Hugsað til baka
27.12.2010 | 01:22
enda eru áramót á næsta leiti.
Mér finnst þau alltaf ímynd hins hreina, hreint blað, til að gera betur á en á síðasta blaðinu sem er orðið velkt og krotað.
Eins og þegar ég var barn að teikna og vildi sífellt nýtt blað þó það væri pláss eftir á hinu. Að byrja upp á nýtt skipti mig máli.
Þegar ég sit hér með hinn árvissa og síversnandi jólabjúg, þá er ég að hugsa um árið sem á sér bara örfáa daga enn.
Að mestu leyti hefur árið verið gott.
Gangan í réttu áttina með syninum hefur verið yndisleg. Við höfum átt ágætt ár fjölskyldan, við erum enn öll hér. Gæludýrin okkar hafa mesmegnis komið vel undan ári, misstum Refinn okkar í bílslysi og hananum Tóta var fargað.
Hér erum við þá gamla settið, með hundinn Kela, kettina Rómeó, TumaTígur og Dodda, hænurnar Skellu, Drífu, Toppu, Dúfu,Fífu, Spætu og Moldu. Molda slasaðist illa í haust og er enn að jafna sig, hún bjó lengi í þvottahúsinu en býr nú úti í kofa en samt einangruð í búri svo hún fái frið meðan hún grær alveg. Hinar venjast henni líka þannig og vonandi verður samkomulagið betra þegar hækkar sól.
Hænur eru nokkuð skemmtilegar, ég vissi það nú ekki fyrr.
Eitt af því sem ég er hvað ánægðust með á árinu er að við fórum í sorgarhóp, hópur fólk sem hefur misst í sjálfsvígum. Það hefur gert mér afar gott. Það er frábært. Ég hef rifið ofan af sorginni en mér finnst hún gróa betur saman á eftir.
Aldrei verður neitt samt og áður. Það er ljóst. En kannski gengur mér betur að lifa við breyttan veruleika nú þegar tíminn líður. Himmi dó 2007. Núna er 2011 að ganga í garð. Undarlegt hversu hratt tíminn líður þegar maður er orðinn fullorðinn.
Ég ætla ekki að hugsa lengra að þessu sinni og lýk þessu með að óska ykkur gleðilegs árs - komi ég ekki með slíka kveðju þegar nær dregur
Athugasemdir
Einmitt ný byrjun,það er einmitt svo gott.Sorgarhópar eru góðir hópar,það er svo merkilegt hvað fólk getur tengst góðum,sterkum og ósýnilegum en traustum böndum í gegnum sorgina.Hænur leyna á sér og geta verið skemmtilegir karektar.Klem til ykkar og eitt extra til Kela
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 09:26
Falleg skrif Ragnheiður mín. Já það er þetta tómarúm sem myndast, sem er dálíltið erfitt að hafa þarna, því það er ekkert sem fyllir upp í það. Knús og takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2010 kl. 12:09
Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2010 kl. 18:55
Góður pistill hjá þér kæra Ragga. Ég óska þér og þínum alls hins besta á nýju ári.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2010 kl. 19:46
Guðrún unnur þórsdóttir, 27.12.2010 kl. 22:35
Ég óska þér gleðilegs árs og friðar á nýja árinu sem er að koma.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2010 kl. 00:55
Gleðilegt nýtt ár Ragga mín og kærar þakkir fyrir það gamla
Knús og klús
Kidda, 31.12.2010 kl. 10:43
Eigðu yndislegt ár 2011 Ragnheiður mín. Þú átt það skilið og ekkert minna.
Anna Einarsdóttir, 31.12.2010 kl. 16:07
Gleðilegt ár Ragnheiður til þín og þinna
Sigrún Óskars, 2.1.2011 kl. 15:15
Gleðilegt ár og takk fyrir samskiptin á því liðna
Margrét Birna Auðunsdóttir, 5.1.2011 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.