smooth criminal

Set þetta inn til eintómrar gleði. Hann var auðvitað langflottastur hann Mikki.

Mér finnst vera orðið svo mikið vor eða þannig í lofti. Við kettirnir horfðum á glaða fugla áðan á pallinum okkar, eða þar til Tumi ákvað að skoða þá betur. Fuglar ekki hressir með það og flugu upp á þak hjá Sigrúnu. Tumi alveg bit auðvitað.

Hér heima gengur allt alveg frábærlega...ég er farin í ræktina og Steinar líka. Hittum einkaþjálfara í gær og fengum plan hjá honum og fitumælingu. Í raun er ég mun verr á mig komin en Steinar. Það er spes. En allaveganna þá hef ég þyngst um 2.5 kg síðan ég byrjaði haha..Það eru líka komnir vöðvar á hina og þessa staði. Við héldum fyrst að við yrðum allra karla og kellinga elst þarna en nei nei við erum það hreint ekki og vekjum heldur ekki neina eftirtekt vegna óvenju slæms útlits og svona. Þetta er fín líkamsræktarstöð, hrein og í góðu lagi. Við förum fimm sinnum í viku, alla virka daga. Þetta má þakka Hjalta. Hann er í ræktinni og dró okkur með sér. Hann hefur ekkert komist þessa vikuna. Hann var að klára ökuskólann. Það eru hundrað jákvæðir hlutir að gerast. Hann var nú krútt við mömmu sína þegar mamman sat alveg í fári yfir myndbandinu sem ég skrifaði um hér á undan. Þegar Hjalli kom heim þá var Steinar búinn að segja honum og mamman fékk stórasta knúsið í heiminum öllum. Mömmur hressast alltaf við svoleiðis knús ....óhjákvæmilegt.

Nú njótum við góða veðursins meðan það varir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Flott hjá ykkur að fara í ræktina... ég þarf að sjálfur að taka mig taki og vera duglegri... annars get ég varla hreyft mig með lélegt bak og ónýt hné ... en það á nú ekkert að vera nein afsökun... eigi skal haltur ganga o.s.frv... 

Í okkar garði er lítið um fugla enda kattahópurinn STÓR  annars hressandi að lesa svona jákvæð skrif í morgunsárið...

Er Steinar ekki annars búinn að jafna sig eftir tapið fyrir United ?
Skilaðu kveðju til hans og segðu honum að ég haldi með Arsenal á morgun þegar þeir mæta Chelsea

Brattur, 6.2.2010 kl. 11:07

2 identicon

Þið eruð svo dugleg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 11:45

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er með bilaða nennu... en mikið hefði ég gott af því að fylgja ykkar fordæmi.  Kannski, einhvern daginn, kannski. 

Anna Einarsdóttir, 6.2.2010 kl. 12:12

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hæ verður þú einhversstaðar nálægt Austurvelli um fjögur leytið?SÍMINN MINN ER 6187751 KNÚS

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2010 kl. 12:44

5 Smámynd: Ragnheiður

Ásthildur, ég bara kem niður eftir :)

Ragnheiður , 6.2.2010 kl. 12:46

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá ykkur Steinari, dugar ekkert annað og svo bara að halda þetta út.
Knús í hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2010 kl. 17:18

7 Smámynd: Ragnheiður

Knús til baka Milla mín.

Ragnheiður , 6.2.2010 kl. 18:52

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleymdi alltaf að segja að eldhúsið þitt er æði, til hamingju með það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2010 kl. 10:12

9 Smámynd: Ragnheiður

Takk Milla mín

Þetta er bara einn veggur, á eftir að setja helling meira en þetta er flott byrjun

Ragnheiður , 7.2.2010 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband