Meðan ég var á brettinu
12.4.2010 | 13:30
þá horfði ég og hlustaði á þessa menn tala og fréttamenn spyrja. Enn hef ég svosem ekki rekist á neitt sem kom mér á óvart en hló mig alveg máttlausa áðan þegar "fréttamaður" útvarps Sögu spurði ábúðarmikill Kristínu Ástgeirsdóttur um meinta vanhæfni hennar og vinskap við ISG og fleira í þeim dúr. K.Á. var fljót að svara honum og benti honum kurteislega á að hann væri að rugla henni saman við nöfnu hennar Árnadóttur. Mér fannst ég heyra niðurbælt fliss í salnum.
Ég eignaðist rosa marga vini áðan enda átti ég lifrarpylsukepp, bæði Keli og kisurnar vildu ólmar fá bita. Svo var Keli að horfa hérna út stofumegin, ég sé að hann fer að ókyrrast mikið og urrrar. Þá er strákur þar að tala við Rómeó. Keli ætlaði alveg yfirum, einhver að taka hans kisustrák, það gekk ekki.
Og nú er smáfugl að gera grín að Rebba kisu, hann hoppar skríkjandi grein af grein og kisi litli kann ekkert á þetta.
En nú er það sturta og skella sér svo út að vinna. Vonandi verður heilsan til friðs núna, náði mér í magapest á laugardaginn og leið ekkert vel í gær
Fyrsta eintakið afhent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi frá Sögu var brandarakall dagsins... þóttist voða grimmur en svo koðnaði hann alveg niður... held við sjáum hann aldrei aftur...
Bestu kveðjur í dýraríkið þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir.
Brattur, 12.4.2010 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.