Skil þennan

Enda er ég ekki í sérlega góðu skapi í dag. Sumpart mér að kenna að taka að mér ákveðna hluti sem ég mátti vita að væru ekkert nema vanþakklæti og kjaftæði...sumpart vegna þess að það er sunnudagur. Sunnudögum hef ég enn ekki fyrirgefið. Ég er að hugsa um að hnýta hárið í tagl,ná mér í málningarpensil og mála gluggann í tilvonandi þvottahúskrílinu mínu. Það skal laga skapið....
Dude Flips Out In Coffee Shop - Watch more free videos


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá hvað hann er lítið glaður þessi.  Hehe, vona að málningardjobbið slái á slæma skapið.  Knús og klemm

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: kidda

Þessi reiði maður minnti mig á þann yngri þegar eitthvað fer í pirrurnar á honum Nema að minn hefði sennilega grýtt tölvunni mjög fljótt í gólfið.

Að ákveða að byrja á einhverju er fyrsta skrefið, að byrja síðan á að gera eitthvað er oft erfiðasta skrefið. Illu er best aflokið

knús og klús

kidda, 21.10.2007 kl. 16:21

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér fannst eiginlega merkilegast að sjá hvað fólkið í kringum manninn varð hrætt og flúði út...ætli það hafi átt von á að hann drægi næst upp byssu, eins og er víst stundum til siðs þarna í BNA...

Ég held að hjá okkur íslendingum væru viðbrögðin dálítið önnur við því að einhver hegðaði sér svona utan við rammann...??? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.10.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband