smá saman opnast umræðan

en þegar elsti sonur minn greip til þessa óyndisúrræðis þá hafði ég ekki hugmynd um hversu algeng sjálfsvíg eru. Í raun hugsar maður líka mest um þann sem maður missti. Þegar aðeins líður frá þá fer maður að sjá glitta í heildarmyndina. Þessi tala er þó áreiðanlega of lág, mörg sjálfsvíg eru hreinlega skráð sem annað.

Guð geymi alla okkar sem ekki gátu verið með okkur í lífinu. Megi allt sem gott er styrkja þá sem eru í þessum erfiðu sporum, að vera aðstandandi þess sem fyrirfer sér.


mbl.is 351 féll fyrir eigin hendi á 10 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talan er hærri það er ég viss um.Mörg dauðsföll eru skráð sem bílslys eða slys.Það sem er líka svo slæmt er að þeir sem leita sér hjálpar fá ekki endilega hjálp.Sumir fá hana en ef fólk hefur til dæmis fíknisjúkdóm og geðsýki er litla hjálp að fá .Örfáir ná sér þó sem betur fer.

Það er svo erfitt að vera sá eða sú sem eftir situr og getur ekki annað.

Guð styrki þig fallega Ragga

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 10:41

2 identicon

Guð blessi þig, styrki og verndi.

Jóna (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 11:55

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Margrét Birna Auðunsdóttir, 21.9.2010 kl. 17:53

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 21.9.2010 kl. 17:59

5 Smámynd: Kidda

Knús og klús

Kidda, 21.9.2010 kl. 19:26

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir þetta og segi guð gefi öllum kraft og ljós sem eru aðstandendur

Knús til þín Ragga mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2010 kl. 19:36

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Ragnheiður mín, já ég er líka viss um að það eru miklu fleiri sjálfsmorð hér en opinberar tölur segja.  Ég hrekk alltaf við þegar sagt er í dánarfregnum elskulegur sonur okkar, eigimaður og faðir varð bráðkvaddur að heimili sínu.  Það eru örugglega margar svoleiðis daprar sögur sem aldrei verða sagðar.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2010 kl. 22:27

8 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 22.9.2010 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband