hvað skal það heita ?

Árið dagurinn tíminn ?

Nei held nú ekki.

Skaupið var þokkalegt - sérstaklega þótti mér ágætur "boðskapurinn" innrætingin eða hvað skal kalla það, að horfa bjartsýnn fram á veg ! Þið orðið þetta kannski skár í kommentunum.

En í gær var ég á heimleið, hafði verið að enda við að þvo saltið af bílnum mínum. Búandi hér við sjóinn þá er það segin saga að sjórokið getur verið svakalegt .En það sem ég ek, og alls ekki í hægðum mínum á nýskveruðum bíl, þá hlusta ég á Rás eitt (UPPÁHALDSÚTVARPSRÁSINA) og í loftið berst þáttur um Gísla á Uppsölum. Ég hlustaði heim, hljóp svo inn og hlustaði áfram ...

endilega reynið að ná honum á vef Rúv eða í endurflutningi.

Ég er grútfúl yfir að sjá ekki HM í handbolta. Held bara að þetta sé í fyrsta sinn sem ég missi af handboltalandsliðinu á stórmóti. Þetta er alveg glatað!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gísli var algjör perla.  Synd að hann skyldi ekki fara og mennta sig, því ég er viss um að gáfurnar vantaði hann ekki. 

Um handboltan segi ég uhum ég hvorki horfi á né fylgist með íþróttum, svo mér er slétt sama um boltann, en skil vel að þeir sem vilja fylgjast með séu svekktir, hvernig er það annars ég hélt að það væri bannað að hafa svona viðburði í lokaðri rás. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2011 kl. 13:43

2 identicon

Gísli var sérstakur og Stiklur eru ómetanlegar perlur.Langar að eiga þessa þætti.Handboltinn já hummm horfi ekki svo mikið á hann og mundi ekki borga st2 eina krónu hvorki fyrir hand eða fótbolta.

Klem

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband