Hugur minn leitar til ókunnrar fjölskyldu

sem þarf að ganga sporin ægilegu í dag. Þau þurfa að jarða drenginn sinn, miklu miklu yngri en Himmi minn var, í dag.

Hversu mikil sorg ! Þessi spor eru svo hræðilega erfið og vond að fara, en maður hefur ekki val. Þetta gerist og þetta gerist hjá rúmum 30 fjölskyldum á hverju einasta ári.

Það er því miður staðreynd málsins. Sjaldan eru þetta þó börn eins og Dagbjartur litli sem er borinn til grafar í dag. Mikið óskaplega hefur hann verið fallegur drengur...það sé ég af myndinni af honum í morgunblaðinu.

Hjá þeim er hugur minn í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Ragnhildur mín, já þetta eru þung spor.  Blessuð sé minning hans, og ég sendi ættingjum hans mínar dýpstu samúðarkveðjur.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 09:51

2 Smámynd: Kidda

Já, þetta eru þung spor sem enginn getur ímyndað sé hve þung þau eru nema þeir sem hafa þessa hræðilegu reynslu.

Fjölskyldan er í huga mér núna og ég reyni að senda þeim styrk og kærleik

Knús og klús

Kidda, 5.10.2011 kl. 12:46

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Get bara ekkert sagt, þetta er svo skelfilegt og ég veit að þú upplifir allt með þeim  hugsa til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2011 kl. 13:21

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þetta var fallegur drengur með falleg augu

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2011 kl. 18:20

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er satt hjá Kiddu að maður getur ekki sett sig í spor þeirra sem fá þessa sorg yfir sig, en maður reynir og að sjálfsögðu sendir maður kærleik og orku yfir til þeirra. Ég þekki til fólksins, bjó í Sandgerði í 27 ár það er mikil sorg á þeirra bæum.

Sendi þér einnig elsku Ragga mín ljós og orku

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2011 kl. 19:31

6 Smámynd: Sigrún Óskars

hef hugsað til þessarar fjölskyldu

hef líka hugsað til barnanna í skólanum hans.

Sigrún Óskars, 9.10.2011 kl. 23:41

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ragga mín ég hugsa líka til þessara fjöslskyldu og hve erfitt þetta er. Guð veri með þeim.ÉG á engin orð.

Ég sá líka síðustu færslu frá þér og myndina af ykkur Himma. Þið vorðuð bæði svo falleg, þó ég sjái aðeins hárið á þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.10.2011 kl. 01:28

8 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er bara varla hægt að ímynda sér neitt skelfilegra, nógu erfitt hlýtur að vera að missa barn af slysförum en að ellefu ára barn ákveði að gefast upp á lífinu, það er bara hræðilegt. Og sláandi að hann hafi ekki fengið þá hjálp sem hann þurfti.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.10.2011 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband