Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hvað er að vera mannlegur ?

Jú til dæmis það að gera mistök, það er talið mannlegt. Í mínum huga er góðmenni ekki endilega einhver sem er ríkur, ekki endilega einhver sem er farsæll í sínu einkalífi og starfi.

Góðmenni er í mínum huga einhver sem lætur sér hag annarra varða...kannski ekki með beinum afskiptum inn í líf þess sem er honum hugleikinn, heldur kannski með að íhuga hag hins og hugsa um ráð til hjálpar þessum sem við erfiðleikana glímir.

Góðmennin forðast að dæma aðra og vita eins og er minn skilningur á trú, að það er annar sem dæmir. Góðmenni vill veg annarra sem mestan.

Mikið hefur verið rifist um vín í búðir undanfarið. Ég er enn á sömu skoðun. Ég tel aðgengið að áfengi nógu gott og ég vil ekki vín í búðir. Kona hér sem hefur bloggað af einlægni um sín vandamál tengd áfengi fékk m.a. komment um það að þó að hún höndlaði ekki vín þá skyldi hún ekki voga sér að vera á móti því að vín kæmi í matvörubúðir. Þetta hefur setið í mér undanfarna daga og ég hef velt þessu fyrir mér. Hvað er að fólki sem segir svona ? Hver getur staðið hér undir sínu nafni og sagt við mig að viðkomandi þekki engan sem hefur átt erfitt með að ungangast áfengi ? Hver ? Ekki get ég gert það, það er nokkuð ljóst ! Mér finnst fólk stundum vera eins og vagnhestar, með hlífar fyrir augunum svo það sjái áreiðanlega ekki til hliðanna. Það vill ekki sjá og vill ekki skilja...vegna hvers ? Er það virkilega bara vegna þess að það vill komast hjá því að skreppa í eina aukaverslun til að ná sér í sitt vín ?  Skiptir það meira máli ?

Það er hellingur af fólki sem drekkur vín í hófi og það er ágætt. Það er ekki verið að tala um að BANNA áfengi, það verður til sölu áfram í vínbúðum sem reka meira að segja ágætan vef um hvaða vín passi með hverju og þar fram eftir götunum. Vefurinn þeirra er hérna www.vinbud.is

Ég sé ekkert endilega fyrir mér að ofdrykkja aukist við þetta enda vínbúðir mikið opnar. Ef málið er að þetta eigi ekki að vera ríkisverslun þá má selja ÁTVR. En regluverkið og vesenið við að fylgja þeim reglum sem gilda um sölu áfengis verður illframkvæmanlegt í verslunum. Eins og er eru tóm vandræði við að fá starfsfólk í verslanir,hvað þá ef það á að vera eldra en tvítugt. Margar verslanir eru opnar að næturlagi,hvað á að gera ef einhverjum dettur í hug að ræna áfenginu um miðja nótt ? Hvað sér maður það oft í myndum og þáttum framleiddum í USA að það er verið að ræna vínbúðir...það er náttlega ekki þessi almenni borgari sem sefur þá drykkjusvefni heima hjá sér sannfærður um að drykkjan hans sé sko í lagi. Nei það eru ALKARNIR, vonda fólkið sem enginn vill þekkja...þeir sem eru inn og út úr fangelsum vegna þess að þeir eru að fjármagna sínar fíknir....Oj já það lið...sem enginn kannast við að þekkja.

Ég held þetta eigi eftir að skapa mun meiri vandamál en það mögulega leysir, sé bara alls ekki hvaða vandamál það á að leysa ? Hvað er að þessum opnunartíma ?

Afgreiðslutímar á höfuðborgarsvæðinu

 

Vínbúðirnar Dalvegi
og Skeifu:

Mán.- fös. 9-20
Lau. 11-18

 

Aðrar vínbúðir á
höfuðborgarsvæðinu:

Mán.- fös. 11-18
Fös. 11-19
Lau. 11-18

PS. Rakst á ágætan pistil ungs manns sem er í læknisnámi í USA


Skil þennan

Enda er ég ekki í sérlega góðu skapi í dag. Sumpart mér að kenna að taka að mér ákveðna hluti sem ég mátti vita að væru ekkert nema vanþakklæti og kjaftæði...sumpart vegna þess að það er sunnudagur. Sunnudögum hef ég enn ekki fyrirgefið. Ég er að hugsa um að hnýta hárið í tagl,ná mér í málningarpensil og mála gluggann í tilvonandi þvottahúskrílinu mínu. Það skal laga skapið....
Dude Flips Out In Coffee Shop - Watch more free videos


Æj

Þessi er tekin af www.visir.is

Ég er kannski ekki mjög kristilega þenkjandi en ég hló að þessu Blush

Eftir tólf bjóra þótti Matt Martin tími til kominn að fá sér sundsprett. Matt er frá Newcastle í Bretlandi, en var í sumarfríi í Queensland í Ástralíu. Matt tók gott tilhlaup og stakk sér út í vatnið. Beint ofan á stóran krókódíl.

Króksi kunni þessu frekar illa og reyndi að borða Matt. Matt barðist hinsvegar um á hæl og hnakka og tókst að skreiðast á landi. Skildi þar með þeim króksa.

Matt var talsvert laskaður í framan. En ölið var ennþá í honum, svo hann bara lagði sig og fór að sofa. Eftir nokkurra klukkustunda svefn voru verkirnir hinsvegar orðnir svo miklir að hann vaknaði og druslaðist loks á sjúkrahús, þar sem hann var saumaður saman.

Veiðivörður í Queensland sagði; "Að drekka áfengi og fara svo að synda er slæm hugmynd. Að stinga sér út í vatn fullt af krókódílum er enn verri hugmynd."



Gestir og bíltúr

Ég var í akstri í dag, ók til Keflavíkur og tók hús á yndislegri dóttur og tengdasyni í stíl. Öll í klórum eftir þá heimsókn en það skal tekið fram að klórarinn var Hektor hvolpur. Ég er svo hrifin af íbúðinni þeirra, hún er stór og björt enda fer fjölskyldan stækkandi. Ég færði þeim innflutningsgjöfina núna sem vantaði síðast, þau voru óskaplega ánægð með hana.

Svo héldum við Björn áfram suðurnesjarúntinum og fórum næst í Grindavík. Það sveif mikill myndarskapur yfir vötnum, mannskapurinn búinn að gera slátur og sátu svo í óða önn við að hnýta hálsband á smákött. Hálsbandið varð að stytta enda kisinn bara smágormur enn, ja eða þvæla því nokkra hringi um hálsinn á honum. Kisinn virðist afar þolinmóður við börnin á heimilinu og mér sýndist þetta ætla að vera mesti sómakisi. Hann er alveg klár á kamrinum sínum. Það er helst að hann heldur að hann eigi að leika við mannskapinn um miðjar nætur en hann fattar það fljótlega.

Björn varð eftir í Grindavík, ég er alltaf svo ánægð með hvað hann er duglegur að rækta sambandið við fólkið sitt þar. Hann hefur lengi verið duglegur við að vera hjá þeim og eins og mér finnst leiðinlegt þegar hann er ekki heima þá er ég samt sátt við þetta hjá honum. Ég veit líka að hann myndi ekkert nenna að vera þar ef þau væru ekki eins góð við hann og þau eru. Nú þarf ég bara að ýta Hjalta í að vera líka duglegur við að hafa samband við þau og þá verð ég sátt. Þeir eiga þessa fjölskyldu líka og eiga að njóta þess.

Minn karl hringdi svo í mig þegar ég var þar. Þá hafði birst hér óvæntur gestur, færandi hendi en hitti ekki á húsmóður heima. Það er reyndar óvanalegt en er hluti af ákveðnum hlutum sem ég hef ákveðið að breyta. Hér kom föðursystir en hana hef ég bara ekki séð í mörg ár. Þau voru ekki alin upp saman,hún og pabbi og fóru ekki að kynnast fyrr en fullorðin. Það var gaman að hitta hana og ég hringdi í Siggu systur svo við gætum báðar notið þess að hitta hana. Úr þessu varð skemmtilegt kvöld,svona fjölskyldukvöld.

Nú eru allir farnir og við erum ein heima gamla settið, ja og rófuálfarnir tveir. Þeir eru að vísu steinsofnaðir enda búið að vera mikið gaman hjá þeim í kvöld.

Munið Himmaljósin,ljósin fyrir Gíslínu, Þórdísi Tinnu og Þuríði Örnu. Þetta gleður og hjálpar þar með í ólíkum aðstæðum.

Góða nótt elskurnar


Forgangsröðun

ég þarf að fara að klára þvottahúskrílið mitt sem ég var að flísaleggja áður en ósköpin öll dundu yfir. Ég þarf að fara að gera fullt af hlutum sem setið hafa viljandi á hakanum. Umfram allt þarf ég að sleppa tökunum, leyfa öðrum að bera.

Jenný Anna (www.jenfo.blog.is) stendur í stórræðum, siðar til rasista. Það er verið að fjalla um þennan gamla Nóbelsverðlaunahafa sem lét frá sér ósmekkleg orð í garð svartra. Ekki tel ég nokkra leið að greina gáfnafar fólks eingöngu á hörundslit þess. Það er þá alveg eins hægt að nota skónúmer til að ákvarða greind. Sama nákvæmni í þeim mælingum geri ég ráð fyrir.

Hins vegar var áberandi (t.d. í þegar flóðin miklu urðu þar )New Orleans hversu margir þar voru þeldökkir og heimsbyggin sá þessa stórþjóð bregðast sínum eigin. Þar held ég að sé hægt að sjá samhengi, rosaleg fátækt t.d. meðal svartra bandaríkjamanna og félagslegar aðstæður þeirra í beinu samræmi við það. Þjóð sem sífellt ber sér á brjóst og telur sig vera þá bestu í heimi. Þjóð sem valsar inn í önnur lönd og stútar þar öllu og skemmir og eyðileggur...í nafni lýðræðis. Afsakið meðan ég æli.

 


Örblogg

Byrjum á smá hundasögu. Hér eru kóngulær og venjulega skiptir Keli sér ekki af þeim,hann í mesta lagi rekur í þær trýnið og hættir svo að spá í þær. Hann er hinsvegar ekki hrifinn af að deila neinu með Lappa. Það kom enn og aftur í ljós í dag. Ég sýndi Kela kónguló á eldhúsgólfinu, hann skoðar þetta. Lappi kemur og vill sjá hvað hann er með. Keli hirti kóngulóna upp úr gólfinu og fór með hana í búrið sitt. Þar bjástraði hann lengi með hana. Líklega lifði greyið ekki af þessar gælur :(

Annars hef ég velt fyrir mér í dag að breyta hjá mér og m.a. minnka umsvifin hér. Eins og sakir standa þá er heilsan að kvelja mig og ég þarf að reyna að staulast upp úr því. Það tekur tíma ,eins og venjulega þegar þessi köst ríða yfir og orkan er af skornum skammti. Það gengur heldur ekki vel að sofa og það er líka til bölvunar. Þetta verður ekki vegna þess að þið kommentið of mikið/ of lítið eða eitthvað svoleiðis..þetta verður eins og allt annað sem er hér á þessarri síðu. Bara vegna þess að það hentar mér.

Hinu er ekki að leyna að þessi síða hefur hjálpað mér ansi mikið í þessum erfiðu sporum, nú fer kannski að líða að næsta skrefi.

Munið ljósin fyrir stúlkurnar mínar og Himmaljósin fallegu.

Góða nótt


Myndi það virka hérna ?

Þessi frétt er tekin af www.visir.is

"Ástralir hafa hrundið af stað herferð gegn hraðakstri, sem virðist virka á unga menn. Stúlkur eru hvattar til að gefa þeim litla fingurinn, og er þar verið að vísa til fjölskyldudjásna þeirra. Það hefur lengi verið grínast með að því stærri bíl sem karlmenn frá sér þeim mun minna sé.....þið vitið.

Í sjónvarpsauglýsingum í Ástralíu eru ungar stúlkur sýndar gefa hraðaksturskónum litla fingurinn. Og stúlkur eru hvattar til þess að gera það sama á götum úti þegar þær mæta einhverjum reykspólandi fávita. Könnun á virkni herferðarinnar bendir til þess að 60 prósent ungra karlmanna taki þetta nærri sér.

Danska blaðið Nyhedsavisen segir frá þessu og talar við danska mannfræðinga og sérfræðinga danska umferðarráðsins. Allir eru hrifnir af þessu framtaki Ástrala. "

 

Mér dettur í hug þegar ég heyrði að þeir sem ekki nenntu að nota stefnuljós væru tregir, ég passa mig vandlega á að nota stefnuljós. Ekki vill maður auglýsa gáfnafarið opinberlega ? Cool

Annars fékk ég bréf frá tryggingarfélagi mínu áðan, það var ekki sátt við afgreiðslu annars tryggingarfélags á tjóninu á græna eðalvagninum og setti málið fyrir einhverja tjónanefnd. Sú nefnd er búin að funda og úrskurðar minn bíl í rétti. Ég hef ekkert skipt mér af þessu enda á tryggingarfélagið að sjá um þetta mál. Eitthvað er ég að borga fyrir, er þaggi ? Þetta er í annað sinn sem nebbinn hans fer í klessu. Ég hef aldrei lent í áreksti, bakkaði smávægilega utan í bíl fyrir ári en annars tjónlaus alla tíð. Bíllinn minn er vinnubíll og ég ræð menn í vinnu á hann og það getur auðvitað allt mögulegt gerst í svoleiðis aðstæðum.

Bara til að það sé á hreinu, ég fæ ekki borgað fyrir að blogga. Það væri samt ágætt ef ég fengi krónu á hvern staf ! Þá yrði ég milljóner...vúhúúú...

Búin að skottast með synina um víðan völl, í tattú og fangelsismálastofnun, núna erum við Hjalli heima og erum orðin dáltið þreytt. Mamman seint að sofa og hann líka, svo var snemma á fætur í morgun og við erum með bauga niður í k l o f .



Vesen á þessu

bloggi, það hrynur alltaf út og þarf að refresha síðurnar endalaust....dæs. Þetta er kannski bara svona hjá mér ?

Annars verður dagurinn span , keyra synina út og suður.

Við Björn áttuðum okkur á því hvað er að stinga í Stúf í morgun, það er óhæft til birtingar. Okkur til málsbóta þá vorum við föst í umferðarhnút í morgun þegar við vorum að pæla í þessu. Það voru nebblega allsstaðar einn í bíl nema við sem vorum tvö.


family von klikk

það er ekkert meira gaman en að gera grín að sjálfri mér. Mér tekst alltaf að verða mér smávegis til skammar.

Þessi afmælisdagur var engin undantekning.

Steinar er að vinna um stundarsakir í fastri vinnu, ég er vön því og vakna yfirleitt ekki þegar hann fer. Í morgun brá svo við að hann knúsar mig bless og ég vakna við það. Það sem flaug í gegnum hálfsofandi hugann er nánast óprenthæft en þá sagði þessi elska ; til hamingju með afmælið ástin mín. Hrmfp heyrðist af koddanum og ég skammaðist mín en var samt fegin að ég sagði ekki orð !

Svo leið smástund og ég sofnaði aftur. Þá kemur Björn inn til mín og segir ; ég er búinn að hella uppá . Móðurskrímslið urrar eitthvað og segist ætla að sofa lengur. Drengurinn lokar kurteislega og fer. Mamman glaðvaknar svo stuttu síðar og fer fram. Þá hafði Heimsljósið haft fyrir því að færa tréhausnum móður sinni blóm. Í annað sinn á 2 tímum skammaðist ég mín.....

Annars er ein albesta sagan seinni árin af okkur Hjalta. Um tíma voru sýndar ljósbláar myndir á Sýn, ógurlega spennandi fyrir ungan mann. Hann læddist fram og ætlaði sér að taka þetta upp. Einhvern grun hafði móðirin um þetta og taldi þetta efni ekki hæfa sínum fallega ljóshærða syni. Móðir beið þá,með einbeittan brotavilja, þar til bláeygður sonur var sofnaður. Þá læddist brotamóðir fram,spólaði baka, stillti á Omega og setti á upptöku aftur. Svona gekk þetta nokkuð mörg kvöld...aldrei kvartaði sonurinn samt. Og það endaði með að hann gafst upp við þessar upptökur.

Munið undirskriftir fyrir öryrkjana, sjá næstu færslu


Okkar minnstu bræður !!

og nú breytum við þessu !!

Undirskriftalisti til stuðnings öryrkjum

Efst í færslu Ásdísar,hjartahlýju og góðu vinkonu okkar, er hlekkur á undirskriftalistann. Nú tökum við öll höndum saman.

Ég er hætt við afmælisgjöfina sem er í næstu færslu, þetta er miklu flottara !!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband