fór hrollur um mig þegar ég sá að menn leyfðu sér að koma með stjórnmálakarp inn í minningarorðin sem þeir sendu inn. Davíð sleppti því. Birgir kom með svona skot en Hannes var alverstur. Rithöfundar ættu manna helst að vita að orð hafa áhrif og orð meiða.
Það er nú ferlegt ef það þarf að fara að setja lesara yfir minningargreinarnar svo þær séu ekki "misnotaðar" á þennan hátt.
Það er til staður og stund fyrir alla hluti.
Athugasemdir
Gott að sjá að þú ert vöknuð aftur, Ragnheiður. Hvað með það þó manngreyið kæmi ekki þessari orkustofnun fyrir sig þarna alveg á stundinni og stressinu? Hann mundi samt hvað hann ætlaði að gera og hefði áreiðanlega getað fundið út nafnið á stofnuninni ef hann hefði verið að því kominn að leggja hana niður.
Sigurður Hreiðar, 14.11.2011 kl. 16:51
Las nú ekki minningargreinarnar, en tek undir það með þér að háttvísar eigi þær að vera, þetta var nú ástvinur einhverra.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2011 kl. 20:18
Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2011 kl. 11:31
Sammála.
Kidda, 15.11.2011 kl. 14:05
Sigurður, takk fyrir það, mér fannst karlinn gleymni skemmtilegur enda kemur það fyrir alla að gleyma. Það er samt verra sé maður í framboði.
Takk stelpur :)
Ragnheiður , 15.11.2011 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.