aðkoman að vellinum
4.9.2010 | 16:41
væri þægilegri fyrir okkur sem skilum af okkur fólki ef gerður yrði hringakstur inn á svæðið. Í dag eru tvær innkeyrslur inn á svæðið og bílar troðast beggja vegna inn á. Við sem erum að skila þarna fólki erum óþægilega fyrir en sem betur fer ekki lengi. Hinir eru að leita að stæði fyrir bílinn meðan leikurinn stendur yfir. Betra væri að ekið væri inn á öðrum staðnum og út á hinum.
Að öðru. Ég lokaði á einn hér áðan, hafi ég þá yfirleitt kunnað það. En ég og hann eigum enga samleið og líklega ekki á neinum sviðum. Ég er ekki svo mikið málfrelsiskona að ég þiggi endalausan skít í athugasemdakerfið.
Í dag eru liðin 3 ár frá því að Hilmar flutti um set og var settur niður í Gufunesgarði. Garðurinn sá er að verða afar fallegur ...gróðursæll og fínn. Ég er að reyna að upphugsa breytingu á leiðinu hans. Ætlaði að bæta við steinum en nú fást þeir ekki lengur. Hef líka verið að berjast við grasið á leiðinu, vil það ekki þar.
En jæja....hugsa áfram
Sjötíu fengu sekt á leiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í tilefni þess að það eru bráðum 3 ár síðan ég fór að gerast laumulesari hjá þér þá vil ég skilja eftir mig spor.
Þú hefur kennt mér svo margt á þessum tíma og ég þakka þér fyrir það. Ég ætla ekki að segjast skilja hvað þú ert að fara í gegnum því ég hef ekki reynt það á eigin skinni en mér finnst þú svo sterk.
Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 17:07
Þakka þér hlý orð Valgerður "laumulesari" og æfinlega velkomin að lesa.
Ragnheiður , 4.9.2010 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.