ýmsar hugleiðingar
14.5.2010 | 15:17
Þessi hefur verið í fréttum undanfarið, hann hagar sér svipað og aðrir menn í svipaðri stöðu og hann er í. Samúð mín liggur hjá fórnarlambi hans og að hafa hann svo áfram á hælunum hefur verið hrein skelfing. Hér er fréttin
Það er afar erfitt fyrir bændur að koma ekki lambfé út og þrengslin verða alveg gríðarleg. Það minnst tvöfaldast í húsunum og lömbin eru uppátækjasöm og prakkarar, erfitt að henda reiður á þeim ræflunum. Nú skil ég þetta með búfjársjúkdómalínurnar en mér finnst að það ætti að reyna að koma þessu fé burt þaðan, á ómengaða afrétti. Það mætti skoða rollurnar áður til að vera viss um að ekkert ami að neinni þeirra. Þetta eru vondar aðstæður hjá bændum og hér er sú frétt
Ragna dómsmálaráðherra talar um að fjölga dómurum, það er nú eitt og sér ekki nægilegt. Það vantar ritara og senditíkur með pappírana. Það er nú ekki nema 3 mínútna gangur milli héraðs og hæsta og þá geri ég ráð fyrir brekkunni upp Hverfisgötuna. Við svona verður ekki unað og hér er frétt sem vakti upp þessar pælingar
Rúv er að spara og endurvinnur af krafti gamlar upptökur. Nú um stundir les Indriði G. Þorsteinsson söguna "norðan við stríð" . Það er nú nokkuð langt síðan sá ágæti rithöfundur safnaðist til feðra sinna. En ég er sátt við þetta. Í eigu útvarpsins eru margar slíkar perlur og það er um að gera að endurnýta þær.
Af okkur hér er allt ágætt að frétta. Lífið gengur sinn vanagang nema auðvitað fjármálin í veseni eins og hjá ansi mörgum öðrum í þessu landi. Venjulega hef ég verið nokkuð vongóð um að þetta reddist en núna er ég alls ekki svo viss. Og óvissan er vond.
Athugasemdir
Það var svo gaman að hitta ykkur í dag, hef ekki fyrr séð þig svona hressa og vel útlítandi.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2010 kl. 21:19
Takk Ásdís mín virkilega gaman að hitta ykkur. Ég sé að Bjarni er ekki nærri nógu góður í bakinu ...
Kær kveðja
Ragnheiður , 15.5.2010 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.