Sé dansað á línunni
13.4.2010 | 23:15
Hef nú setið með tölvuna mína í fanginu í rúman hálftíma og skoðað hinar og þessar frétta og bloggsafnsíður.
Bæði í gærkvöldi og í kvöld var ég að vinna þannig að ég fylgdist takmarkað með en reyni svona að drekka þetta í mig með hraði áður en ég fer að sofa.
Ég var að spá í áðan, ætli bloggarar þurfi almennt fræðslu um meiðyrðalöggjöf ? Sumir dansa alveg á línunni og eru jafnvel farnir yfir strikið í fúkyrðaflaumi.
Heldur fólk að það megi bara segja hvað sem er ? og hvernig sem er ?
Ja hérna...
Farin í draumaland, þar eru blóm og ský og sveppir ! eða eitthvað..
Athugasemdir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2010 kl. 00:24
Dúlla
Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2010 kl. 12:00
Veistu..... ég er þér svo hjartanlega sammála Ragga mín. En vonandi áttir þú annars fallega drauma.
Christine Einarsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 08:04
Held að það sé ansi mörgum heitt í hamsi og kannski þeirra eina vop sem þeir hafa er að tja sig um hlutina með ljótum orðum en það verður að passa aðeins samt upp á hvað fólk segir á opinni bloggsíðu. Svo líður þetta vonandi yfir og við förum að takast á við vandamálin, bæði hvað varðar efni skýrslunnar og alls annars sem setið hefur á hakanum.
Þó svo að gosið sé kærkomin tilbreyting fyrir aðra en sem búa næst því þá getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og ekki bara fyrir okkur. Spurning hvort það gæti undir vissum kringumstæðum valdið annarri kreppu ef það verður langvarandi.
Knús og klús
Kidda, 17.4.2010 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.