fólk spyr afhverju ?

á að gera kristinni trú hærra undir höfði en öðrum trúarbrögðum. Svarið er einfalt. Við siðaskiptin var ákveðið að gera landið, Ísland, kristið. Kristin trú er m.ö.o. opinber trú íslendinga .. og það þarf þá að breyta því einhversstaðar áður.

Mér finnst þessi stefna ekki góð. Í raun er málið svo stórt að það ætti að leggja undir miklu stærra atkvæði en þetta mannréttindaráð...það ætti að kjósa um það.

Einn bloggari hefur uppi ljóta fyrirsögn og kallar alla kirkjunna menn ákveðnu nafni, ég endurtek það ekki hér. Samkvæmt tölfræði er ákveðið hlutfall karla níðingar, ákveðið hlutfall kvenna líka. Mig minnir að það sé talað um að það séu 10 af hverjum hundrað karla hópi. Í hverri starfstétt eru þá einfaldlega nokkir....

Á hitt ber að líta að þegar menn í háum embættum gerast berir að slíku þá svíður það einfaldlega sárar, þetta eru menn sem litið er upp til, eru á stalli.

Góðar stundir


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ég kalla ekki alla kirkjunar menn kynferðisafbrotamenn. En þeir eru þarna og þeir hafa verið og eru kannski ennþá verndaðir af þessari stofnun.

Finnst þér það ásættanlegt að gera börn berskjölduð fyrir þessarri hættu, því að eins og þú segir í þinni tölfræði að 10% karlmanna séu níðingar. Er þá hægt að álykta að þetta 10% meðaltal finni sér góða stað í störfum þar sem þeir eiga auðvelt með að vera í kringum börn og fólk í tilfinninga vanda svo að þeir eigi auðveldara með að svala girndum sínum.

Mér finnst það ekki vera okkur samboðið að setja börn í þessa hættu.

Þú hlýtur að sjá þessa hlið málsins, þetta er um rétt barna um að fá að vera börn. Þetta er ekki um rétt trúfélaga um að stunda trúboð.

Tómas Waagfjörð, 24.10.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvaða stefna finnst þér ekki góð? Að kristin trú sé ríkjandi trú í landinu? Hvað hefur þú út á það að setja? Er ástæða til að breyta því -- með valdboði nokkurra samvalinna sérvitringa sem hvort sem er kjósa að snúa trúarskilningi á hvolf og hengja hann á einhver horn og snaga sem eiga sér ekki stuðning í reynslu almennings?

Sigurður Hreiðar, 24.10.2010 kl. 13:53

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Börn eiga að fá að vera börn í friði.

Trúboð á að stunda til fullorðinna einstaklinga sem eru nægilega þroskaðir til að geta tekið upplýsta ákvörðun.

Eða, er rétt að troða trú upp á börn sem eru ekki nægilega þroskuð til að geta tekið upplýstar ákvarðanir?

Tómas Waagfjörð, 24.10.2010 kl. 14:04

4 identicon

Sigurður Hreiðar: Það er alveg ótrúlegt að hlusta á stuðningsmenn þjóðkirkju tala eins og þeir séu einhvers konar fórnarlömb. Málið snýst um þetta; hvers vegna fá kristnir að heilaþvo börn en ekki múslimar og trúleysingjar? Hvers vegna fá kristnir sína eigin "þjóðkirkju"? Ættum við ekki öll að vera jöfn, óháð trú?

Þjóðkirkjunnar menn virðast ekki átta sig á því hvað þeir hafi það gott.

Hvað myndu kirkjunnar menn segja ef ég tæki mig til og dreifði hinum tugum ef ekki hundruðum vísindalegra staðreynda sem gjörsamlega og algerlega afsanna Biblíuna? (Pí er ekki 3, Adam var ekki fyrsti maðurinn og Nóaflóðið var afmarkað við hluta Mið-Austurlanda, ekki plánetunnar) - Eða þá mætti ég dreifa bæklingum sem benda á hin ítrekuðu þjóðarmorð í nafni Guðs eins og til dæmis í Jósúabók? Reyndar er fleira í Gamla Testamentinu sem er ekki við hæfi barna, eins og skipulagðar raðnauðganir og þrælahald.

Eða ætti ég kannski að halda mínu vantrúarþvaðri frá börnum sem eru skyld til að vera í grunnskóla? Er það ekki bara málið? Og á það þá ekki að ganga í báðar áttir?

Hvort viltu frekar? Að börn fái hvorki Biblíuna né and-Biblíulegar staðreyndir í grunnskólanámi sínu, eða að þau fái bæði? Hvort þætti þér skárra?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 14:14

5 identicon

Ragnheiður, það er enginn að vega að rótum kirkjunnar.

Fólk vill ekki fá þessa kalla inn að predika yfir börnunum sínum um að líf þeirra eigi að snúast um guð.  Það trúa bara ekki allir á guð.

Ef ég færi fram á að prjónaklúbburinn minn fengi milljarða framlög frá ríkinu árlega og fengi stunda prjónakennslu í skólum og að við fæðingu ætti að vígja öll börn sjálfkrafa inn í prjónaklúbbinn.  ...annars væri verið að vega að prjónaklúbbnum, þætti þér ekki vera nett frekja í slíku framferði?

Ef fólk vill vera í einhverjum prjónaklúbb... þá bara gjörið það svo vel, ekki vera að neyða þessum klúbbi upp á fólk og ekki senda óskyldu fólki afnotagjöld.

Njáll (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 14:15

6 identicon

Mér finnst þetta óþarfa dramatík hjá biskupi.Auðvitað er gideon félagi ekki bannað að gefa skólabörnum þetta rit.Ef foreldrar vilja það fyrir börn sín er þeim í sjálfs vald sett að vitja þess í kirkjum landsins.Og það er ekkert að því að foreldrar fari með börn sín í kirkju ef þau vilja það.Málið er bara það að samkvæmt lögum er skólanum ákveðið sérstakt hlutverk, og kirkjunni(hvort sem hún er kristin eða eitthvert samkrull eins og er með þjóðkirkju) annað.Og trúin er engin undirstaða listsköpunar-þvílíkt bull.

Jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 14:21

7 Smámynd: Ragnheiður

Tómas. Þeir eru allsstaðar og ekkert bara í kirkjunni. Ég man ekki eftir að prestar hafi verið einir með börnum þegar ég var krakki. Hafir þú átt þessa fyrirsögn þá finnst mér hún ógeðsleg.

Sigurður. Ég vil ekki að fámennur hópur einhvers fólks fái að ráða þessu svona. Um að gera að spyrja stærra hlutfall þjóðarinnar. Ég vil ekki breyta þessu. Er ss sammála biskup í meginatriðum.

Helgi Hrafn, það á einfaldlega ekki að heilaþvo neinn. Það eru mörg afar góð gildi sem kennd eru m.a. í kirkjum og ég hvet þig til að lesa til dæmis nokkrar dæmisögur og hugsa um þær. Þær eru ekki að kenna neitt ljótt. Svo minni ég á að margir tileinka sér slík gildi en sleppa Guði og Jesú úr málinu. Eins og til dæmis að setja æðri mátt en það þekkja þeir sem hafa farið í meðferð .

Njáll þá ,er eins og ég segi ofar, málið að breyta ríkistrúnni sem tekin var upp hér í kringum 1200.

Jósef það verður áreiðanlega endirinn á málinu.

Fólk hikar ekki við að leyfa börnum að leika með ofbeldisfulla tölvuleiki - horfa á myndir sem henta þeim ekki en fá svo raðhjartaáföll yfir því að kristni sé kynnt skólabörnum !

Kristnifræðikennslan á hins vegar að fjalla um ÖLL trúarbrögð og ég gæti kannski haldið að hún gerði það. En ég er ekki skólabarn, á ekki skólabarn og hreinlega veit það ekki.

 Eftir stendur, ég vil ekki að mannréttindaráð eða hvað þetta nú heitir taki svona stórar ákvarðanir.

Ragnheiður , 24.10.2010 kl. 14:42

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þetta er þörf umræða Ragna ! (og þið hin hér), en ekki að sama skapi auðveld, til þess eru allt of miklar hefðir og ekki síður tilfinningar tengdar þessum málum, en mig grunar að þetta útspil mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar akkúrat núna, sé einhver "taktík" og gerð til dreifa  huganum hjá almenningi frá brýnari málum, ekki gott að segja.

En allavega þá er þetta ekki svo aðkallandi akkúrat núna, þegar þjóðarsátt er kannski það mikilvægasta sem gera þarf og það að setja fólk upp á móti hvort öðru með þessu, vekur réttmætar grunsemdir um "taktík" til styrktar núverandi stjórnvöldum, nei þetta getur beðið, allavega setja langt niður á forgangslistann, þar til búið er að gera það sem gera þarf við að koma þjóðarskútunni á réttann kjöl eftir hrun, er viss um að þá og þegar geta íslendingar eins og aðrar þjóðir afgreitt þessi mál líka þeð réttlátum og skynsömum hætti, en hve langann tíma það tekur veit enginn.

Hér þar sem ég bý (Noregi) eru þessi mál komin töluvert lengra í bæði lagalegum og ekki síður hugarfars skilningi, enda fjölbreytni og fjöldi annarra trúflokka en lútersk kristinna, orðin mikill hérlendis, hér er nú verið að takast á um þætti í þessu sem íslendingar eru ekki einu sinni farnir að sjá við sjóndeildarhringinn, eins t.d. að múslímum (norskum ríkisborgurum) þykir ögrun í krossinum í norska flagginu, á sjúkrahúsi í Kristiansand eru stofurnar á barnadeild, merktar með dýramyndum, múslímar vildu að "svínið" yrði fjarlægt og svona má lengi telja, það sem ég er að benda á með þessu, er að þetta verður svona "skrattinn úr sauðaleggnum" það sér ekki fyrir endann á þessu ennþá hérna, er þó langt síðan byrjað var að ympra á þessu svona eins og gert er á Íslandi nú.

Svo óskandi væri að þessi nefnd dragi þetta tilbaka í bili, á meðan getum við (almenningur) rætt þetta og áttað okkur svoldið á umfanginu, en fyrir alla muni takið nú tillit til þess hversu mikið tilfinningamál þetta er fyrir marga, og fyrst og fremst elskið friðinn og sameinist heldur um að koma landinu á réttann kjöl.

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 24.10.2010 kl. 15:09

9 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Ragga Það er ótrúlegt þegar maður bloggar um hin ýsmsu málefni þessa þjóðfélags kíkja nokkrir tugir manna á það og kannski einn eða tveir setja við það athugasemdir en minnist maður á Guð er eins og fjandinn verði laus. Slíkur er trúarhiti hinna "Trúlausu" Ættu menn ekki að byrja á að kynna sér málið. Fer eitthvað trúboð fram í skólum? Menn verða að byrja á að skilgreina hvenær trúboð er trúboð og hvenær trúarbragðarfræði er trúarbragðarfræði.

Sé litið til þeirra skrifa um málið á bloggsíðum víða er ég farin að hallast að því að skoðanir þessa fólks séu börnum mun hættulegri en hin meinti glæpur, það er Krisnifræðikennsla í skólum landsins.

Bárður Örn Bárðarson, 24.10.2010 kl. 15:13

10 identicon

Þetta virðist vera roslaega algengur misskilningur að kristni sé opinber trú íslendinga. Málið er að Ísland er trúfrjálst land þar sem trúfrelsi er stjórnarskrárbundið, þannig að opinberlega er Ísland trúfrjálst, ekki kristið.

Kristinfræðikennsla fjallar ekki um öll trúarbrögð, heldur kristni. Kennsla sem tekur á öllum trúarbrögðum heitir trúarbragða- eða trúarfræðikennsla.

Það eina sem fólk eins og ég, sem teljum okkur búa í trúfrjálsu landi, er að halda trúboði og helgisiðum utan við skólana.

Ég er t.d. ekkert viss um að þeir sem telja sig kristna væru ánægð með að það kæmu múslimaklerkar inn í skólana að tala um að eina leiðin til að sýna gott siðferði séð trúa á alla og biðja til hans, síðan er farið með öll börnin í moskvu og krakkarnir hlusta þar á klerka vera með trúboð og láta þau singja helgisöngva og biðja til Alla.

Í TRÚFRJÁSU samfélagi þar sem trúfrelsi er bundið í stjóarnarskránna á ekki að gera einum trúarbrögðu hærra undir höfði. En eina leiðin til að forðast það er að halda trúarbrögðum utan við skólana.

bjöggi (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 15:15

11 identicon

Vill taka það fram að ég tel ekkert að trúarbragðafræðslu, en eins og þetta er í dag í flestum skólum, eða var fyrir nokkrum árum, þá er þetta púra kristni-trúboð sem fer fram í skólunum, ekki trúarbragðakennsla. Þegar ég var í grunnskóla þá fékk ég t.d. biskupinn í heimsókn í tíma að segja okkur að eina leiðin til að vera hamingjusöm væri að trúa á guð, annars ættum við á hættu að fara út af sporinu (gullna meðalveginum) og gætum farið til helvítis, síðan var öllum gefið nýja testamentið. Ef það er ekki trúboð þá veit ég ekki hvað.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 15:19

12 identicon

Já svo má ekki gleima því um hver jól voru öll börnin skikkuð í messu í kirkju fyrir hver jól, þar var hlustað á prestinn tala um hvernig maður yrði hólpinn, síðan var farið með trúarjáttninguna, nokkrar bænir og svo voru sungnir helgsöngvar. Þetta er bara trúarstarf og trúboð, sem á náttúrlega ekki heima í skólunum. Í trúfrjálsu samfélagi ætti að sleppa þessu eða hafa það þannig að ein jólin væri farið í kirkju, næsta ár í moskvu, næsta ár eftir það í samkunduhús gyðinga, næsta ár eftir það blótað að sið heiðna og árið eftir það í búddahof, þá værum við kannski að fylgja stjórnaskránni.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 15:23

13 Smámynd: Ragnheiður

Takk Stjáni, mikið til í því - kannski verið að þyrla upp reyk.

Bárður nákvæmlega, það er miklu meiri hiti í hinum "trúlausu" en okkur hinum ræfilstuskunum.

Bjöggi ég veit ekki í hvaða skóla þú varst eða hvenær, ég var aldrei skikkuð í messur í skólanum né fékk ég biskup eða prest í heimsókn. Ég ákvað sjálf 7 ára að vilja fara í sunnudagaskóla og gerði það hjálparlaust alla tíð. Ekkert haldið neinni trú að mér heima nema við mamma heitin ræddum það lauslega.

Ragnheiður , 24.10.2010 kl. 15:27

14 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Er eitthvað unnið í skólum annað en heilaþvottur? Svona per se… Annars held ég að við séum í aðalatriðum sammála um þetta, Ragnheiður. Það eru svona trúfælingar sem eru að fara á límingunni.

Sigurður Hreiðar, 24.10.2010 kl. 15:29

15 identicon

Ég var í Austurbæjarskóla, þar vorum við skikkuð um hver jól í kirkju. Litli frændi minn er þar núna og þetta er enn svona þar í dag, með kirkjuna, veit ekki með að fá biskum eða prest í heimsókn með trúboð.

Ég var svo eins og þú, ég byrjaði að fara í krikju og í sunnudagaskólann upp á mínar eigin spítur, engin fullorðin með mér. Mér finnst líka rétt að fólk eða jafnvel börn finni þetta hjá sjálfum sér og taki ákvörðun um þetta sjálf , ekki af því að þau fengu prest í heimsókn í skólanum eða fóru í messu á skólatíma.

Ég er ekkert sérstaklega trúaður í dag, en ekki heldur trúlaus, finnst bara að trú, trúarsiðum og helgiathöfnum eigi að halda fyrir utan skólana.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 15:42

16 identicon

Já, byrjaði að fara í kirkju og sunnudagaskólann áður en ég byrjaði í grunnskóla. Ég man aftur á móti þegar ég byrjaði í skólanum kom Karl sigurbjörnsson í tíma til okkar til að "kynna" fyrir okkur guð og sunnudagaskólan, sem í dag finnst mér mjög rangt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 15:44

17 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Mannréttindi ganga aðallega út á að verja rétt minnhlutans...

Hér er spurning um nákvæmlega HVAÐ á heima í skólum. Er það fræðsla um heiminn, hvernig hann virkar og hvernig hann er, eða er það kennsla á hvaða skoðanir á að hafa.

Þetta er tvennt ólíkt. Trú er skoðun, og prestar hafa það hlutverk (samkvæmt biblíunni og samkvæmt þjóðkirkjunni) að BOÐA trú. Trúboð. Þeirra er að kenna börnunum að kristni sé góð. Ekki að kenna að kristni er góð og vond, og mjög sambærileg öðrum trúarbrögðum

Trúarbragðafræði er hinsvegar þetta síðarnefnda. Að kenna UM trú.

Skólar eiga að útskra heiminn eins og hann er byggt á þeim vísindum sem liggja bak við hvert fag. Útskra hvernig við getum skilið og misskilið heiminn.

Prestar hafa bara ekki réttan bakgrunn til að miðla þessum skilningi. Þeirra bakgrunnur og sérhæfing miðar að allt öðru markmiði en skólarnir miða að. Þ.a.l. eiga prestar ekki heima i skólum.

 Þeir prestar sem ég hef þekkt til hafa verið afbragðs fólk, engu að síður er ég trúlaus. Ég tel að trúaðir séu jafn gott/vont fólk og allir aðrir. En ég er ósammála mjög mörgu sem kemur fram í aðalriti hópsins (biblíunni) og vil ekki að mínum börnum sé kennt að það sem þar stendur sé á nokkurn hátt gott eða fallegt. Aukinheldur ber ég ekki virðingu fyrir stofnuninni "Þjóðkirkjunni" vegna mymargra mála þar sem stofnunin synir vanhæfni.

Mannréttindaráðið hefur þá skyldu að verja minnihlutann gegn yfirgangi meirihlutans. Öllum er áfram frjálst að senda börn sín í kirkju að eigin vali, og sunnudagsskóla og allt þess háttar. En ég, sem forráðamaður minna barna, hef rétt á að hafa áhrif á hvaða skoðunum er haldið að börnunum mínum. Allt sem er ekki byggt á staðreyndum er skoðun. 

Ari Kolbeinsson, 24.10.2010 kl. 15:46

18 identicon

Það er bara ekki til neitt betra í heimi hér en siðaboðskapur kristninnar sama hvað menn tauta og raula. Ég hef ekki séð neitt í líkingu við þetta hjá öðrum trúarbrögðum að elska óvin sinn og biðja fyrir þeim sem hata þig sem dæmi?

Sveinn (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 16:16

19 Smámynd: Ragnheiður

Ari gott innlegg...þarna kemurðu með einn merg málsins. Fólk vill nefnilega rugla saman þjóðkirkjunni og trú. Þetta þarf ekkert að fara saman. Get tekið undir margt hjá þér.

Bjöggi ég var í Laugarnesskóla - þetta er kannski misjafnt eftir skólum. Austurbæjarskóli er alger forngripur (ekki meint niðrandi)

Sveinn ég þekki ekki önnur trúarbrögð en tek undir orð þín að því leyti sem ég hef kunnáttu og vit til.

Ragnheiður , 24.10.2010 kl. 16:34

20 Smámynd: Ragnheiður

Sigurður já við erum á sömu línunni. Það eru hinir  "trúlausu"  sem hafa hæst og reyna að snúa okkur hinum af okkar skoðun.

Ragnheiður , 24.10.2010 kl. 16:35

21 identicon

Það lítur út fyrir að trúleysi sé ofstækisfull einskonar trú, og trúleysi skal troðið niður í kokið á hverjum sem er, best að hann sé sem minnstur svo hann geti ekki varist. Síðan er bent með ásakandi fingri á kirkjuna og kristnina. Ég þoli afar illa ofstæki trúlausra, jafnt og trúaðra, hvaða trú sem þeir játa. Og ég verð að segja það að "trúlausir" koma grunsamlega líkt fram og vissir trúaðir hvað fanatíkina varðar. Þetta er alltaf sama hringrásin í gegnum mannkynssöguna. Sífellt skjóta upp kollinum nýir og nýir ofstækismenn, ýmist með trú eða á móti. En, á endanum liggja allir í gröfinni, og með það í huga virðist þetta vera mesta fánýti að rífast yfir. Svo mörg voru þau orð og eigið góðan sunnudag.

Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 17:04

22 identicon

Hvernig getur það talist að vilja ekki trúboð í skólum, sé að troða trúleysi sínu á aðra? Þetta er þvílík rökleysa.

Það er engin að banna fólki að stunda trú, já eða boða hana, bara að trúin sé ekki stunduð eða boðuð innan veggja skólanna.

Svo, Ragnheiður, mér skilst að þjóðkrikjan hafi byjað að fara inn í skólana með trúboð fyrir umþb. 15-20 árum þegar vinsældir þjóðkirkjunar fóru að dvína fyrst. Þá ákað kirkjan að spyrna við þeirri þróun með því að fara stunda trúboð inn í skólunum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 17:39

23 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir ágætan pistil Ragnheiður. Algjörlega sammála Sigríði Ágústu. Öfgar og upphrópanir trúlausra virðast vera án takmarkana. Verra er að mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hlustar á öfgamenn. Tómas Waagfjörð gefur það nánast til kynna í sínum pistli að allir kirkjunnar menn hylmi yfir barnaníð. Svona tala bara ofstækismenn sem er ekki sjálfrátt. Ég hef skömm á barnaníði og Ólafur Skúlason framdi óhæfuverk. Ég er samt kristinn og þykir vænt um þjóðkirkuna en í augum þessa manns hlýt ég að hafa gerst sekur um hylmingu eins og allir í kirkjunni.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.10.2010 kl. 18:41

24 Smámynd: Ragnheiður

Sigga mín engu við að bæta hjá þér. Gott að eiga góða stóra systur.

Bjöggi, já það eru aaaaaðeins fleiri ár síðan ég var í skóla!

Guðmundur, ég sé að þú sérð þetta eins og ég. Þessar hræðilegu öfgar sem níða æruna af góðu fólki bara vegna þess að það er kristið. Ólafur Skúlason framdi vissulega óhæfuverk. Pála, sú sem kom fram með það mál opinberlega, er stórmerkileg kona. Hennar vegferð var að laga til hjá kirkjunni en ekki að gera útaf við hana.

Ragnheiður , 24.10.2010 kl. 20:35

25 Smámynd: Egill

já guð hvað þið góði og hógværi meirihluti eruð mikil grey, að við vondu brjáluðu ofstækistrúleysingjar skulum endalaust vera að væla yfir því að þjóðkirkjan skuli fá einhverja örfáa milljarða á ári og rukka síðan fyrir flesta aðra þjónustu sem þeir sem þyggja þjónustuna eru óbeint búnir að borga fyrir með skattpeningum sínum, og að við getum ekki hundskast til að halda kjafti þegar þeir sjá einhvern möguleika á að tryggja sér meðlimi í kirkjunni sinni með því að læsa klóm í krakka sem hafa ekki þroska, þor eða vitsmuni til að andmæla góðu mönnunum sem heimsækja þau í skólann og segja þeim hvað bjó til heiminn og aðrar álíka sannleikssögur um hvernig heimurinn virkar sem og heimurinn sem kemur eftir þetta líf.

tja, jú ætli ég haldi ekki bara kjafti í framtíðinni og skrái mig aftur í þjóðkirkjunna, ekki vil ég verða fyrir aðkasti ef ég einhvern tímann þyrfti á þjónustu þeirra að halda og sé að það eitt að borga fyrir þá þjónustu er ekki nóg.

Egill, 24.10.2010 kl. 22:17

26 Smámynd: Ragnheiður

Egill afhverju ertu dónalegur ?

Ragnheiður , 24.10.2010 kl. 23:16

27 identicon

Ef þekking hinna kristnu er ekki meiri en kemur fram í þessari færslu, þá er ekki nema von að allt sé í kaldakoli hjá hinum "kristnu" Íslendingum. Það er bull að við siðaskiptin hafi verið "ákveðið að gera landið, Ísland, kristið". Við siðaskiptin var ákveðið að Íslendingar myndu leggja af kaþólskan sið og taka upp mótmælendasið og innsiglað með manndrápi (Jón Arason og synir hans hálshöggnir af kristilegum kærleika). Mér sýnist sem hinir heilögu, sem hér hafa látið ljós sitt skína, hafi lært of mikil kristifræði en of litla sagnfræði.

Sagnfræðingurinn (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 07:11

28 Smámynd: Ragnheiður

Já það má vel vera. En þá má maður alltaf bæta við sig þekkingu. En ef það kemur hroki með þekkingunni í þessum mæli þá er nú orðið vafamál að slíkt borgi sig.

Ég heiti Ragnheiður, hvað heitir þú ?

Ragnheiður , 25.10.2010 kl. 10:18

29 Smámynd: Bjarni FJ

Sammála þeim hér sem hafa áttað sig á því að svokallaðir trúleysingjar eru mesti öfga- og ofsatrúarhópurinn á Íslandi í dag. Fámennur hópur en hávær og frekur.

Bjarni FJ, 25.10.2010 kl. 18:37

30 identicon

Það er löngu komin tími til að koma kirkjunni út úr skólum í þessu þjóðfélagi og jafnvel ríkinu. Stelpurnar mínar voru fyrir þessari vitleysu þegar krakkar voru teknir úr skóla til að fara í fermingar peninga leikinn eins og ég kalla það. Svo nokkrir aðrir krakkar sem eru þá í öðrum trú flokkum. Þær voru látnar bíða í skóla, eða í bókasafninu á meðan.  Þetta er gömul hugsun fyrir nýja tíma sem þú ert að halda við og er ísland er ekki kristin þjóð bara af því að kirkjan tók landið fast um miðaldar. Og ekki er hægt að líta á margt sem hún stoð fyrir með ánægju yfir árin, jafnvel að káfa á bornum. Það sem þarf er réttlæti og núna fyrir alla sem kalla sig íslendinga. Jafnvel var ekki leyfilegt að dansa í kristni tíð!!!! Þorsteinn Halldórsson 

Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 20:51

31 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú vissir ekki Ragnheiður, hvaða skítapoka þú opnaðir með þessu sakleysislega bloggi. En nú sérðu við hvaða ofstæki er að etja.

Sigurður Hreiðar, 25.10.2010 kl. 21:50

32 Smámynd: Ragnheiður

Þeir eru ýmsir taðpokarnir Sigurður en það er oftast best að lofta út öðruhvoru.

Ragnheiður , 25.10.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband