Danssporin stigin

í þessum endalausa Hrunadansi.

Ég er orðin svo dauðleið á þessu. Hljómsveitin löngu orðin fölsk og leiðinleg. Klappliðið situr draugfullt við barinn og klappar þaðan, fyrir hverju öðru.

Þetta er búið að pirra mig lengi en svo kemur formaður Sjallanna á vettvang og leggur alveg línurnar við lestur skýrslu sem hann hefur ekki séð en greinilega óttast innihald hennar. Það er auðvitað hans réttur. Ég óttast ekki þessa skýrslu. Viss um að ekkert gerist nema einhverjir bloggarar fara á hliðina...og margir þeirra eru oftast á hliðinni eða hvolfi hvort eð er.

Ég vil fara að fá lausnir og hugmyndir, framkvæmdir, jákvæðni og gleði. Við getum ekki setið föst í kreppu - það gengur ekki upp.

Ekkert helvítis væl.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Ég er ekki mjög dramatísk, áreiðanlega leiðinlega föst á jörðinni bara.

Eins og ég hef oft sagt þá leiðist mér  fólk. Það þurfa að vera alveg sérstakir karakterar til að ég nenni þeim. Undantekning á þessu er fólkið mitt. Það sleppur við að mér leiðist það. Það fólk sér mér líka alveg fyrir öllum þeim félagsskap sem ég þarf. Ég á hinsvegar eina svakalega góða vinkonu. Hún er heldur ekki dramatísk, frekar en ég. Við ætlum að hittast bráðum stelpurnar ....

Ein kunningjakona mín til margra ára fór alltaf í saumaklúbb. Hvernig nennirðu þessu stundi ég alveg skilningsvana. Þetta er svo gaman sagði hún, gott að borða og svona. Svo leið og beið. Svo tók ég eftir að hún var farin að vera heima þessi áður saumaklúbbskvöld. Ég spurði hana varlega. Já sko dæsti hún. Málið var að eitt kvöldið var Jóna ekki viðstödd og öllu kvöldinu var eytt í að tala illa um hana. Ég sá að svona myndu þær tala um mig ef ég mætti ekki einn daginn og ég ákvað að hætta.

Ég held að maður geti "overdósað" á samskiptum við fólk.

Ég nýt þess hinsvegar að vera heima, slaka á og hafa það gott.

Og hérna set ég punktinn...

Já..það á að kjósa í vor. Ég get ekki séð að neitt sé handa mér að kjósa hér í minni sveit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Endalaust dansað og vinstri klappa til vinstri og hægri klappa til hægri - það breytist ekkert...... og þó er bloggað og bloggað og bloggað og bloggað og........ :)

Ég styð ódramtízkan hitting - þar sem jafnvel er talað um annað en hrun og kreppu

Hrönn Sigurðardóttir, 9.4.2010 kl. 23:29

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er svo heimakær að þegar ég er ekki í vinnunni þá er ég heima.  Ég fer yfirleitt aldrei í heimsóknir, fólk heimsækir mig.  Kannski vegna þess að ég er alltaf heima

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2010 kl. 00:22

3 Smámynd: Ragnheiður

Hrönn við þurfum að hittast....við sjálfar, þykjustulausar...og hafa Önnu með haha

Jóna

Ég er svona líka, ég er alltaf á leiðinni til þín að sækja plöntuna haha

Ragnheiður , 10.4.2010 kl. 07:48

4 Smámynd: Kidda

Hélt fyrst að þú værir að tala um gosið, og fannst nafnið við hæfi á gosinu, Hrunagos.

Gosið hefur sem betur fer gert það að verkum að það hefur ekki verið logið að okkur um tíma. En mér brá við að hera frétt um það í gær að biskupinn vildi að hverri sókn væri til ein skýrsla og sáluhjálp í boði fyrir þá sem þess þyrftu.  Það væri nær að bjóða upp á ókeypis skattalögfræðinga svo að við getum bjargað því litla sem við eigum ef við þá eigum eitthvað eftir. Það verður aldrei slegin skjaldborg að viti um heimilin eða smærri fyrirtæki. Fyrr mun frjósa á ónefndum stað.

Ég er þessi of heimakæra týpa, fer helst aldrei neitt og vil hels vera heima.  Enda nokkuð til í því að Heima er best.

Knús og klús

Kidda, 10.4.2010 kl. 08:35

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Viljið þið hafa mig með ? 

O hvað ég er glöð.  Ég er sko næstum alltaf ein heima og fæ ekki inni í einum einasta saumaklúbb af því að ég er svo léleg kjaftakerling.

Ragnheiður og Hrönn....... You are so special.  

Anna Einarsdóttir, 10.4.2010 kl. 11:45

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær færsla hjá þér, ég sá þetta alveg ljóslogandi fyrir mér Hrundansinn og alla á ballinu og við barinn.  Takk Ragnheiður mín ég er svo gjörsamlega sammála þér með þetta allt.

Ég er orðin svo dauðleið á þessu. Hljómsveitin löngu orðin fölsk og leiðinleg. Klappliðið situr draugfullt við barinn og klappar þaðan, fyrir hverju öðru.

Þetta er hrein og tær snilld.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2010 kl. 12:12

7 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert með ..hehehe .

Við erum í SPEZ fjelaginu.

Sérvitringar jafnvel haha

Kidda, allt tal um skjaldborg er innantómt. Nú er tími til að laga móralinn og það gerum við sjálf

Ragnheiður , 10.4.2010 kl. 12:14

8 Smámynd: Ragnheiður

Já Ásthildur, nú verður leiðin að liggja upp á við. Þetta er ekki hægt lengur svona í volæðinu

Ragnheiður , 10.4.2010 kl. 12:17

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá þér vinkona og ég er sammála þessu, hef aldrei verið í saumaklúbb, heldur ekki í kvennafélagi.
Nýt þess að hitta hressar konur sem ekki eru með neinn hruna.

Knús í helgina þína

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2010 kl. 14:56

10 Smámynd: Ragnheiður

takk Milla mín

Ragnheiður , 10.4.2010 kl. 18:50

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sérvitringar færu hjá sér ef þeir hittu okkur.... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 10.4.2010 kl. 22:42

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við gætum átt heima með nördum, það er ef við kærum okkur um

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2010 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband