Hvers vegna

erum við í stjórnmálasambandi við Ísrael ?

Hvað þyrfti það ríki að gera til að við myndum hafa þor til að slíka sambandinu við það ?

Í allan dag hef ég verið með óbragð í munni. Þeir hafa reyndar oft lagst lágt - eins og fosfór árásirnar á Caza. Blýþrættu svo eins og sprúttsalar - en brunasárin voru talandi vitnisburður um gerðir þeirra.

Auðvitað má segja sem svo að okkur komi þetta ekki við enda er þetta óralangt í burtu frá okkur.

Þegar við verðum dauð fyrir slíkum atburðum þá verðum við orðin fúin og feyskin að innan og eigum þá ekkert eftir annað en að molna niður.


mbl.is Hrikalegir atburðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragnheiður,

Mig  langar  aðeins  að   trufla  þessar  hugleiðingar  þínar  með  því  að   benda  þér  á  þá  staðreynd:

,,AР ÞAР HEFUR  RÍKT  STYRJALDARÁSTAND  ÞARNA   FRÁ  STOFNUN  ÍSRAELSRÍKIS."

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 21:55

2 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha já takk Skúli, ég var reyndar ekkert viðstödd fyrr en síðustu 40 og eitthvað árin.

En væri þá ekki rétt að gera eitthvað í málinu ?

Ragnheiður , 31.5.2010 kl. 22:45

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skúli er það afsökun fyrir þessu framferði?

Ragnheiður við verðum að slíta stjórnmálasambandi við júðana! en Össur getur það ekki vegna þess að hann er heigull!

Sigurður Haraldsson, 1.6.2010 kl. 02:32

4 Smámynd: Kidda

Mér finnst það eðlileg krafa allra þjóða að slíta á öll tengsl við Ísraelsmenn. Og við eigum að gera það eins og skot. Svo einfalt er það.

knús og klús

Kidda, 1.6.2010 kl. 08:24

5 identicon

Skúli!

Af hverju hefur ríkt styrjaldarástand þarna frá stofnun Ísraelsríkis?!

Palestínumenn voru þarna fyrir og Ísraelsmenn komu og tóku af þeim landið. Ekkert skrýtið að Palestínska þjóðin hafi risið upp og reynt að berjast fyrir landi sínu.

Það á að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael strax og sniðganga vörur frá þeim!

Knús til þín, Ragga mín

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 18:02

6 identicon

Það fólk sem að bjó á Palestínuskaganum voru velkomnir í nýstofnað Ísraelsríki sem alþjóðasamfélagið lagði til að þeir sem að lifðu af útrýminguna í Þýskalandi ættu að fara í, en Arabarnir í kring sögðu þeim sem að bjuggu þar fyrir að koma sér úr þessu landi því að þeir ætluðu að drepa allt kvikt í þessu landi en bönnuðu þeim (Palestínuaröbum) að koma samt til þeirra.  Arabar eru búnir að drepa mörg þúsundir Ísralesmanna á þessum 40 árum sem að þeim var plantað þarna af alþjóðasamfélaginu fyrir rúmum 40 árum.  Síðast þegar að ég var í USA var viðtal við konu sem var Palestínuarabi og hún ætlaði að eiga eins mörg börn og hún gæti til að drepa sem flesta Ísraelsmenn og átti hún við að þau áttu að deyja í sjálfsmorðsárásum. Nú eru þær reyndar hættar í bili því að Ísraelsmenn fóru að setja yfir lík Palestínuaraba svínsleður og það er víst ekki gott í þeirra trúarbrögðum....

bs (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 19:14

7 identicon

Voru Palestínumenn velkomnir í nýstofnað Ísraelsríki?!

Myndi þér sem sagt finnast það bara gott mál, að einhver hópur fólks réðist inn í þitt bæjarfélag og tæki sér bólfestu þar, í til dæmis þínu húsi og byði þig svo velkominn að búa í kompunni í kjallaranum?!

Og - hvað eru Ísraelsmenn búnir að drepa mikið af Palestínumönnum á þessum 40 árum?!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 21:03

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er einmitt málið kötturinn(júðarnir) leika sér að flugunni(Palestínumönnum)hreinn viðbjóður framkoma þeirra og heimska þeir ættu að hugsa 60-65 ár til baka og hlusta á afa og ömmur þá á ég von á að umsátrið um Palestínu muni fljótt slakna!

Sigurður Haraldsson, 1.6.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband