Færsluflokkur: Bloggar
Ætt á fætur
8.2.2008 | 10:37
og allt of snemma. Hvað ég er eiginlega að vilja uppá dekk, það skil ég ekki.
Hérna er komið hið morralegasta slagveður, Keli alltaf að kíkja útum stofugluggann milli þess sem hann kvartar í mér. Hann nennir ekki svona snemma á lappir og er alltaf að spyrja mig um að koma upp í aftur. Ég bara nenni því ekki. Ég er svo ánægð með þessa smáorku sem ég hef fengið. Það mætti halda að eldingin í gær hafi lent í mér bara.
Steinar hélt náttlega að ég væri orðin galin, elding hvað ? Hann horfði á mig vorkunnaraugum frá púsluborðinu. Það entist ekki lengi. Skruggan kom stuttu seinna.
Annars varð uppi fótur og fit í morgun á heimilinu. Gestur Einar var að spila eitthvað lag og sagðist spila það fyrir konur. ,,Ha?" sagði Steinar ,,er konudagur ?" Ég hef bara ekki hugmynd segi ég. Hann setti upp gleraugun og skoðaði dagatalið. Iss nei, það er ekki fyrr en tuttugasta og eitthvað....Léttirinn sást langar leiðir. Hann fór nefnilega að gera sig breiðan (andlega breiðan) fyrir nokkru og þóttist alltaf gefa mér blóm á konudaginn. Ég horfði frekar ráðvillt á hann og benti kurteislega á að það hefði hann ekki gert nema fyrstu 2-3 árin. Einhverra hluta vegna skiptist um umræðuefni Nú held ég að sé plott í gangi. Hann lætur mig venjulega ekki hafa endanlega vinninginn í svona málum, hehe...Stay tuned.
Talandi um útvarpið, þessi þáttur sem kemur á eftir morgunútvarpinu er að gera útaf við mig. Hann er grútleiðinlegur. En það er líklega vegna þess að mér finnst svo gaman að morgunútvarpi rásar 2. Mér er annars engin vorkunn fyrst ég nenni ekki að standa upp og slökkva.
Ég ásamt rest af þjóð horfði á Kastljós í gær, ég horfði á Svandísi taka alveg u-beygju í REI málinu. Núna eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir og allir vinna saman í að þvo óhreinindin hver af öðrum. En vegna þess að íslendingar eru með gullfiskaminni þá mun þetta ekki hafa baun að segja í kosningum næst. Þar kemur hins vegar nýtt tæki að notum. Ég skora á kláran bloggara að hafa dagbók sem hliðarsíðu með svona fíaskói, bæði í borg og ríki og birta svo dæmið fyrir kosningar. Fjármáli hljómaði eins og Bjartur í Sumarhúsum í gær, hann réði sko hvort kennaralúsirnar fengju kauphækkun en ekki menntamálaráðherrann( ráðfrúin) . Dýralæknirinn á Arnarhváli er ansi mikill vargur, hann er eins og hann sé fastur í bakkgír. Er þetta fólk ekki saman í flokki ? Er framsóknarheilkennið smitandi ?
Jæja ég er farin að finna mér eitthvað að gera, nýta þessa orku sem ég eignaðist. Nú var hirt úr mér blóð í gær (það var ekkert mál, mér er sama um nálar) en mér datt í hug í morgun bartskerar og þessar lirfur (man ekki nafnið á þessu í bili) sem notaðar voru til að hressa fólk við í gamla daga....ég veit vel að í dag eru þetta kellingabækur, en mér datt þetta samt í hug.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Næstum hlaupin út í glugga
7.2.2008 | 23:46
áðan, hélt að nú væri sko Séð og Heyrt komið til að taka mynd af mér í tilefni þess að áraraðir eru síðan ég birtist á forsíðu dagblaðs.
Nei nei þá var það bara elding.......hnuss.....
og spæld fer ég að sofa...
gúd næt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ég er brjáluð
7.2.2008 | 19:19
og svo sannarlega búin að sjá í gegnum plottið hjá þessum Mogga ! Shit hvað þeir eru augljósir....hér sit ég (kallinn minn týndur í skafli-finn hann í vor)
Þar sem ég les moggann í hægðum mínum * þá birtist á borðanum efst á moggasíðunni ; Þú getur bókað ferðina þína hérna!
Vissiða vissiða
Þeir eru að reyna að losna við mig.
* nei ekki svoleis hægðum subburnar ykkar
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ung stúlka á afmæli í dag
7.2.2008 | 16:07
Elsku Auður mín, innilega til hamingju með afmælið. Það er ég viss um að stóri bróðir reynir að vinka þér í gegnum vonda veðrið af skýinu sínu.
Auður er næstyngsta systir hans Hilmars og hafi einhverntímann eitthvað verið á hreinu í þessari familíu þá var það sú staðreynd að honum þótti ósköp vænt um litlu systkinin sín.
Nú sé ég tæplega hænsakofann í garðinum mínum, farið þið varlega og engar æfintýraferðir í dag.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Takk fyrir
7.2.2008 | 11:06
góðar hugsanir áðan, þetta var ekkert stórmál en mér er ekki sérlega vel við læknisheimsóknir.
Ég sé nýjan link.......beint fyrir ofan hérna...Youtube link..sneðugt
Hér gengur á með stórhríð og brjáluðu sólskini, undarlegt veður en ég ætla að vera inni hjá mér í dag.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Auglýsingar og slappir glæponar
6.2.2008 | 23:40
Auglýsing um pókerþætti á Skjá einum
Með bestu núlifandi pókerspilurum heims !
Já já ...þessir dauðu nenna ekkert að koma í sjónvarp
-----------------------------------------------------------------
Leit á glæponum í FBI files á Discovery
Allir vasar fullir af kúlum en engar byssur !!
Ég meinaða...hvað stóð til ? Henda kúlunum í lögguna ?
Þarf maður ekki smá glætu í skallann til að vera glæpon ?
------------------------------------------------------------------
Þarf smá skammt af góðum hugsunum milli 9 og 10 í fyrramálið, smá bras..ekkert stóralvarlegt samt.
Jenný, ég nenni ekki á Þjóðskjalasafnið að finna svona gamlar myndir, ég var barnastjarna hehe
Gúdd næt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég er hér
6.2.2008 | 11:39
og hundur í fýlu, ég held að við leggjum okkur bæði aftur bara í sólinni. Við erum að lesa sjálfstætt fólk, hann les og ég hlusta
Æj nei, fór smá dagavillt, það er ekki 1 apríl. Það er öskudagur. Sem minnir mig á það. Mamma geymdi lengi mynd af mér sem hafði birst á forsíðu einhvers dagblaðs, ég var að næla öskupoka í gamlan hægfara kall á Lækjartorgi. Ég var líklega ekki mjög spretthörð í þá daga og valdi fórnarlamb við hæfi, nema ég hafi verið skotin í honum ?
Aðra mynd úr blaði geymdi hún. Þá sat ég kyrfilega í dúkkuvagni í grasagarðinum í Laugardal. Dúkkuvagn systur minnar og ég átti ekkert að sitja í honum, það var bannað.
Paparazzi hvað ?
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
CSI lætur allt virðast einfalt
6.2.2008 | 00:18
ég er undarleg kona, er á póstlistum hjá skrýtnustu stofnunum og þar á meðal FBI. Ég hef mikinn áhuga á glæparannsóknum og allri tækninni sem hægt er að beita nútildags.
En í dag setti mig hljóða, ég fékk þetta sent frá FBI í dag og þetta hefur truflað mig í dag. Viðkvæmir eru varaðir við að opna linkinn . Þeir eru að leita að forráðamönnum þessa drengs og hafa gert síðan 2003, í csi þáttunum tekur allt augnablik. Fingrafaraleit í milljónum fingrafara tekur pínkustund. DNA rannsókn bara álíka smástund. Krufning tekur kannski einn dag og niðurstöðurnar um leið. Ég beið í 6 vikur eða meira eftir niðurstöðum krufningar á Hilmari mínum.
En skemmtanagildi þessa þátta er ótvírætt, líka fyrir okkur sem heillumst að tækninni við þetta allt.
Velkomin aftur mínir kæru vinir, næst verð ég ekki svona fljótfær.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þreytt og úrvinda
5.2.2008 | 20:19
og obbulítið pirruð á sjálfri mér í viðbót við hitt.
Stundum tek ég upp á hreinni vitleysu, læt annað fólk-fólk sem mér kemur ekkert við- hafa áhrif á mig. Þessu þarf ég að hætta og ég held að ég geri það hér með. Þetta er náttlega bara rugl.......
Þið sem voruð hér inn á og viljið vera hérna inná eruð vinsamlega beðin að senda inn pöntun um slíkt. Hinu tek ég á öðruvísi..það er klárt mál. Ég biðst afsökunar á fljótfærninni og kjánaskapnum, ef þið viljið vita nánar þá er emailið mitt þarna í höfundarboxinu.
Kelinn er óþekkur þessa dagana..Hann tók upp á í morgun að svífa yfir girðinguna og niður í innkeyrsluna hjá nágrannanum. Steinar tók Lappann með sér, Lappi klagaði strax að Keli væri stunginn af og náði afbrotavoffanum strax. Eftir hádegið lék Keli sömu kúnstir nema ég hinkraði aðeins með að elta hann og eftir 10 mínútur var hann kominn að útidyrahurðinni hinu megin. Lúpaðist inn, eyrna og skottlaus og skammaðist sín. Stuttu seinna kom gul tík í garðinn hjá okkur, laus og ein á ferð. Líklega á lóðaríi því hún smásprændi um allan garðinn....Keli horfði stóreygur út. Steinar setti þá 2 svo út en í keðjurnar sem fastar eru við húsið. Það fannst þeim veruleg spæling !
Það er samt gaman að Lappa þegar hann kemur að klaga, hann gerir manni alveg grein fyrir að hann þurfi að sýna manni eitthvað og nær alveg að gera sig skiljanlegan.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
4 febrúar 2008
4.2.2008 | 14:00
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)