Allt kemur nú í bakið á manni

og ég bara fattaði það ekki fyrr en ég skrapp inn á síðuna hennar Hrannar. Hún fór á margra tomma farartæki upp að gosstöðinni...og ég sat í nokkra stund og hugleiddi afhverju ég þekkti engan sem á svoleiðis bíl, engan sem er búinn að bjóða mér upp að eldstöðinni. Og þá rann það upp fyrir mér. Í mörg mörg ár hef ég gert grín að eigendum slíkra farartækja, flissað af mögulegri neðanbeltisfátækt og bara verið með skítahúmor í málinu öllu.

Og nú kom það í bakið á mér.

Ekki nokkur maður með snefil af sjálfsvirðingu dettur í hug að bjóða mér upp í slíkt farartæki eða láta sig sjást með mér yfirleitt.

 

Haha æj mig auma.

Yfirbót er samt ekki á dagskrá að sinni. Ég labb´etta bara frekar !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er nú með smásnefil af sjálfsvirðingu og við gætum alveg látið sjá okkur saman.     Það held ég nú.

Anna Einarsdóttir, 5.4.2010 kl. 00:24

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah já..... en þrjátíuogfimmtommur þykja ekki mikið þarna uppi skal ég segja þér ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 5.4.2010 kl. 07:26

3 Smámynd: Ragnheiður

Anna þú er kona, átt ekkert að vera að spá í typpastærð hehe

Hrönn, mér datt það í hug....ég leita að stærra númeri !

Ragnheiður , 5.4.2010 kl. 10:08

4 Smámynd: Kidda

skal hafa þig í huga þegar ég þori upp eftir. Bíllinn er á 44" dekkjumsvo að við ættum að komast þetta.

Kidda, 5.4.2010 kl. 17:54

5 Smámynd: Ragnheiður

Haha já takk Kidda mín

Ragnheiður , 5.4.2010 kl. 21:00

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þarna ertu þlá yndið mitt, ég er búin að vera að fylgjast með mammagamla123 og hef saknað þess að sjá engar færslur, veit ekki hvað hefur skeð hérnamegin, gott að við erum komnar í band aftur, knús og kær kveðja þín Ásdís

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2010 kl. 10:45

7 Smámynd: Ragnheiður

Gott að sjá þig, ég ætlaði eitthvað að kíkja á þig í gær og fann þig ekki í prógramminu hahaha...

Verðum í bandi

Knús

Ragnheiður , 6.4.2010 kl. 10:50

8 Smámynd: Sigrún Óskars

eins og talað úr mínum munni - ég hef haft "fordóma" gagnvart jeppakörlum, enda þekki ég engan slíkan.

þetta með "neðanbeltisfátæktina" er bara sannleikur - því stærri bíll því minna typpi

Sigrún Óskars, 10.4.2010 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband