Ekki minn uppáhaldsárstími

en samt þoli ég ekkert sérlega vel kulda heldur. Það hefur þó aðeins lagast eftir að ég fékk lyf við skjaldkirtlinum, kulvísi var víst eitt merkið um að hann virkaði ekki eins og hann á að gera.

Núna er bjartur sunnudagur, sólin skín, það er ágúst...niður bakið á mér læðist hrollur. Svona var dagurinn þegar Himmi minn dó. Það er áfall sem ég kemst ekki yfir, sársaukinn er öðruvísi í dag en hann var. Hann er samt þarna, örgrunnt niður á hann. Ég hef ekki komist í að laga til hjá honum þetta árið, Steinar hefur unnið svo mikið að hann hefur nánast ekkert haft frí.

Í sumar rættist langþráður draumur hjá okkur. Við eignuðumst húsbíl. Gamlan Benz vel innréttaðan og flottan fyrir kall, kellingu og einn hund. Við höfum farið tvær stuttar ferðir í sumar en munum ekki komast að neinu viti fyrr en Steinar er búinn í sumarvinnunni sinni eftir miðjan september.

Það eru allir í ágætum málum, hver sinnir sínu. Þá er allt eins og vera ber.

Ég man nú ekki meira í bili og þá er best að hypja sig aftur útaf síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elskuleg mín, þetta er eitthvað sem við verðum að bera og lifa með.  Knús á þig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2011 kl. 18:51

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Farðu vel með þig Ragga mín, get sagt þér að kuldaköstin færðu þó á lyf sért komin.
Slappið svo vel af saman er Steini er búin í sumarvinnunni

Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.8.2011 kl. 22:25

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndið mitt, þessi dagur verður alltaf erfiður og aðdragandinn líka, svona áfall kemst enginn yfir. Vona að þið komist eitthvað í frí þegar róast hjá Steinari, knús á þig og fjórfætlingana

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2011 kl. 10:46

4 Smámynd: Kidda

Það styttist óðum í erfiða daginn en við verðum hérna með þér þá eins og alltaf.

Það á eftir að vera gaman hjá ykkur að ferðast á Benzanum, oft mjög gott að fara í september í útilegur.

Knús og klús

Kidda, 8.8.2011 kl. 13:35

5 Smámynd: Ragnheiður

takk elskurnar...

Ragnheiður , 9.8.2011 kl. 01:56

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 9.8.2011 kl. 13:44

7 identicon

 "Dagurinn" er alltaf svo sár og afmælisdagar og jól .Að lifa af sársaukann sem fylgir því að jarða barnið sitt gerir fólk að hetjum.Annars var ein sem kona hefur horn í síðu minni sem kvartað undan því að ég syrgi OF MIKIÐ.Kona sem umgengst mig reyndar ekkert.En hún þekkir heldur sem betur fer ekki þessa tegund af sorg.En er hægt að syrgja barnið sitt of mikið?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 09:25

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það er ekki hægt.  En við verðum samt að sleppa þeim, þannig að þau komist áfram.  Ég á yndislega vinkonu sem missti barnið sitt 6 ára gamlan.  Hún hélt honum föstum með því að sætið hans og dótið var á sínum stað við matarborðið og herbergið hans ósnert.  Við verðum að gera greinarmun á sorginni og því að sleppa takinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2011 kl. 10:49

9 identicon

Ég er með 2 myndir að Hauknum mínum uppi.Engin "altari"eða neitt svoleiðis.Kveiki svo á kerti við aðra myndina á sérstökum dögum eins og dánardegi hans og afmæli.Minningin er í hjartanu.Ég tala oft um hann,ekki daglega en sennilega vikulega(við mannin minn eða dóttur ).Hugsa daglega um öll börnin mín .Við lærum að lifa með þessum missi og þurfum misjafnan tíma hvert og eitt okkar til að sættast og læra að lifa með þessum mikla missi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 11:42

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já, ég tala líka oft við minn.  mest til að þakka honum fyrir svo margt sem hann gerði fyrir mömmu sína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2011 kl. 13:06

11 Smámynd: Ragnheiður

Birna mín, þessi hugmynd er góð. Ég tek fram mynd af honum á vonda deginum.

Hilmar minn fór í friði og er farinn í friði. Fyrir það er ég þakklát. Drenginn minn meiðir enginn né særir meir.

Ragnheiður , 10.8.2011 kl. 21:31

12 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Elsku Ragga mín. Auðvitað kemast maður ekki yfir að missa barnið sitt en þú hefur samt staðið þig svo vel. Ég veit að þú hugsar til hans með ást.

Svo er það annað og það er að ég gleðs með þér yfir bílnum. Njóttu hans vel.

Knús frá mér

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.8.2011 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband