það skín í gegn
4.12.2010 | 14:27
gamla hollusta blaðsins í þessari grein.
Ég hef rennt lauslega yfir aðgerðapakkann og finnst margt sæmilegt sem borið er fram. Svo er að sjá hvernig það virkar. Við hér höfum náð að greiða okkar lán en alltaf þurft að safna skuldahala seinnipart vetrar og höfum náð því niður svo um sumarið. Það er akkurat að byrja svona halasöfnun núna og þetta er svo ferlegt að eiga við.
Að öðru
Hér fór ein kisan undir bíl og sorgin var mikil. Við vorum þó svo lánsöm að viðkomandi sem varð fyrir þessu lét okkur vita af kisa. Við erum nánast aldrei símasambandslaus en við fórum í brúðkaup 20 nóvember. Ég skildi símann eftir heima. Við komum heim stuttu fyrir miðnætti, ég sá missed call og athugaði númerið á www.ja.is en ekkert kom fram þar. Þá fór ég bara að halla mér. Næsta dag fórum við á hundasýningu, ég hafði alveg gleymt þessari hringingu. Þegar við erum að verða komin heim aftur þá hringir nágranninn með þessar hörmungarfréttir og við förum til hennar. Kisi var í kassa fyrir utan hjá henni, orðinn stirðnaður og frosinn grey Refurinn minn. Fyrst ætluðum við að grafa hann heima en náðum ekki að taka nógu djúpa gröf. Steinar hringdi í dýralækninn okkar og hún sagði okkur að koma með hann á umsömdum tíma og þannig endaði æfin hans Rebba míns. Það er ekki svo langt síðan Lappi var felldur og ég ætlaði alltaf að setja svona minningarskilti hér úti við. Svo langaði mig að setja postulínsmyndir af Lappa og Rebba við skiltin. Fór og pantaði skiltin og athugaði svo hvað svona myndir kostuðu, þá kosta þær nærri 20. þúsund fyrir hvort dýr. Nú þarf ég að safna bara :)
Hér er mynd af fallega og góða Rebbanum mínum, tekin bara nokkrum dögum áður en hann dó. Þessa mynd ætlaði ég að nota enda er hægt að fjarlægja af henni kallinn í drullugallanum -auðveldlega :)
En nú á ég nýja kisu. Málið er að hér í gegnum hef ég eignast góða vini og ein þeirra er Anna. Hún á svona kisu sem margfaldast og fleiri kisur með þeirri - ég var svo heppin að þar var til lítill kettlingur sem vantaði að komast á framtíðarheimili. Hann á ætt að rekja í loðna ketti og þar með kemur kannski svipað skapferli og Refur hafði, þessi blíði kisi. Nú nú, Anna mín bara rennir til mín með Dodda og hér er hann. Hann hefur hjálpað mikið í gegnum sorgina að missa Refinn, hann er voðalega góður kisi. TumiTígur er góður við hann, leikur við hann og þvær honum. Rómeó talar ekki við svona smákrakka frekar en hann er vanur haha nýbúinn að sættast við Refinn þegar hann dó.
Hér er Doddi
Lagstur hjá Kela sem tekur öllum vel :)
Svo finna kettlingar sér alltaf spes staði til að sofa á. Hér valdi hann tuskuhilluna mína blessaður.
Vonandi fer fólk ekki af hjörunum við þessa færslu, hún varð óvart meira um kisurnar mínar en aðgerðir ríkisstjórnarinnar :)
Miklar umbúðir - rýrt innihald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 18:02
Ég fór á hjarirnar.
Anna Einarsdóttir, 4.12.2010 kl. 18:27
Hæfir það ekki bara vel að tala (skrifa) um það er hægt að treysta á að sé satt, heldur en að lesa þetta rýra innihald.
Ekki sé ég að þetta rýra innihald muni hjálpa okkur eitthvað í okkar skuldahala. Værum mun betur sett ef bankinn myndi keyra fyrirtæki mannsins míns í þrot svo að hann fari að huga að vinnu sem er hægt að treysta á að fá launin greidd mánaðarlega en eiga ekki alltaf inni 2-3 mánuði inni af launum.
Má ég þá frekar biðja um að heyra sögur af kisum og hundum, reyndar ekki fréttir um ótímabær dauðsföll hjá þeim.
Knús og klús
Kidda, 4.12.2010 kl. 18:46
Ég er enn á hjörunum og skemmtilegurnar bara í lagi líka ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2010 kl. 18:58
sætar myndir og til hamingju með Dodda knús og kram til þín Ragga mín
Guðrún unnur þórsdóttir, 6.12.2010 kl. 00:39
Skil þig vel, sakna ennþá Brands míns, hann var svo duglegur að halda músum úti, Snúður bara sefur á sínu græna þó mýsnar hlaupi yfir nefið á honum Nei ekki alveg, en hann er samt algjört krútt og ég svo glöð að hafa hann, annars hefði eftirsjáin orðið meiri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2010 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.