a bit blue
25.4.2010 | 13:43
og kannski er ástæða til. Kannski er engin ástæða til. Það fer líklega eftir því hvern maður spyr. Fólk hefur endalausar skoðanir á manni, innan og utan. Þrátt fyrir að maður reyni að skeyta ekki um það þá stundum bítur það mann í bakið. Undarlegasta fólk bregst.
Þetta var ekki það sem ég ætlaði að skrifa um í dag heldur þetta.
Mig dreymdi draum í morgun. Ég var að ganga frá öllum mínum hlutum. Þetta voru s.s. mínir síðustu dagar. Þetta fór allt voðalega huggulega fram. Ég var að gramsa í allskonar dóti og velja hver ætti að fá hvað. Sigga átti t.d. að fá allt prjónadraslið. Ekki veit ég hvað hún ætti að geyma það, ekki beinlínis plássrík.
Svo vaknaði ég.
Ekki lasin, ekki dauð. Og ég varð sár. Ég var alveg til í að láta þessu lífi lokið og var ekki sátt við að vakna hraust, lífleg.
Það var spes.
Það er að vísu ekkert nýtt að ég hafi takmarkaðan áhuga á þessu lífi. Ég er margbúin að leita eftir hnappi sem stendur á restart en finn hann ekki. Það þarf að þrauka hér og vona að það komi eitthvað betra á eftir þessu.
Ég ætlaði líka að fjalla um fyrirgefninguna eins og ég sé hana. Fólk sem æðir áfram í hroka og telur sig eiga heiminn og ráða öllu sem þar gerist eru ekki þess verð að þeim sé fyrirgefið. Þau tala um fyrirgefninguna en meina ekki neitt í raun með því. Samt er aldrei hægt að fyrirgefa fólki fyrr en fólk biður um fyrirgefningu. Sumt er ófyrirgefanlegt. Þannig er það bara.
Lífið er fullt af hindrunum. Sumar vefjast ekki fyrir manni en aðrar þvælast fyrir manni alla æfina. Maður reynir að leysa vandann en hann kemur alltaf aftur upp.
Það er þreytandi.
Ég held að ég ætti að hafa lokað fyrir athugasemdir- þetta er ekki umræðupistill.
Bara taut
og raus.
Athugasemdir
Hef þá einu skoðun á þér Ragga mín að þú ert bara æðisleg kona.
Bit í bakið fær maður aftur og aftur, en mér hefur reynst best að elta ekki ólar við vitleysuna.
Afar fáir kunna að biðjast fyrirgefningar af heiðarleika.
Kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.4.2010 kl. 14:03
Fjandann er fólk alltaf að bíta þig á bak.? það er svo miklu betra að vera góður, láttu mig vita hverjir eru leiðinlegir, ég skal fara og berja þá með einhverju þú ert algjört yndi og dugnaðarforkur og átt að halda því áfram, láttu engan segja þér neitt annað. knús
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2010 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.