Getum við hjálpað ?
22.9.2010 | 21:17
hér kemur afrituð frétt af öðrum vef ;
Bankanúmer 0326-13-007171 og kt. 281071-5649
Söfnun fyrir einstæða móður sem er ein á erlendu sjúkrahúsi: Vírus í hjarta, nýtt hjarta og gangráður
Fjársöfnun er hafin fyrir fertuga einstæða móður sem fékk nýtt hjarta í vor en liggur ein á erlendu sjúkrahúsi eftir að hafa fengið nýtt hjarta sem ekki virkaði sem skyldi. Hún þarf nú að fá gangráð á hjartað.
Pálfríður Sigurðardóttir greindist með vírus í hjarta árið 2000 og varð að hætta vinnu tafarlaust. 29 ára gömul með ársgamalt barn varð hún tekjulítil, meðan heilsan versnaði stöðugt. Virkni hjartans var komið í um 15% og blóðflæði um 10% af því sem eðlilegt telst. Var svo komið að hún gat ekki lengur sinnt barni sínu vegna veikindanna og enga vinnu stundað. Læknar fundu enga lausn á vandanum aðra en að skipta um hjarta í henni og eftir margar mánaða dvöl á sjúkrahúsum hérlendis þar sem hún var nær ósjálfbjarga af ýmsum fylgikvillum hjartavandamálsins, gekkst hún undir hjartaskipti í Svíþjóð í vor.
Eftir margra vikna dvöl á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Svíþjóð kom í ljós að gjafahjartað virkaði ekki sem skyldi og þyngdist Pálfríður um 13 kíló af vökva í kjölfarið sem leiddi til nýrna- og blóðrásarvandamála. Enn stóðu læknar ráðþrota frammi fyrir vandamálinu og finna þá lausn eina að setja hjartagangráð á nýja hjartað.
Í Skessuhorni er fjallað um veikindi Pálfríðar, sem eins og gefur að skilja hefur ekki aðeins misst heilsuna, heldur er hún orðin gríðarlega illa stödd fjárhagslega. Þarf hún að dvelja á sjúkrahúsi í Svíþjóð í að minnsta kosti í mánuð til viðbótar. Systir hennar hafði verið úti um nokkurra vikna skeið, en nú er Pálfríður ein í Svíþjóð. Segir í Skessuhorni:
Pálfríður er því ein í Svíþjóð og segist kvíða því að þurfa að vera ytra ein í mánuð hið minnsta til viðbótar og ekki síður að ferðast ein heim. Fátt vill hún frekar en að fá að hafa einhvern hjá sér og hafa einhvern sem hún þekkir og treystir með sér á heimleiðinni. Sigurður sonur Pálfríðar er 11 ára og býr, á meðan hjá ömmu sinni í Staholtsey, og sækir skóla í sveitinni.
Eins og gefur að skilja af ofangreindu er Pálfríður í afar erfiðri aðstöðu fjárhagslega og verður flestar bjargir bannaðar næsta árið í það minnsta. Því er leitað til landsmanna um aðstoð. Þeir sem eru aflögufærir og hafa áhuga á að styrkja Pálfríði á þessum erfiðu tímum í hennar lífi geta lagt inn á eftirfarandi:
0326-13-007171 og kt. 281071-5649
Athugasemdir
Ragga mín ég skal leggja eitthvað inn á þennan reikning á morgun. Takk fyrir að vekja máls á þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2010 kl. 21:38
þú ert best í heimi - ég þekki ekkert til en ákvað að deila þessu :)
Ragnheiður , 22.9.2010 kl. 22:01
Margt smátt gerir eitt stórt, legg inn á eftir.
Knús og klús (hjarta)
Kidda, 23.9.2010 kl. 09:46
falleg hugsun hjá þér Ragnheiður - eitthvað svo ekta þú
Sigrún Óskars, 26.9.2010 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.