Lítur það vel út á blaði ?
4.7.2011 | 21:32
En allir þjónustubílar og neyðarlið eiga þá erfiðara með að athafna sig - ég tel til dæmis lokun Suðurgötunnar ekki virka. Þung umferð er um Tjarnargötu- Skothúsveg og Ljósvallagötu í staðinn. Þær bera það alls ekki og við þær eru miklu fleiri íbúar heldur en þær fáu lifandi sálir við Suðurgötuna.
Hólavallagarður er óskaplega fallegur staður en íbúar þar hafa áreiðanlega ekkert ónæði af bílaumferð.
En þetta lítur áreiðanlega afar vel út á blaði niðri í Ráðhúsi. Í raun er þetta til hins verra.
Lítið samráð haft um lokun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ragnheiður mín ef einhver veit um hvað er verið að ræða þá ert það þú með þinni vinnu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2011 kl. 00:05
Það er allt fullt af timburkofum þarna í bakhúsunum, hvað á að gera ef kviknar í þessu.
Við komumst heldur ekki að, það eru hótel inni í lokuninni.
Þetta kemur illa út í reynd.
Ragnheiður , 5.7.2011 kl. 12:05
Sýnir hversu lítil hugsun virðist vera þarna á bak við hjá borgaryfirvöldum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2011 kl. 12:19
Mikið er ég samála þér.Margt sló mig er ég kom til Reykjavíkr eftir eins árs fjarveru.T,d.hversu subbuleg borgin er.Sjoppuleg er sennilega rétta orðið og svo hversu dónalegt fólk er.Ég skammast mín fyrir Reykjavík
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.