Hvað er normal og hvað ekki ?
29.6.2011 | 21:11
Hver myndi treysta sér til að dæma um slíkt ...
nútíminn er trunta - og ætlast er til að allir smelli í sama formið. Það virkar auðvitað ekki. Fyrir þá sem trúa að slíkt sé hægt þá ætti að vera nóg að setjast á bekk og horfa á fólkið ganga hjá. Fólk er nefnilega jafnmismunandi að innan og það er að utan.
Sum okkar verðum við einhverskonar skaða sem börn, sá skaði getur valdið veseni alla æfina. Sumt virðist samt bara vera skrifað í genamengið okkar. Við fáum ákveðna hluti í nokkurskonar arf.
Sumt sem hét bara eitthvað ómerkilegt í gamla daga hefur nú voða fínt nafn og jafnvel fallega litar pillur til að vinna bug á því. Til að sveiga einstaklinginn nær einhverju fyrirframskilgreindu normi. Enginn þorir í raun að vera annað en einhver gríma, fólk vill ekki láta sjást í sitt eiginlega andlit...alltaf að þykjast.
Eitthvað fengi ég nú á baukinn færi ég í það að láta greina mig en vegna akkurat eins atriðis í mínum persónuleika þá mun ég ekki gera það. Þegar ég var krakki þá þróaði ég með mér mannafælni (held að í dag heiti það félagsfælni) og því fer fjarri að hún hafi nokkuð batnað með árunum. Í reynd alveg þveröfugt. Ég virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að umgangast fólk...og líður illa með að þurfa að gera það. Ég svitna og mér verður flökurt. Hefðu verið til tölvur þegar ég var krakki og unglingur þá hefði ég farið inn í herbergið mitt og lokað á eftir mér. Ég að vísu gróf nefið í bókum og hef enn afskaplega gaman að bókum.
Nú hugsar einhver og afhverju gerir hún ekkert í þessu ?
Mín spurning á móti ; afhverju ætti ég að gera það ? afhverju má ég ekki vera eins og ég er ?
Það er hinsvegar enginn undanskilinn hjá mér í þessu. Ættingjarnir falla alveg jafnt undir þetta eins og kunningjarnir. Ég virðist einfaldlega ekki tengjast fólki. Ég sé heldur ekki, hvorki fyrir mig né aðra, gagnið í þessu. Hvað hefur fólk út úr samskiptum við mig ? Og hvað hef ég út úr samskiptum við fólk ?
Það eru tvær alveg jafnveigamiklar hliðar á þessu.
Gísli á Uppsölum hvað ?
Ég á hinsvegar ekki í neinum erfiðleikum með að eiga samskipti við fólk í gegnum bloggið eða FB. Þá er fólk líka í þessari hæfilegu fjarlægð við mig.
Athugasemdir
Það er enginn normal. Fólk er bara misjafnlega abnormalt og fer misvel með það.
Mér er alveg sama þótt þú sért félagsfælin, mannafæla eða með fóbíu gagnvart fólki. Það bítur ekkert á mig
Mér þykir nefnilega vænt um þig eins og þú ert.
Hrönn Sigurðardóttir, 29.6.2011 kl. 21:19
Tek undir með Hrönn, mér þykir vænt um þig eins og þú ert Ragnheiður mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2011 kl. 21:22
Takk elskurnar og sömuleiðis :)
Ragnheiður , 29.6.2011 kl. 21:41
Þú ert bara æði eins og þú ert mín kæra og sem betur fer þekki ég þig og þykir vænt um þig eins og þú ert
Knús og klús
Kidda, 29.6.2011 kl. 22:04
maður er bara eins og maður er og þú ert fín eins og þú ert
Sigrún Óskars, 29.6.2011 kl. 22:31
Takk Kidda mín
Sigrún þú ert yndi :)
Ragnheiður , 29.6.2011 kl. 22:39
Mér finnst þetta vera eins og eg er, en samt er ég félagslynd líka. Bara þarf samt að vera út af fyrir mig. Nei, enginn er "norma." og ég held að þetta sé bara eðlilegt, samt.
Mér finnst þú alveg frábær.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.6.2011 kl. 23:03
Takk Jórunn mín. Ég er yfirleitt alveg laus við félagslyndisköst haha...agalega sátt við að vera mest ein að bauka. Alveg týpan í að liggja dauð vikum saman heima :)
Mér finnst þú frábær líka
Ragnheiður , 30.6.2011 kl. 00:16
Ætli það sé ekki einmitt af því að þú ert eins og þú ert, að mér þykir vænt um þig :) mamma sagði að það hefði sko alveg mátt greina mig með 3-4 sjúkdóma/fælni ef slíkt hefði verið til í den, en ég var bara og er eins og ég er og ætla ekkert að breyta því. Við erum flottar. Knús á þig yndið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2011 kl. 11:37
Nákvæmlega, sammála öllum síðustu ræðumönnum. Og ef þú ert sátt í eigin skinni, til hvers þá í ósköpunum að breyta því?
Margrét Birna Auðunsdóttir, 30.6.2011 kl. 11:51
Það gæti verið Ásdís mín.
Bidda ég er svosem alveg sátt en ekki endilega aðrir og það olli umhugsun um þetta.
En hérna takk fyrir yndisleg komment - það þorir enginn að koma með neitt annað en hrós og knús. Það er notalegt :)
Ragnheiður , 30.6.2011 kl. 18:46
Þú ert frábær vinkona og sannur vinur í raun.Þú ert eins og við hin abnormal og það er bara gott að við erum ekki öll eins.Mér þykir nefnilega mjög vænt um þig eins og þú ert.Hafðu það sem best og ég hringi eftir helgi
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 18:52
Takk Birna mín, sömuleiðis. Hlakka til að heyra í þér :)
Ragnheiður , 30.6.2011 kl. 19:05
hahah Ragga mín. Eg verð að fara út en er ánægð ein með sjálfri mér. Ég held það sé vegna þess að ég er einbirni en samt hefur altaf verið fullt af fólki í kringum mig. Mér finnst að ég skilji svo vel það sem þú ert að skrifa um.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.6.2011 kl. 20:13
Ég er 100% viss um að hér tölum við allar beint frá hjartanu :)
Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2011 kl. 21:24
ef þetta er raunin hvað var alltaf verið að skjóta á mig...
Björn (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.