veit varla hvað skal segja
1.7.2011 | 06:20
en við lestur fréttarinnar kemur fram að líklega verði málið fellt niður, þernan hefur orðið uppvís að lygi og tengslum við skipulagða glæpastarfsemi.
Mikið rosalega má slík mannvera vera aum, sé þetta allt uppspuni...
Kannski hefur ófrægingarherferð í hennar garð verið hleypt af stokkunum
Ég er nú ekki alveg bláeygð en verð að játa að þetta kemur mér alveg í opna skjöldu
Ákærum vísað frá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...lygasögur þegar peningavon er, á ekki að koma neinum í oppna skjöldu...
Óskar Arnórsson, 1.7.2011 kl. 07:28
Góðan dag! Kemur ekki á óvart, mér hefur ávallt fundist að valdamiklir menn stæðu á bak við þessa handtöku. Það sem vakti tortryggni mína á þessu máli var hversu vel þernan hefur geta falist fyrir fréttamönnum þar vestra, engu líkara en henni sé skaffað skjól. Eins og fréttin er sett fram sé ég ekki hvaða tengsl og hvern ávinning þessi fangi og þernan hafi haft af því að koma höggi á Strauss-Kahn.
Sandy, 1.7.2011 kl. 07:57
Ragnheiður, þetta kom mér ekkert á óvart. Ég bjóst fastlega við þessu. Eins og Óskar bendir á, þar sem eru annarleg sjónarmið, þar eru falskar nauðgunarákærur, hvort sem þær koma fram í USA, Íslandi eða Svíþjóð.
Vendetta, 1.7.2011 kl. 08:26
Eins gæti verið búið að múta yfirvaldinu, það er alveg til spilling í amerísku réttarkerfi eins og annars staðar í heiminum
Guðborg Eyjólfsdóttir, 1.7.2011 kl. 09:19
Segi eins og Ragnheiður, ég átta mig alls ekki á hver er að plata hvern. Þetta getur verið á báða bóga. Þið munið ef til vill að það hafa komið fram fleiri ákærur í Frakklandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2011 kl. 09:45
Planið er að halda honum frá forsetakosningunum í Frakklandi
Magnús Ágústsson, 1.7.2011 kl. 10:30
Stundum skilur maður bara ekki neitt í neinu, en það veit ég að sé þetta lygi þá eyðileggur það alveg skelfilega fyrir þeim sem raunverulega lenda í nauðgunum, konur verða taldar enn ótrúverðugari, og það er það alvarlega í þessu máli að mínu mati.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.7.2011 kl. 11:52
Sammála ykkur, maður skilur ekki upp né niður í þessu. En það er síðasta sort að ákæra fyrir nauðgun ef hún hefur ekki skeð. Nauðgun er það alvarlegur glæpur að það á ekki kæra af tilefnislausu. Svo veit maður ekkert hvernig liggur í þessu máli hvorki í USA eða Frakklandi.
Kidda, 1.7.2011 kl. 12:12
Ég er viss um að náhirð Reynis Traustasonar og heykvíslahjörðin á sorpblaðinu DV sé í áfalli yfir því að saklaus maður muni sennilega ekki fara í fangelsi.
Annars hafa menn farið í fangelsi á Íslandi fyrir falskar ásakanir um kynferðisbrot. Í tveimur af þessum tilvikum þótti sannað, að konan hafði logið um nauðgun, en þær urðu aldrei ákærðar fyrir það, þótt lögin kveði á um allt að 2ja ára fangelsi. Fórnarlömb þessara kvenna fengu heldur engar skaðabætur.
Svona er Ísland. Réttvísin er ekki upp á marga fiska í svona málum.
Vendetta, 1.7.2011 kl. 12:24
Já ég þekki eitt slíkt dæmi, það er bara ljótt til þess að vita að konur geri sér upp svona glæp til að annað hvort hefna sín á fyrrverandi maka eða ná af honum rétti til að hafa börnin eða hafa eitthvað af þeim að segja. Þetta dæmi þyrfti að taka upp aftur því það er vitað mál hvernig það bar að og hvernig konan notfærði sér einfeldning og góðan dreng.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2011 kl. 12:32
Já það eru einhverjir stórir karlar þarna á bakvið, ég átta mig ekki alveg á þessu máli.
Þetta mun skýrast með tímanum geri ég ráð fyrir.
Ragnheiður , 1.7.2011 kl. 17:12
Ragnheiður, þú vilt bara ekki acceptera, að herbergisþernin hafi verið að ljúga, að þetta hafi verið skipulagt fyrirfram. Þegar sannleikurinn kemur í ljós (að allt hafi verið uppspuni), ætlarðu þá ennþá að halda því fram að henni hafi verið nauðgað af Strauss-Kahn? Og hafi bara ekki tekið eftir því fyrr en löngu seinna. Duh.
Hafa skal það sem sannara reynist. Og ef Strauss-Kahn verður sýknaður, þá þurfa bandarískir skattgreiðendur að greiða honum milljónir dollara í skaðabætur.
En þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona falskar ákærur í auðgunarskyni hafa verið bornar fram í USA og sá kærði verið ofsóttur og útskúfaður jafnvel eftir sýknun. Eitt dæmi er samsærið gegn Michael Jackson, sem var ásakaður um kynferðisbrot gegn drengjum, en var sýknaður vegna þess að hann var saklaus. Foreldrar drengjanna voru nefnilega bara á höttunum eftir peningum.
Vendetta, 1.7.2011 kl. 19:27
Ragnheiður, hef ég kannski misskilið síðustu athugasemd þína?
Vendetta, 1.7.2011 kl. 19:30
Vendetta ég bara veit ekkert hvað gerðist. Mér sýnist þó miðað við fréttaflutning að konan sé mögulega sek um lygar.
Mér finnst ógeðsleg tilhugsun að til sé svona vibbalegt fólk að það ljúgi svona en þó geri ég mér grein fyrir að það er alveg til.
Ég er ekki að verja konuna - ég er bara mest hissa á þessu.
Þetta er náttlega voða valdamikill maður og kannski mikils virði í augum sumra að koma höggi á kallinn. Það er það sem ég átti við. Mér finnst þetta allt minna á strengjabrúður og ég veit ekki hver heldur í þræðina.
Vendetta, við skulum bara sjá til hvað gerist.
(sammála með M.J. ræfilinn)
Ragnheiður , 2.7.2011 kl. 05:17
Já, við verðum að bíða og sjá hvernig málið þróast.
Vendetta, 2.7.2011 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.