Hvernig er kínverska spakmælið?
25.4.2010 | 20:19
með að þú getir ekki sett þig í spor annars nema hafa gengið í sporunum hans ?
Munið þið þetta nákvæmlega ?
ég hef verið að hugleiða einmitt þetta í dag. Maður hefur allskyns fólk í kringum sig - alla æfina. Ég tók góðar skorpur í sálfræðingum og AlAnon og svona dóti öðruhvoru. Það sem einn sálfræðingurinn sagði við mig í einum tímanum hefur alltaf verið í huganum. Hann sagði að þrátt fyrir að fólk segi að blóð sé þykkara en vatn þá á maður einfaldlega ekki að umgangast fólk sem lætur manni líða illa. Ég man ekki hvaða sálfræðingur þetta var, ég byrjaði að fara í skóla, unglingadeild. Þá var ég svo lánsöm að hafa Þráinn skólastjóra í Laugalæk og hann var mér afar góður og sendi mig m.a. til sála. Ég man ekki enn hversu létt sporin voru upp úr kjallara skólans eftir fyrsta tímann. Frábært.
Síðan hafa þeir verið fleiri og ýmislegt annað sem ég hef verið að notast við til að reyna að koma böndum á drauga fortíðar. Stígamót voru t.d. alveg ágæt og þar skrifuðum við bréf til kvalara okkar og áttum að lesa fyrir þá eða senda þeim. Minn var þá þegar í gröfinni þannig að ég las það þar.
Oft hafa þetta verið örfá skref áfram en enn fleiri afturábak. Núna er eitt afturábak tímabil í gangi. Í þessu tilviki snýst þetta um ; heggur sá er hlífa skyldi. Það er ekki varið í það en aldrei læri ég að treysta ekki á þetta fólk.
Verði mér að góðu
En það er fullt af góðum félagasamtökum þarna úti. Við skulum vera dugleg að nota okkur það - þau okkar sem þurfum þess með. Fyrir okkur sjálf.
Athugasemdir
Því eldri sem ég verð, þeim mun færra fólki treysti ég.
Þér treysti ég þó 100% og get ekki skilið hvernig fólk getur verið vont við manneskju sem er eins góð og þú ert.
Anna Einarsdóttir, 25.4.2010 kl. 20:32
Anna mín segi það með þér, myndi treysta þér 100% líka. Ég verð að taka enn eina stefnu í þessu lífi - líst svona ekkert of vel á það en jæja...það er ekki eins og sú hugmynd hafi verið mín heldur. Ég þarf að bera virðingu fyrir ákvörðun viðkomandi
Ragnheiður , 25.4.2010 kl. 20:52
Man það ekki svo.... eitthvað með að setjast ekki í dómarasætið fyrr en þú hefur gengið í skóm viðkomandi?
Elsku stelpan mín - láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif á hvernig þú dæmir sjálfa þig. Þeir hafa ábyggilega ekki gengið í skónum þínum.
Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2010 kl. 21:11
Hrönnslan mín, þannig einhvernveginn er það einmitt. Ég er alltaf að reyna að rækta utan á mig meiri skráp, gengur seint. Alltaf eitthvað gat á þessu apparati ...
búin að stoppa í það í bili...
love you stelpur
Ragnheiður , 27.4.2010 kl. 22:08
Anna Einarsdóttir, 27.4.2010 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.