Ha?
28.10.2010 | 15:05
Það eru jaxlar sem búa á þessum afskekktu búum meðan við hin kjósum flest að búa í hverfum sem eru mokuð, gert við holur í götunum okkar, ljós á götuvitunum, leikvellir í næsta nágrenni.....
nei...þá er best að rífa af þeim póstdreifinguna.
Ég hefði reyndar gaman að því að fara sjálf með jólakortið í Hænuvík og alveg inn á borð húsfreyjunnar.
Annars hvet ég alla til að skoða þennan hluta vestfjarða, þetta er óskaplega fallegt svæði. Gisting fæst í Hænuvík og í Breiðavík - svo er held ég eitthvað hótel við Gjögra. Þetta er fáránlega fallegt svæði.
Kærar kveðjur vestur
Póstdreifingu verður ekki hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef lítið ferðast um vesturland,en væri til í það að sigla á fallegum sumardegi/kvöldi þarna um .
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 08:18
Vestfirðirnir eins og þeir leggja sig eru mitt uppáhaldssvæði þegar kemur að sumarfríi. Hef komið nokkrum sinnum á hvern einasta stað sem bíll kemst á og langar alltaf aftur, þrátt fyrir fjallvegina og aðra vegi sem ekkert er hugsað um.
Kidda, 29.10.2010 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.