Örblogg

Byrjum á smá hundasögu. Hér eru kóngulær og venjulega skiptir Keli sér ekki af þeim,hann í mesta lagi rekur í þær trýnið og hættir svo að spá í þær. Hann er hinsvegar ekki hrifinn af að deila neinu með Lappa. Það kom enn og aftur í ljós í dag. Ég sýndi Kela kónguló á eldhúsgólfinu, hann skoðar þetta. Lappi kemur og vill sjá hvað hann er með. Keli hirti kóngulóna upp úr gólfinu og fór með hana í búrið sitt. Þar bjástraði hann lengi með hana. Líklega lifði greyið ekki af þessar gælur :(

Annars hef ég velt fyrir mér í dag að breyta hjá mér og m.a. minnka umsvifin hér. Eins og sakir standa þá er heilsan að kvelja mig og ég þarf að reyna að staulast upp úr því. Það tekur tíma ,eins og venjulega þegar þessi köst ríða yfir og orkan er af skornum skammti. Það gengur heldur ekki vel að sofa og það er líka til bölvunar. Þetta verður ekki vegna þess að þið kommentið of mikið/ of lítið eða eitthvað svoleiðis..þetta verður eins og allt annað sem er hér á þessarri síðu. Bara vegna þess að það hentar mér.

Hinu er ekki að leyna að þessi síða hefur hjálpað mér ansi mikið í þessum erfiðu sporum, nú fer kannski að líða að næsta skrefi.

Munið ljósin fyrir stúlkurnar mínar og Himmaljósin fallegu.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég átti einu sinni kisu sem elskaði hrossaflugur, ég veiddi þær á sumrin og færði henni þær lifandi, svo auðvelt að ná þeim á stóru löppunum sínum,  það var mikið smjattað og kjamsað.  Æ kannski er þetta ljótt af mér, en fæðukeðjan hún verður að virka.  Vona að þú hvílist í nótt gullið mitt, bið spes fyrir þér. Ljósið logar hér fyrir framan mig eins og öll önnur kvöld. 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Takk fyrir mig Ragnheiður. Ég vona og bið að þér batni og hjartanlega til hamingju með afmælið í gær.

Góða nótt og sofðu rótt.

Gíslína Erlendsdóttir, 18.10.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fer í fráhvörf ef þú minnkar mikið bloggið.  En ég skil að þú sért þreytt elsku Ragga mín.  Góða nótt og sofðu fallega

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 00:33

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.10.2007 kl. 01:17

5 Smámynd: Ásta María H Jensen

Knús

Ásta María H Jensen, 19.10.2007 kl. 03:25

6 identicon

Sæl Ragga, ég verð að viðurkenna að ég er ein af þeim sem kommenta aldrei, ég er svokallaður laumulesari :-) 

Ég þekki ykkur ekki neitt, hvorki þig eða Himma, en ég hef fylgst með síðuni þinni síðan ég sá þig í frettunum fyrir nokkru síðan.  Kanski er það dónaskapur að fylgjast með fólki sem maður þekkir ekki neitt en mér þykir mikið til þín koma, þú ert mjög sterk kona.

Ég vitna stundum í þig þegar ég er að tala um fólk sem hefur sárt að binda en er svo sterkt.

Ég vona að þú hafir það gott og eigir góða helgi.

Erna laumulesari

Erna (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 06:32

7 Smámynd: kidda

Vona að þú hafir sofið vel í nótt

Knús og klús fyrir daginn

kidda, 19.10.2007 kl. 11:00

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín þótt ég sé unnandi þess að við höfum það eins og
okkur hentar, þá, hvað á ég að gera ef þú minkar umsvifin, en auðvitað skil ég að þú ert þreytt, það er ég líka oft á tíðum,
en ég elska að setjast við tölvuna og skoða síðuna þína og spá í svipbrigði myndana þinna. Æ.Æ.Æ vertu nú ekki að taka of mikið mark á rullunni í mér. Ég meina hana samt.
þeir eru frábærir hundarnir, Neró okkar lætur svona út í
Aþenu Marey okkar, þau eru kannski að leika sér þá hrifsar hann eitthvað af henni og horfir svo á hana  með svip sem segir,
ég á þetta. kveðjur Ragga mín þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2007 kl. 11:07

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ertu þá að spá í að loka síðunni?

Magnús Paul Korntop, 19.10.2007 kl. 11:56

10 Smámynd: Ragnheiður

Nei nei ekkert frekar en annað

Ragnheiður , 19.10.2007 kl. 12:46

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Elsku Ragnheiður, endilega taktu þér þær pásur sem þú þarft, við bloggvinkonur þínar hljótum að lifa það af...hlökkum þeim mun meira til hverrar nýrrar færslu frá þér!

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband