að þurfa ekki að vita allt
19.1.2011 | 14:28
og lifa samt ágætu lífi .
Þegar einhver hnýtir í mann, oftast gerist það nú á bakvið mann, og annar aðili heyrir. Sá kemur alveg bröndóttur í framan af hneykslun og færir manni ófögnuðinn á silfurfati. Þá fer maður að stama og reyna að réttlæta sjálfan sig -sprettur af sársaukanum sem hitt veldur. Stundum verður manni á að reyna að svara í sömu mynt. Það er alltaf frekar leiðinlegt.
Mín leið í þessu er afar einföld. Fólk er beðið um að koma ekki með baknagið til mín, þá heyri ég það ekki og verð sannarlega ekkert sár :) Sá sem ætlaði að vera vondur við mig er kyrfilega afvopnaður.
Áramótaheit ; strengduð þið svoleiðis ?
Ég skil sko alveg hugsunina með nýtt ár, nýtt upphaf. Mér finnst ég alltaf byrja með nýtt blað í upphafi árs. Svo er að vanda sig að teikna fallega á það.
Við erum að brasa við að leiðrétta verstu kaup sem við höfum gert. Fengum okkur heilan sturtuklefa í ágúst 2009. Hann er ónýtur eða meira og minna. Nú er næst að útbúa sturtu beint á gólfiðog við kíktum í Álfaborg ...þá var þar útsala. Gerðum fín kaup í flísum og ætlum að kaupa það sem upp á vantar smátt og smátt.
Tókuð þið eftir :minntist ekki á hund, ketti eða hænur í þessum pistli hahaha !
Athugasemdir
Ég ætla að vera lauslátari á þessu ári
Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2011 kl. 15:22
Við erum með sturtuklefa sem kemur beint á gólfið. En eins og sæmir þá er niðurfallið á hæðsta punktinum á gólfinu. Passið ykkur á niðurfallinu
Knús og klús
Kidda, 19.1.2011 kl. 17:08
Strengi ekki áramótaheit - ekki nema að halda mínu striki...... það er bara nóg.
Gangi ykkur vel með sturtugerðina
Sigrún Óskars, 19.1.2011 kl. 17:46
Valdís Skúladóttir, 19.1.2011 kl. 19:54
Það komu samt hundar og kettir svona í lokin ég er að mestu ónæm fyrir baknagi, sér í lagi ef ég á ekkert í því. Mér finnst samt gott að vita ef einhver er að segja eitthvað svoleiðis í bakið á mér, því þá get ég áttað mig á viðkomandi. Oftast er þetta eitthvað tengt öfund. Öfundin á sér margar hliðar og ótrúlegar, það sem við gerum er bara að finna það í okkur að sú mannsekja sem þarf að gera eitthvað svona er bitur og illt í sálinni og margfalt minni og aumari en við.
Annars knús á þig hetjan mín og það væri gaman að hitta þig aftur einhverntíman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2011 kl. 21:20
Djö líst mér vel á áramótaheitið þitt Hrönn haha...
Já Kidda, við ætlum að reyna að passa að hafa það lægsta punkt. Erum með litlar flísar í þann part, auðveldara að láta þær gegna.
Takk Sigrún, maður bara þrælast áfram, einhvernveginn.
Haha já Ásthildur en það var bara til að koma því að - umfjöllunarleysið sko hahaha...Já við verðum að hittast aftur þetta árið :) líst á það
Ragnheiður , 19.1.2011 kl. 23:21
markmið mitt er reyna að bæta mig og taka einn dag í einu en gangi ykkur vel með sturtugerðina og ég bið að helsa öllum dýrunum og knús í bæinn
Guðrún unnur þórsdóttir, 20.1.2011 kl. 00:03
Hrönn góð.Ég ætla að teikna fallegri myndir á mitt óskrifaða blað á þessu ári en voru á síðasta ári.Þær voru ágætar en það er alltaf hægt að gera betur.Varðandi baktal og slúður þá fékk ég svo stórann skammt af því eftir að minn strákur dó að ég vil ekki heyra það sem sagt er um mig eða dóttur mína .
En það er greinilegt að fólk hefur áhuga á okkur,við erum ferlega spennandi greinilega og áhugaverðar.
Þú er best og það má hafa það eftir mér
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 11:38
Þú ert líka best Birna mín...
Knús til baka Gunna mín, alltaf yndislegust
Ragnheiður , 21.1.2011 kl. 17:48
Hrönn Sigurðardóttir, 21.1.2011 kl. 18:01
Þegar fólk talar illa um mig segi ég gjarnan: Það er nú fínt, þá er ekki verið að baktala einhvern annan á meðan.
Mér finnst þó pínu vont þegar fólk skáldar upp heilu sögurnar um mig og dreifir þeim um allt bæjarfélagið. Það er betra ef einhver fótur er fyrir umtalinu - þó ekki sé nema hænufótur.
HRÖNN ÞÓ !!!
Anna Einarsdóttir, 22.1.2011 kl. 10:01
Hahaha já Anna það segirðu þó satt. Ég á nóg af hænufótum en þeir eru ekki undirstaða söguburðar, ofan á hverjum tveim er hæna.
Hrönn er sko með alvöru áramótaloforð - eða hótun
Ragnheiður , 22.1.2011 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.