Forgangsröðun ?

hefur átt hug minn allan í dag ásamt sorg og miklum kvíða.

Í morgun gengu tveir lögreglumenn inn á vinnustað. Þeir hittu þar að máli ungan mann, 23 ára,  og tilkynntu honum að þeir væru komnir til að færa hann í fangelsi.

Hann starði á þá.

Jú, þú hefur ekki greitt sektir að upphæð....... og nú er komið að vararefsingu.

Hann taldi sig hafa samið við innheimtuaðilann þarna á Blönduósi en eitthvað hafði það klikkað.

Hann fékk frest til klukkan 14 enda ætlaði vinnuveitandi að reyna að útvega peningana til að halda sínum starfsmanni.

Það tókst ekki.

Nú situr ungur maður í fangelsi.

Ef hann er versti glæponinn þá er Ísland í fínum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Ég óttaðist þetta þegar ég sá á feisinu um forgangsröðina.  Vonandi stendur þetta ekki lengi yfir. Ég er sorgmædd með þér.

Forgangsröðin er eitthvað skrýtin hjá fangelsismálastofnuninni. En þú segir satt ef hann er versti glæponinn hér á landi þá erum við í góðum málum en það er bara alls ekki þannig. 

Risaknús og klús handa þér elsku Ragga mín

Kidda, 8.12.2010 kl. 19:30

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

HA  !?

Nú er mér brugðið.

Anna Einarsdóttir, 8.12.2010 kl. 19:47

3 Smámynd: Ragnheiður

Já ég er bara alveg í rusli yfir þessu. Hvílík forgangsröðun !

Þeir virðast gera vitleysu í innheimtunni, meina hann samdi við þá. Hann taldi sig semja um allt en það hefur ekki verið.

Ég hef svosem nógan tíma til að reyna að skilja það sagði þessi ræfill í dag við mig

Ragnheiður , 8.12.2010 kl. 19:53

4 Smámynd: Kidda

Verður hann lengi inni? Ætli hann geti fengið að hringja og semja um það sem var ekki samið um?

Ég verð bara foxill við að hugsa um þessa vitlausu forgangsröðun.

Kidda, 8.12.2010 kl. 20:12

5 Smámynd: Ragnheiður

Þetta skýrist vonandi á morgun.

Skuldin er öll gjaldfelld núna held ég..æj ég veit ekki nóg um þetta ennþá

Ragnheiður , 8.12.2010 kl. 20:16

6 identicon

Arg,það er kannski ráð að tala við félagsráðgjafa eða einhvern hjá fangelsismálastofnum og fá að greiða skuldina í samfélagsþjónustu.Ég get bent á nokkra góða staði sem gætu tekið við ungum manni einn dag í viku í vinnu .Klem og allt frá Bergen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 20:23

7 Smámynd: Ragnheiður

Hann færi þá til vinar síns, Bjarna í Laugarneskirkju, en það er áreiðanlega of seint.

Klem til baka Birna mín

Ragnheiður , 8.12.2010 kl. 20:43

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið virðist vera að skulda nóg mikið, milljarða þá er ekkert gert.  Þvílík forgangsröðun ja svei því bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2010 kl. 10:15

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bíddu HA?

Hefurðu hringt á Blönduós? Er þetta ekki einhver misskilningur?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2010 kl. 14:27

10 Smámynd: Ragnheiður

Hrönn ég fæ engar upplýsingar nema með umboði eða eitthvað..

Ragnheiður , 9.12.2010 kl. 19:04

11 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 19:46

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvaða bull er það!?! Þú segist vera mamma hans með eilíft umboð!

Viltu að ég hringi?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2010 kl. 21:49

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég er rasandi reið út af þessu elsku Ragga mín - svona er farið með borgarana á meðan að siðblindir menn í bönkum og annars staðar eru of "important" til að fangelsa. Ojbarasta....

Knús á þig og óska að allt fari á sem bestan veg ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.12.2010 kl. 14:47

14 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 10.12.2010 kl. 20:19

15 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 10.12.2010 kl. 22:42

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vona að allt sé komið á hreint og drengurinn laus knus og kveðjur

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2010 kl. 00:53

17 Smámynd: Ragnheiður

Hef verið í sambandi við hann og hann hefur ekki athugað þetta neitt...hann ætlar að skoða þetta eftir helgina. Hann hefur ekki enn fengið aura til að borga sig út þarna.

Hann er í fínum gír og mun rólegri yfir þessu en ég - sem er fínt mál bara.

Við vonum áfram það besta og takk fyrir kærleikann og kveðjurnar.

(nei nei Hrönn, þarft ekkert að hringja haha)

Ragnheiður , 11.12.2010 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband