í fortíð, framtíð og nútíð

hafa sporin legið í dag.

Fólk segir að maður eigi ekki að skeyta um fortíðina, hún sé liðin. Það er nokkuð til í því en hafi fólk áhuga á að læra og þroskast þá verður það að skoða fortíð sína öðru hvoru. Framtíðin er óskrifað blað og maður getur ekki ráðið hverjum staf sem þar skráist. En sumu ræður maður þó.

Stundum spái ég í hvort kom á undan, hænan eða eggið. Samhengið er þetta ; ég hef félagsfærni á við fisk -gullfisk í kúlu- og geri mér alveg grein fyrir því. Hef þ.a.l. afar takmarkaðan áhuga á fólki í sjálfu sér, það er betra í fjarlægð. Svona hef ég alltaf verið og hef stundum tekið smá aríur í að laga þetta en alltaf endað með að sárna við einhvern og bara farið á öryggissvæðið aftur og kann best við mig þar. Búin að læra að ég þarf engan nema mitt fólk og það er nóg. En hvort kom á undan, þessi félagslega fötlun eða eineltið í skólanum ? Ég hef gert upp marga kafla í lífinu, fyrirgefið eða verið fyrirgefið eftir hentugleikum en skólann hef ég aldrei gert upp.

Áðan var ég að hugsa um þetta og komst þá að því að ég man ekki hvað bekkjarfélagar mínir heita, ég myndi ekki þekkja þau. Er þá ekki tilgangslaust að vera sár út í skólann ? Kona sem ég kannaðist við bjó við hliðina á skólanum, ég fór tvisvar eða þrisvar til hennar. Fyrsta skiptið þorði ég ekki að horfa að skólanum, kíkti á hann í næsta skipti en stóð svo lengi og horfði á hann í þriðja sinnið. Þá var einhver farinn að stara á móti þannig að ég forðaði mér bara haha.

Um þetta leyti hef ég búið hér í sæta hverfinu mínu í 3 ár. Ég kann ofsalega vel við mig hér.

Fólk er að tala um þessa skýrslu sem á að koma á morgun. Ég hef ekki trú á að í henni verði neitt sem ekki hefur komið fram áður. Ég mun varla nenna að spá í hana. Ég er orðin leið á sporgöngumönnum kreppunnar. Ég vil áfram, ég á erindi við framtíðina, ekki kreppuna.

Ég held að ég hafi ekki ætlað að segja meira hér.

Ég er önnum kafin við að hreingera herbergið okkar Steinars - vorhreingerning.

Þið sem eruð vinir á Facebook, ég ætla að setja inn myndir þar af ástandi mála hér í morgun. Facebook síðan mín á að vera opin öllum þannig að þið hin getið leitað að mér þar :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Fortíðin er partur af okkur,  og þvi ekki umflúin. Við viljum alls ekki og eigum ekki að gleyma henni.  En vissulega er okkur varla ætlað að dvelja í fortíðinni.

Það yndislegasta við þig Ragga er hvað þú ert heil og fordómalaus. Það er svo gott í kringum þig, enda kannski ekki hægt annað með öll þessi dýr á heimilinu! 

Skýrslan er um efnahag, svik og pretti. Þeir sem hafa upplifað alvöru sorgir kippa sér ekki mikið upp við skýrslur  um vonda kalla í fjármálum og mútur og hvað það sem nú er. 

Fjölskyldan manns er nr. 1,2,3,4 og 5 .. og svo má lengi telja, einhvers staðar þarna í röðinni eru að vísu bestu vinir manns - þeir sem eru traustir og umvefjandi, en oft eru bestu vinirnir líka í fjölskyldunni, maki, börn og systkini .. foreldrar jú! Auðvitað. 

Erindið okkar er að sjálfsögðu við framtíðina, vel orðað hjá þér, en ekki kreppuna.  Fram þjáðir menn í þúsund löndum  og allt það ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.4.2010 kl. 15:44

2 Smámynd: Ragnheiður

Takk Jóhanna mín, þú ert eðalkona. Svo sit ég hér glottandi núna, í þessum skrifuðu orðum var verið að hnippa í mig af gömlum skólabróður sem ég man auðvitað ekkert eftir - á facebook haha

Ragnheiður , 11.4.2010 kl. 16:20

3 Smámynd: Ragnheiður

Gleymdi...ég er alls ekki fordómalaus, hef til dæmis leiðinlega fordóma gegn byttum! En ég er að reyna að vinna í þeim og verð líklega orðin góð af fordómum daginn áður en ég drepst !!

Þú ert samt eðal Jóhanna mín

Ragnheiður , 11.4.2010 kl. 16:21

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég vil einnig framtíð þó ég viti af fortíðinni, en við fáum aldrei þá framtíð sem við viljum, sem ætti að vera sannleikanum samkvæm nema bara með okkur sjálfum.

Það er gott að moka út og við erum í mörg ár að því. Einmitt það sem ég er að gera um þessar mundir.

Um leið og ég er búin að fá heilsuna fer ég í skápana, er nú oft búin að því.

Knús í hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2010 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband