Hverju breytir það ?
22.2.2011 | 19:27
Í raun og veru að við missum tugi manns á hverju ári í sjálfsvígum ?
Hvers vegna er ekkert verið að gera til að auka árvekni fólks ?
Á bakvið hvern einn er fjöldi fólks. Ég er ein þeirra, ég er mamman. Tíminn læknar ekki. Þetta breytist þó með tímanum en steinninn er þarna enn. Stór, fjandi þungur, steinn. Samviskan hefur sko löngu unnið alla skynsemi í því.
Þessi steinn er samansettur úr því að vita að ég brást, hann er bryddaður með heilmikilli reiði út í þennan hræðilega atburð. Lengi var heillings skilningsleysi með en það er svosem farið.
Ég bæði skil og veit.
Það skuluð þið muna, þið sem á honum brutuð...fyrr og síðar. Ég veit.
Ivesave hvað ?
Athugasemdir
Nákvæmlega icesave hvað?Það er svo furðulegt hvernig staðið er að þeim málum sem snúa að fólki.Það var brotið á okkar strákum báðum ,þótt á sitt hvern háttinn sé.Við mömmur gerum ávallt okkar besta hverju sinni og það er auðvelt að vera vitur eftir á.Þú ert með hjarta úr gulli kæra vinkonaklem og knús
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:10
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 22:34
Valdís Skúladóttir, 22.2.2011 kl. 23:21
Hef lesið lengi en ekki kvittað áður. Ég sé á skrifum þínum að enginn hefði getað elskað drenginn þinn meira en þú gerðir. Líklega hefðir þú ekkert getað gert betur, kerfið brást ekki þú, aldrei gleyma því.
Ég gladdist og var hugsað til ykkar þriggja þin, Birnu og Ásthildar þegar ungur maður var dæmdur í árs meðferð eða fangelsi. Við skulum vona að barátta ykkar og missir verði ekki til ónýtis. Við skulum vona að brautin verði greiðari fyrir þá sem á eftir koma.
Ég er meðvituð um það sem fjögurra barna móðir að leið barna minna er þyrnum stráð og hættur leynast á hverju horni, þið hafið kennt mér mikið og skrif ykkar eru okkur hinum svo nauðsynleg.
Farðu vel með þig fallega og duglega kona
Guðný (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 09:50
Elsku Ragnheiður já við vitum og skiljum. Takk fyrir hlý orð Guðný. Ég á eftir að skrifa um þessa frétt, það hefur bara legið svo margt annað á mér, ég þarf að skrifa hana í góðu tómi, tel að þarna hafi verið stigið gott skref framá við sem ber að hlú að og gera enn betur.
En með Icesave ég er alveg staðráðin í að neita þessum samningi. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að okkur ber ekki að greiða bretum og hellendinum neitt, síðast áðan kom frá forsetanum að það væri álitamál. Vona að málið fái faglega og hlutlausa umfjöllun, en óttast að það verði þungur hræðsluáróður stjórnvalda sem vegur þyngst, skil bara ekki af hverju þeir vilja endilega borga án þess að skoða málin, nema það sé vegna þess að það á endilega að troða okkur inn í ESB:
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2011 kl. 11:55
Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2011 kl. 12:00
Knús og klús mín kæra
Kidda, 23.2.2011 kl. 12:38
knús og kram til þín elsku Ragga mín
Guðrún unnur þórsdóttir, 23.2.2011 kl. 15:21
Gerðu mér greiða vinkona kær..... viltu endurskoða hug þinn til sjálfrar þín og dæma þig síðan að verðleikum. Þú ert ein hjartahlýjasta kona sem ég hef fyrirhitt á ævinni; sterk, greind, tilfinninganæm og hlý.
Anna Einarsdóttir, 23.2.2011 kl. 22:31
Takk elskunar, þið eruð bestar.
Mistök eru svo nauðsynleg, af þeim lærir maður.
En svona er þetta bara, manni tekst víst ekki að vera eins og öllun hentar.
Ragnheiður , 24.2.2011 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.