Ég hef brugðist eins og aðrir
18.4.2010 | 13:35
það eru fáir í þessu þjóðfélagi græðginnar sem héldu haus.
Í mörg ár kaus ég sjálfstæðisflokkinn, taldi mig vera að kjósa stöðugleika.
Ég naut þess að auðvelt var að fá bankalán.
Við erum nú í gömlu einbýlishúsi og eigum tvo bíla sem eru notaðir í vinnuna, bílarnir verða báðir tíu ára í desember.
Í einhverju varúðarkasti borgaði ég næstum alveg niður annan -nokkrum dögum áður en Himmi dó.
Það með átti ég ekki varasjóð til að borga útförina og tók yfirdrátt. Við erum enn með hann.
Í fyrsta skipti núna erum við að draga milli mánaða verulegar upphæðir skulda.
Mér sem þjóðfélagsþegni, bar að fylgjast betur með mínu umhverfi. Ég mátti vita að allt væri komið á yfirspan. Ég átti ekki endilega að treysta öðrum til að fylgjast með.
Ég svaf ekki alveg á verðinum, ég hef verið minnt á það að ég hélt því fram í vinnunni að þetta fólk ætti ekkert þessa peninga- þetta væru allt pappírsturnar. Þá var skellihlegið að mér.
Ég vil hinsvegar leggja fram mig í uppbygginguna. Ég er að hugsa um hvað sé best að gera og hef byrjað á að aftengja mig frá hrunfólkinu, hrunfólkið er þeir sem aldrei tala um annað né hugsa um annað. Ég mun forðast að lesa slík blogg.
Ég mun hinsvegar njóta þess að hlusta á uppbyggilegar -glaðar raddir sem vilja skapa leið áfram.
Mig langar að búa hér áfram en geti ég það ekki þá verður að hafa það. Að tapa peningum er ekki endalok alls. Það þarf að breyta hér ýmsu - ég hefði viljað að húsnæðislánin hefðu farið með í þrot bankanna.
Í mínu uppeldi þótti ekki fínt að vera fallít - þessu viðhorfi berst ég við að breyta og vil minna mig á að missi fólk ofan af sér þá er ekki endilega við það að sakast. Kerfishrun og forsendubrestur er ekki neinum að kenna, beinlínis. Ekki frekar en eldgosið sem virðist ætla að gera útaf við vinnuna mína.
Nú verður leiðin að liggja upp á við. Hrunbloggarar ættu að sjá sóma sinn í að telja kjark í sína þjóð, við höfum öll overdósað á svartsýni undanfarið .
Hetjurnar mínar eru bændur og íbúar fyrir austan. Hugur minn er hjá þeim.
Einn bóndinn tók sig til og fór að plægja, hann er ekki af baki dottinn og sýnir þarna að sama í hvaða aðstæðum maður er. Það er þó óþarfi að gefast upp.
Ég var óskaplega hreykin af þessum samlanda mínum áðan.
Nú er ég farin
Athugasemdir
Flottur pistill !
Anna Einarsdóttir, 18.4.2010 kl. 14:33
Góður pistill hjá þér mín kæra. Hrunið snertir fólk misjafnlega, við erum að finna fyrir afleiðingunum núna einu og hálfu ári á eftir.
En við þurfum að fara að byggja upp á nytt þjóðfélag sem er laust við gallana í hinu fyrra. Við verðum sjálf að reisa skjaldborginaum okkur sjálf og eignir okkar.
Knús og klús
Kidda, 18.4.2010 kl. 19:09
Sigrún Jónsdóttir, 18.4.2010 kl. 21:21
Þú ert bezt!
Hrönn Sigurðardóttir, 18.4.2010 kl. 22:19
Góður pistill Ragga mín, þú ert frábær, ég axla mína ábyrgð en hún er ekkert í líkingu við hrunmeistarana. Við erum flottar
Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2010 kl. 22:22
Flottur pistill frá flottri konu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2010 kl. 08:49
Mikið er þetta líkt þér Ragnheiður mín. Í mínum huga ertu hvetja sem gott er að eiga að.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2010 kl. 18:06
Húrra ! Ragna þetta er rétta hugarfarið, vona bara að þú "smitir" sem flesta, ég er með samviskubit líka, ekki vegna þess að ég kaus vitlaust, má nefnilega kjósa til alþingis svo lengi sem ég er með íslenskan ríkisborgararétt og svo til sveitastjórna hér, en kaus aldrei eftor að fluttum út, nei vegna þess að með nútíma sambandstækni hefði maður allavega getað reynt að hafa einhver áhrif, en ég er eins og þú bjartsýnn og handviss um þessi harði skóli sem þjóðin gengur í gegn um núna, hlýtur að verða til þess að þeir sem valdir verða til að stjórna, skilji nú að hvortveggja, frelsið og valdið er einskis virði án ábyrgðar.
Kristján Hilmarsson, 20.4.2010 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.