Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Fyrir fróðleiksfúsa

sem vilja sjá bakvið fréttirnar.

Hérna er fróðleikur um þennan brotamann.


mbl.is Drifið í aftöku áður en fangi deyr úr krabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja að horfa í spegilinn

Virkar ekki .....

Ég fann frétt áþekka þessarri sem er á mbl.is. Fólk segir (ég skoðaði bara fyrirsagnir bloggaranna) allan fjandann, meira að segja vill það að viðkomandi hefði drepist.

Þetta minnti mig á þessa frétt sem ég fann núna. Lesið hana og kommentin við hana. Að svo búni skuluð þið lesa þessa hérna ...ef þið eruð þá ekki orðin uppgefin á að lesa þá er hér enn einn lestur en hann er stuttur. Hérna er það

Ég styð ekki ofsaakstur né afbrot af neinu tagi, það hef ég aldrei gert. En mikið vildi ég að fólk athugaði hvað það segir um aðra.


mbl.is Ökumaður í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú sláum við met

og allir með. Kíkið inn á www.thordistinna.blog.is og skrifið afmæliskveðju til litlu skottunnar hennar. Þó þið hafið aldrei skrifað inn á hjá henni áður og þekkið hana ekki neitt þá bara látið ykkur hafa það.

Svo skellum við líka óskum um góðan bata,styrk og ljós inn til hennar Gillíar okkar. Hún kemur heim á eftir og við látum hana brosa þegar hún sér kommentin sín. www.gislina.blog.is

Ég bý í krúttlegri götu með svona 20 húsum í. Það var gat í götumyndinni hérna aðeins fyrir innan mig, nú horfir það til betri vegar. Í gærmorgun birtist grafa og gróf grunn. Í dag koma stórir trukkar og þeir sturta stórgrýti ofan í grunninn. Það er að fæðast hús ! Þetta truflar mig ekki a.m.k ekki enn. Sé samt fyrir mér að moldin sporist um allar götur og þá kannski inn hjá mér. Þá skúrar konan bara. En Björninn,heimsljósið mitt, sem vinnur á nóttunni og sefur á daginn gæti tekið upp á því að fara með bænirnar sínar á áður óþekktu tungumáli.

Jenný er að fjalla um 10 litla negrastráka, gamla skruddu sem er verið að endurútgefa. Mér fannst þessi bók leiðinleg þegar ég var krakki og ég á ekki von á að henni verði hampað á þessu heimili þó að Muggur hafi myndskreytt hana. Það er samt gaman að lesa öll kommentin sem Jenný hefur fengið við þessa færslu. Ég var svo öflug að lesa þegar ég var krakki að ég fór heim með heilu hillurnar úr Borgarbókasafninu og þá var ég búin að lesa nánast hvern stafkrók sem til var á heimili foreldranna og það var ekki lítið bókamagn þar. Hérna er líka til slatti af bókum, óþægilega margar þegar maður flytur sig milli húsa en þægilegt magn á öðrum tímum. Pabbi á gríðarlegt magn af bókum og ég þarf að fara að gera innrás á hann og fá gamla vini gefins, eins og til dæmis múmínálfabækurnar sem ég held að séu ófáanlegar. Það er einn staður sem ég þori ekki inn á, það eru fornbókabúðir...Ji ég myndi sleppa mér.

Ég sé það þegar ég les ömmufærsluna mína síðan í gær að ég þarf að vinna í því að sættast við sjálfa mig og fyrirgefa mér það sem ég tel hafa verið mistök í uppeldi barna minna. Ég finn út úr því en ég vil endilega þakka fyrir yndisleg komment við þá færslu.

Klús á línuna og munið að lesa efsta hlutann tvisvar svo þið gleymið ekki verkefnum dagsins.


Jón Arnar og múmínálfaprófið

logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Hufsa
Du er Hufsa! Du er skummel og nesten alle er redd deg. Bakken fryser til is der du går, men egentlig vil du ikke skremme noen du vil bare ikke være alene.
Ta denne quizen på Start.no

Ömmur

nútildags eru aðeins öðruvísi en ömmurnar voru í gamla daga. Amma mín var lítil og þykk kona, ég held að mér sé farið að svipa nokkuð til hennar í útliti. Hún virtist hafa endalausan tíma og ég man ekki eftir að hafa séð hana flýta sér.

Ömmur í dag eru öðruvísi. Þær eru í vinnu og þær hafa margt sem þær eru að fást við.

Svo eru ömmur sem hafa mikið að gera og takmarkaða getu til að passa barnabörnin sín. Ég er svoleiðis amma. Ég hef nánast aldrei passað barnabörnin. Ég hefði alveg tíma til þess öðru hvoru en það er ekki það sem stoppar mig. Ég hef átt ansi erfitt oft með mína krakka, þau hafa lent í basli og allskyns veseni. Einhvernveginn hef ég tekið þetta óskaplega nærri mér og inn á mig. Þetta hefur lamað mig að mörgu leyti í mannlegum samskiptum, ég er orðin svo leið á vonbrigðunum að ég er farin að halda mig til hlés tilfinningalega. Ég hleypi ekki fólki að mér, ég get ekki þolað vonbrigðin. Sumir ná að smella inn fyrir brynjuna fyrirhafnarlaust en það er sjaldgæft. Oft langar mig að gera meira, vera meira með fólkinu mínu en mér finnst ég bara oft svo glötuð innan í mér að það sé ekki til neins. Ég til dæmis þori ekki að bera ábyrgð á velferð barns. Ef eitthvað kæmi fyrir...

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að eiga við þetta vandamál. Nú er að koma nýtt barnabarn, það á skilið að fá ömmu sem virkar eins og amma. Ég á fyrir 2 dóttursyni sem eru fallegustu og bestu drengir í heiminum. Ég elska þá og er svo stolt af þeim.

Það er sama með krakkana mína, þau eru hvert öðru yndislegra. Það er bara ég sem er biluð...og svo þreytt á því að vera svoleiðis.

Þau eru samt góð og umbera mig. Við Himmi áttum sérstaklega gott með að skilja hvort annað og nú þegar ég skrifa þetta þá rífur sorgin í mig. Ég átti svo margt eftir að segja honum og gera með honum þessum elsku strák.

Munið ljósin hans og ljósin fyrir stúlkurnar mínar.


Aftakaveður

var í Grindavík og barnið mitt var sent út með ruslið. Hann horfði örvæntingarfullur á eldhúsgluggann, það sem sjá mátti flóð renna, sagði með grátstafinn í kverkunum ; sko ef það á að senda mig út í þetta veður þá vil ég að mamma fái að vita af því ! Áður en hann gat komið því við að semja dramatísk lokaorð til móður sinnar þá lofaði stjúpmóðir hans að þessu yrði vandlega skilað til móðurinnar. Með það fór barnið út með ruslið.

Presturinn sem jarðsöng hann Himma minn kom í húsvitjun í dag og við eyddum saman ágætum tíma fjölskyldan. Það var notalegt.

Nú þarf ég að bregðast hart við, það er vöruskortur á heimilinu og það gengur ekki upp. Mér sýnist samt að ég verði þrisvar að fara yfir lækinn til að kaupa jarðeplin en það er vegna þess að Birni liggur nokkuð við að komast á ground zero.

 


Að tilheyra hópi

er stundum dálítið spes. Ég er mikið búin að vera að velta þessu fyrir mér. Nú vilja samkynhneigðir fá að gifta sig eins og aðrir. Sumir kirkjunnar menn styðja það en aðrir alls ekki. Nú er það til dæmis staðreynd að fólk af sama kyni býr saman og það er ekkert að því. (munið hér set ég mínar skoðanir). Að gifta sig er í mínum huga mest tæknilegt atriði, ekki svo rosalega mikilvægt nú á tímum eins og áður var. Fæst hjónabönd endast eins og lagt var upp með, til dauðadags annars hvors aðilans. Mér finnst að samkynhneigðir eigi að fá að gifta sig. Ég hef ekki gert upp hug minn hvað varðar að giftast út fyrir sína tegund,sýnist í fljótu bragði ákveðnir annmarkar á því.

Ég tilheyri hóp. Ég er kona. Það er samt ekki þar með sagt að ég sitji gapandi,samþykkjandi allt sem konur segja. Ég vil hinsvegar veg hvers einstaklings sem mestan. Ég get ekki kosið í kosningum einhvern bara vegna þess að viðkomandi er kona, ég verð að deila með viðkomandi einhverjum markmiðum eða lífssýn. Annað er falskt. Þess vegna hefur mér ekki tekist að samþykkja að ég sé feministi. Að vilja veg kvenna sem mestan. Sú speki virkar ekki í hausnum á mér. Hinsvegar þekki ég margar konur sem eru alveg snillingar en ég þekki líka marga karla sem eru snillingar.

Leiðindin sem komið hafa upp nú við kjör fótboltakonu ársins eru sorgleg. Gamlir frasar ;konur eru konum verstar hafa dúkkað upp. Hvað olli því að yfirburðakonan Margrét Lára var ekki kosin ? Ja þegar stórt er spurt...ég veit ekki hvað olli. Ég er ekki í fótboltaelítunni, hef ekki spilað fótbolta í 35 ár. Umræðan um þetta er samt leiðinleg og setur blett á kjörið.

Þið megið hengja mig og skjóta fyrir þetta innlegg. Mér er alveg sama.


Vitlaust veður

en þið eruð líklega búin að fatta það upp á ykkar einsdæmi.

Hvuttarnir ætluðu ekki að fást út að pissa þegar ég kom heim. Það er brjálað veður hundapissumegin við húsið. Ég varð að segja þeim þrisvar að fara út að pissa !! Þá drifu þeir sig, með eyrun fokin aftur á rófu og pissuðu eins hratt og þeir gátu. Þeir voru krumpaðir í framan þegar þeir komu inn aftur.

Í gærkvöldi lá ég í sófanum og horfði á sjónvarpið. Allt í einu segir Steinar ; viltu ekki fara inn að sofa elskan mín ? ,,Ha?" segi ég alveg hissa. ,,það er örugglega betra en að hrjóta þarna !" segir hann aðeins pirraður. ,,Ég er ekkert að hrjóta !" segi ég. Þá lá Keli hjá mér og hraut af innlifun.

Nú liggja þeir hjá mér og ég held að Keli sé hræddur við lætin í rokinu. Ég verð líklega að sitja undir honum meðan það er hvassast. Sumir með músarhjarta !!


Ekkert annað

en að bjóða góða nótt og minna á ljósasíðurnar. Í dag var settur inn linkur á litla lasna telpu, ég veit ekki alveg afhverju en ætla amk að deila linknum með ykkur og vonast til að ykkar góðu hugsanir og bænir skili sér til hennar. www.123.is/valasvala

hilmar! (2)


Hitt afmælisbarnið

hitt afmælisbarnið

síðan 17 október vann heimsmeistaratitil í formúlunni áðan. Mér er bara svo illt í hausnum að mér er til efs að ég skrifi mikið um þennan árangur afmælisfélaga míns. Kannski er mér illt í hausnum vegna þess að ég er með kvenkynsheila og var að horfa á kallaíþrótt...ja kona spyr sig.

Af sömu orsökum er gluggamálun frestað, verkjatöflur úr einkavæddu apóteki virka ekki. Slaghamarinn er tilbúinn ef allt annað þrýtur !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband