tek undir með þeim

ég er ein þeirra sem var ekki ánægð með ummæli forsetans. Oft má satt kyrrt liggja sko. Katla getur gosið hvenær sem er. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir. En að koma með það þegar þúsundir manna eru strandaglópar á flugvöllum var ekki snjallt múv. Auðvitað hélt fólk að allt væri í voða hérna þá ! Hvað átti það að halda ?

Bæði innlendir og erlendir fréttamiðlar skarta fréttamönnum sem tala á innsoginu - alveg yfirkomnir af æsing.

Þó að stefnan nú sé ; allt uppi á borðinu, þá er óþarfi að hræða fólk með einhverju sem gæti gerst - einhverntímann í framtíðinni.

Þessi íslensku fyrirtæki sem eru nefnd þarna eru frábær og hafa unnið mjög gott landkynningarstarf.

 


mbl.is Hætta við kvikmyndatökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sammála þér eins og næstum alltaf.  Það er óþarfi að hræða fólk með einhverju sem gerist líklega einhvern tíma.

Anna Einarsdóttir, 5.5.2010 kl. 13:18

2 Smámynd: Kidda

Það er alveg ljóst að einhvern tímann gýs Katla og það frekar fyrr en seinna held ég. Það sem við þurfum að gera er að sýna umheiminum að hérna er ekkert vandræðaástand. Hins vegar hefðu flugvélaframleiðendur ekki þyrft að sofa svona lengi á verðinum. Auðvitað hefðu þeir átt nú þegar að vita að aska fer ekki vel með mótorana og vera búnir að finna upp nýja sem þola öskuna.

Hef hins vegar enga skoðun á því hvort það var rangt af honum að segja þetta eður ei. En ef það kemur flugvélahönnuðum af stað í nýja hönnunarvinnu þá er það vel. Því ef Katla fer af stað þá óttast ég að Eyjafjallagosið sé barnaleikur á við Kötlugos.  Það er móðir náttúra sem öllu ræður.  

Knús og klús

Kidda, 5.5.2010 kl. 17:18

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Og mér finnst það tepruskapur. Ísland er spennandi og sérstakt land og væri það alls ekki nema fyrir tilstilli jökla og eldfjalla.

Forsetinn gæti lært sitthvað af Ómari Ragnarssyni um umfjöllun um eldfjöll, en ég bara skil ekki hvað fólk finnur að orðum hans. Þau skipta Alls Engu máli í samhengi hlutanna í ferðaþjónustu og slíku. Það er pólitískt skrum.

Orð hans eru gersamlega kaffærð af drunum Eyjafjallajökuls og þrúgandi þögninni á flugvöllum Evrópu. Eitt eða tvö viðtöl sem Herra og Frú Neikvæð túlka upp eftur löngutönginni á sér hafa ekkert að segja í þær staðreyndir.

Svo mikilvægur er íslenski forsetinn ekki.

...er þetta ekki annars fyndið? Í öðru orðinu er forsetinn "einskis virði, valdalaus og máttlaus" og í öðru orðinu "hljóma orð forsetans um heimsbyggðina og stýra áliti þjóða heimsins á okkur". Við erum nebblega ekki okkar eigin gæfu smiðir, eða hvað? :)

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.5.2010 kl. 19:49

4 Smámynd: Ragnheiður

Nokkuð til í þessu hjá þér Rúnar - ég hefði samt viljað að kalluglan hefði talað um eitthvað annað :)

Ragnheiður , 6.5.2010 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband